1902

Þjóðólfur, 30. maí, 1902, 54. árg., 22. tbl., bls. 86:

Máttlaus kosningarógur.
9-faldur ósannindamaður.
Hér skulu talin upp í röð allra frekustu ósannindin og vitleysurnar um mig í kosningarógi Ísafoldar 24. þ.m. Það verður aðeins drepið á meginatriðin án langra skýringa, því að mér dettur ekki í hug að svara bulli því orð fyrir orð, enda gerist þess ekki þörf, því það er svo álappalega skrifað, að enginn maður getur glæpst á því. Einnig geng ég fram hjá öllum persónulegum óhróðri blaðsins um mig fyrir frammistöðu mína á síðasta þingi, því að þau ummæli blaðsins met ég að engu, stíluð af hatri einu, gegn betri vitund. Álit óhlutdrægra samþingsmanna minn úr báðum flokkum um það atriði, tel ég meira vert í þessu efni, en hatursfullt heimskufleipur Ísafoldar.
. ósannindi málgangsins eru þau, að Sogsbrúarmálið hefði hafst fram á þinginu, hefði annar flutt það en ég, og að ég hefði sama sem látið það daga uppi, með því að koma svo sent með það inn á þing. Þetta er bull eitt; málið gat ekki komist inn á fjárlögin, fyrr en þau komu aftir til neðri deildar, úr því að fjárlaganefndin vildi ekki taka það til greina í fyrstu. Hún hafði hagað því svo vísdómslega, að sundurliða aðeins í nefndarálitinu hinar ýmsu fjárveitingar til brúa og vega, en ekki í frumvarpinu sjálfu. Það var ekki gert fyrr en í efri deild, eftir áskorunum, sem bæði ég og aðrir þingmenn í neðri deild höfðu beint til nefndarinnar, því að það voru margir þingmenn óánægðir yfir því, að verða að greiða atkvæði með alveg ósundurliðuðum fjárveitingum í frv. Ég átti þess ennfremur kost á að fá máli þessu framgengt á þann hátt, að landssjóður legði einhverja vissa upphæð til brúargerðarinnar, en svo kostaði sýslan það sem á vantaði. Að því vildi ég ekki ganga, meðan engin sundurliðuð áætlun um kostnað við brúargerðina var til. Ég get hugsað mér, að sýslubúar hefðu orðið mér lítt þakklátir fyrir svolagaða fjárveitingu. Það var einmitt vöntun allra kostnaðaráætlanna, sem varð málinu að fótakefli, og samt munaði minnstu, að það yrði samþykkt í n.d., hefði orðið samþykkt ef þm. Rangæinga hefðu ekki brugðist algerlega við atkvæðagreiðsluna. Að ég hafi komið málinu þrátt fyrir vöntun allra áætlana, svo langt áleiðis, sem frekast var unnt, sýna ljósast ummæli Kr. Jónssonar framsögum. fjárlaganna í e.d., þá er hann lýsti því hreint og beint yfir, að aðalástæðan fyrir því, að fjárlögunum væri ekki hleypandi í sameinað þing, væri sú, að þá mundi fjárveitingin til Sogsbrúarinnar komast að. Það var hið besta vottorð, sem ég gat fengið um, hversu nálægt markinu ég hafði komist, þrátt fyrir allan undirróður, þrátt fyrir það þótt málið væri svona illa undirbúið. Nei, vinur Björn verður að hafa eitthvað veigameira mér til áfellis, en afskipti mín af þessu máli.
. ósannindi málgangsins eða réttara sagt, hrein og bein vitleysa er það, að ég hafi borið upp frumvarp á þinginu til að létta af héraðsbúum (Árnesingum) kostnað af gæslu og viðhaldi brúnna á Þjórsá og Ölfusá. Hér eru tvö “göt” samferða hjá Ísaf.m. Ég var þó að reyna að koma vitinu fyrir hann í sumar um, að landssjóður hefur ávallt kostað viðhaldið, en hann er jafnfróður um það enn, spekingurinn. Hér var því ekki nema um aflétting gæslukostnaðarins að ræða, og það aðeins fyrir Árnessýslu (þar er hitt “gatið” hjá manninum) heldur einnig fyrir Rangárvallasýslu (Þjórsárbrú). Hefðu því þm. Rangæinga átt að styðja þetta frv., en 2 þm. þeirra (M.T.) gerði að minnsta kosti töluvert til að spilla fyrir því, og samt féll það eins með 12 atkv. gegn 10 mest vegna þess, að þá er svo mikið fé var veitt til Stokkseyrarhafnarinnar, var í rauninni þýðingarlaust að ætla sér að hafa fram frekari fjárframlög til Árnessýslu á því þingi og það gegn ákveðnum meirihluta (Hafnarstjórnarmönnum) er sjálfir mötuðu krókinn og héldu laglega hópinn í fjárveitingunum.
_.
H.Þ.


