1902

Ísafold, 1. janúar, 1902, 29. árg., 1. tbl., bls. 2:

Landsvegabætur 1901.
Að landssjóðsvegagerð var unnið í sumar á 4 stöðum.
Erlendur Zakaríasson lagði veg frá Suður Vík í Mýrdal að Hvammsá, 6 rastir (km), og annan kafla frá Hvammsá að Brandslæk, 2 rastir. Auk þess gerður nýr vegur á köflum frá Brandslæk á Steigarháls vestast, samtals nær 2 rastir. Vegarstæðið var mest heiðarland, giljótt, en lítið mýrlendi; brattlent mjög í Gatnabrún og Víkurgili; vegur þar sumstaðar 20 fet á hæð. Unnið frá 25. maí til 31. okt., af rúmum 30 mönnum lengst af, þar af 2/3 þarsveitarmönnum, sem gátu lagt til nokkra vagna, eiga 5-6; eru framfaramenn í búnaði og hafa þéttbýlt; flogist á um hvern jarðarskika. Kostnaður um 14 1/2 þús. og fór býsna mikið í flutning áhalda m.m. svo langt austur.
Þá stjórnaði Tómas Petersen vegabót í Holtum, er var nær eingöngu fólgin í ofaníburði, er veriða hafði lítill og slæmur þá er vegurinn var þar lagður fyrir nokkrum árum – rokið nær allur burt. Þurfti að bera algerlega ofan í 8 rastir rúmar, milli Rauðalækjar og Steinslækjar. Ofaníburður fannst nú góður við Rauðalæk og bærilegur við hinn vegarendann. Langt varð að aka honum; 16-18 vagnar í gangi. Kostnaður tæpar 9 þús. kr. Sami hópurinn, um 20 vanalega, gerði og við veginn í Fóerluvötnum, eða lagði að nýju kafla þar, um 380 fðm, en borið ofan í 130 fðm. á Öldunum. Það kostaði um 2.000 kr. hvorttveggja. Sá vegur var lagður í upphafi fyrir 13-14 árum.
Þriðju vegamannasveitinni stjórnaði Árni Zakaríasson í Borgarfirði, á tímabilinu frá 15. maí til 30. september. Hann gerði nýjan veg á Hesthálsi, meirihlutann af honum frá Mannamótsflöt að Andakílsá, rúma 1300 faðma, en ruddi hitt, nær 400 faðma. Sunnan ár var rutt upp á miðjan Dragann, nær 1400 faðma, og síðan út Svínadal vestanverðan út á móts við Geitaberg, 1500-1600 faðma. Auk þess var rudd hlíðin hjá Þyrli og nýr vegur gerður þar á dálitlum kafla. Sömuleiðis smáviðgerð í Reykjadal og Flókadal. Verkamenn 20-30 (mest 34); úr ýmsum áttum. Kostnaður rúm 10.000 kr.
Loks lagði Ólafur Pétursson (frá Ánanaustum) nýjan veg, 5 álna breiðan, yfir Hrútafjarðarháls, frá Hvítabjarnargili í Reykja landi austur á móts við Sveðjustaði, samtals 3400 fðm eða rúmlega 6 1/2 röst. Hjá sveðjustöðum er rúmlega hálfnuð leið að Miðfjarðará; sá kaflinn er eftir, verður líklega haldið áfram þar að sumri. Þeir voru 20-30, er þar unnu, frá 24. maí til 30. sept. og höfðu 12 hesta, en 6 vagna. Erfiður vegur, mjög hár (hliðarhallamikill) og með ekki færri en 36 rennum, og þeim mörgum stórum; því vatnagangur er þar mikill. Varð þó ekki dýrari en 2 kr. 78 a. faðmurinn. Meðaldagsverk var 2 kr. 68 a. og hestleiga 60 a. Kostnaður alls nær 9 1/2 þús. Brú þarf á Sveðjustaðaá, 15 álna; en stöpla ekki mikla, með því sléttar klappir liggja að beggja vegna.


