1902

Þjóðólfur, 6. maí, 1902, 54. árg., viðaukablað nr. 10:

Sýslufundur Árnesinga.
Sýslunefndarfundur Árnesinga hélt hinn venjulega fund með sér dagana 14.-18. f.m. Til umræðu komu 61 málefni, hér skal drepið á hið helsta:
. Landsstjórnin beðin um að láta framkvæma sem fyrst mælingu á Sogsbrúarstæðinu, svo unnt verði að koma málinu á rétta leið sem fyrst.
. Borin upp tillaga, að brúargæsla falli niður á báðum, yfir Þjórsá og Ölfusá, einkum þeirra síðari. Tillaga þessi felld í einu hljóði, en þess í stað beðið um, að landsstjórnin láti athuga, hvort ekki megi komast af með minna og ódýrara eftirlit með brúnum.
. Áætlað vegafé kr. 1.665, afborganir lána kr. 856,17, gjöld sýslusjóðs kr. 5.461,59.


Þjóðólfur, 6. maí, 1902, 54. árg., viðaukablað nr. 10:

Sýslufundur Árnesinga.
Sýslunefndarfundur Árnesinga hélt hinn venjulega fund með sér dagana 14.-18. f.m. Til umræðu komu 61 málefni, hér skal drepið á hið helsta:
. Landsstjórnin beðin um að láta framkvæma sem fyrst mælingu á Sogsbrúarstæðinu, svo unnt verði að koma málinu á rétta leið sem fyrst.
. Borin upp tillaga, að brúargæsla falli niður á báðum, yfir Þjórsá og Ölfusá, einkum þeirra síðari. Tillaga þessi felld í einu hljóði, en þess í stað beðið um, að landsstjórnin láti athuga, hvort ekki megi komast af með minna og ódýrara eftirlit með brúnum.
. Áætlað vegafé kr. 1.665, afborganir lána kr. 856,17, gjöld sýslusjóðs kr. 5.461,59.