Ísafold, 1. janúar, 1902, 29. árg., 1. tbl., bls. 2:

Landsvegabætur 1901.
Að landssjóðsvegagerð var unnið í sumar á 4 stöðum.
Erlendur Zakaríasson lagði veg frá Suður Vík í Mýrdal að Hvammsá, 6 rastir (km), og annan kafla frá Hvammsá að Brandslæk, 2 rastir. Auk þess gerður nýr vegur á köflum frá Brandslæk á Steigarháls vestast, samtals nær 2 rastir. Vegarstæðið var mest heiðarland, giljótt, en lítið mýrlendi; brattlent mjög í Gatnabrún og Víkurgili; vegur þar sumstaðar 20 fet á hæð. Unnið frá 25. maí til 31. okt., af rúmum 30 mönnum lengst af, þar af 2/3 þarsveitarmönnum, sem gátu lagt til nokkra vagna, eiga 5-6; eru framfaramenn í búnaði og hafa þéttbýlt; flogist á um hvern jarðarskika. Kostnaður um 14 1/2 þús. og fór býsna mikið í flutning áhalda m.m. svo langt austur.
Þá stjórnaði Tómas Petersen vegabót í Holtum, er var nær eingöngu fólgin í ofaníburði, er veriða hafði lítill og slæmur þá er vegurinn var þar lagður fyrir nokkrum árum – rokið nær allur burt. Þurfti að bera algerlega ofan í 8 rastir rúmar, milli Rauðalækjar og Steinslækjar. Ofaníburður fannst nú góður við Rauðalæk og bærilegur við hinn vegarendann. Langt varð að aka honum; 16-18 vagnar í gangi. Kostnaður tæpar 9 þús. kr. Sami hópurinn, um 20 vanalega, gerði og við veginn í Fóerluvötnum, eða lagði að nýju kafla þar, um 380 fðm, en borið ofan í 130 fðm. á Öldunum. Það kostaði um 2.000 kr. hvorttveggja. Sá vegur var lagður í upphafi fyrir 13-14 árum.
Þriðju vegamannasveitinni stjórnaði Árni Zakaríasson í Borgarfirði, á tímabilinu frá 15. maí til 30. september. Hann gerði nýjan veg á Hesthálsi, meirihlutann af honum frá Mannamótsflöt að Andakílsá, rúma 1300 faðma, en ruddi hitt, nær 400 faðma. Sunnan ár var rutt upp á miðjan Dragann, nær 1400 faðma, og síðan út Svínadal vestanverðan út á móts við Geitaberg, 1500-1600 faðma. Auk þess var rudd hlíðin hjá Þyrli og nýr vegur gerður þar á dálitlum kafla. Sömuleiðis smáviðgerð í Reykjadal og Flókadal. Verkamenn 20-30 (mest 34); úr ýmsum áttum. Kostnaður rúm 10.000 kr.
Loks lagði Ólafur Pétursson (frá Ánanaustum) nýjan veg, 5 álna breiðan, yfir Hrútafjarðarháls, frá Hvítabjarnargili í Reykja landi austur á móts við Sveðjustaði, samtals 3400 fðm eða rúmlega 6 1/2 röst. Hjá sveðjustöðum er rúmlega hálfnuð leið að Miðfjarðará; sá kaflinn er eftir, verður líklega haldið áfram þar að sumri. Þeir voru 20-30, er þar unnu, frá 24. maí til 30. sept. og höfðu 12 hesta, en 6 vagna. Erfiður vegur, mjög hár (hliðarhallamikill) og með ekki færri en 36 rennum, og þeim mörgum stórum; því vatnagangur er þar mikill. Varð þó ekki dýrari en 2 kr. 78 a. faðmurinn. Meðaldagsverk var 2 kr. 68 a. og hestleiga 60 a. Kostnaður alls nær 9 1/2 þús. Brú þarf á Sveðjustaðaá, 15 álna; en stöpla ekki mikla, með því sléttar klappir liggja að beggja vegna.