Þjóðólfur, 30. maí, 1902, 54. árg., 22. tbl., bls. 86:

Máttlaus kosningarógur.
9-faldur ósannindamaður.
Hér skulu talin upp í röð allra frekustu ósannindin og vitleysurnar um mig í kosningarógi Ísafoldar 24. þ.m. Það verður aðeins drepið á meginatriðin án langra skýringa, því að mér dettur ekki í hug að svara bulli því orð fyrir orð, enda gerist þess ekki þörf, því það er svo álappalega skrifað, að enginn maður getur glæpst á því. Einnig geng ég fram hjá öllum persónulegum óhróðri blaðsins um mig fyrir frammistöðu mína á síðasta þingi, því að þau ummæli blaðsins met ég að engu, stíluð af hatri einu, gegn betri vitund. Álit óhlutdrægra samþingsmanna minn úr báðum flokkum um það atriði, tel ég meira vert í þessu efni, en hatursfullt heimskufleipur Ísafoldar.
. ósannindi málgangsins eru þau, að Sogsbrúarmálið hefði hafst fram á þinginu, hefði annar flutt það en ég, og að ég hefði sama sem látið það daga uppi, með því að koma svo sent með það inn á þing. Þetta er bull eitt; málið gat ekki komist inn á fjárlögin, fyrr en þau komu aftir til neðri deildar, úr því að fjárlaganefndin vildi ekki taka það til greina í fyrstu. Hún hafði hagað því svo vísdómslega, að sundurliða aðeins í nefndarálitinu hinar ýmsu fjárveitingar til brúa og vega, en ekki í frumvarpinu sjálfu. Það var ekki gert fyrr en í efri deild, eftir áskorunum, sem bæði ég og aðrir þingmenn í neðri deild höfðu beint til nefndarinnar, því að það voru margir þingmenn óánægðir yfir því, að verða að greiða atkvæði með alveg ósundurliðuðum fjárveitingum í frv. Ég átti þess ennfremur kost á að fá máli þessu framgengt á þann hátt, að landssjóður legði einhverja vissa upphæð til brúargerðarinnar, en svo kostaði sýslan það sem á vantaði. Að því vildi ég ekki ganga, meðan engin sundurliðuð áætlun um kostnað við brúargerðina var til. Ég get hugsað mér, að sýslubúar hefðu orðið mér lítt þakklátir fyrir svolagaða fjárveitingu. Það var einmitt vöntun allra kostnaðaráætlanna, sem varð málinu að fótakefli, og samt munaði minnstu, að það yrði samþykkt í n.d., hefði orðið samþykkt ef þm. Rangæinga hefðu ekki brugðist algerlega við atkvæðagreiðsluna. Að ég hafi komið málinu þrátt fyrir vöntun allra áætlana, svo langt áleiðis, sem frekast var unnt, sýna ljósast ummæli Kr. Jónssonar framsögum. fjárlaganna í e.d., þá er hann lýsti því hreint og beint yfir, að aðalástæðan fyrir því, að fjárlögunum væri ekki hleypandi í sameinað þing, væri sú, að þá mundi fjárveitingin til Sogsbrúarinnar komast að. Það var hið besta vottorð, sem ég gat fengið um, hversu nálægt markinu ég hafði komist, þrátt fyrir allan undirróður, þrátt fyrir það þótt málið væri svona illa undirbúið. Nei, vinur Björn verður að hafa eitthvað veigameira mér til áfellis, en afskipti mín af þessu máli.
. ósannindi málgangsins eða réttara sagt, hrein og bein vitleysa er það, að ég hafi borið upp frumvarp á þinginu til að létta af héraðsbúum (Árnesingum) kostnað af gæslu og viðhaldi brúnna á Þjórsá og Ölfusá. Hér eru tvö “göt” samferða hjá Ísaf.m. Ég var þó að reyna að koma vitinu fyrir hann í sumar um, að landssjóður hefur ávallt kostað viðhaldið, en hann er jafnfróður um það enn, spekingurinn. Hér var því ekki nema um aflétting gæslukostnaðarins að ræða, og það aðeins fyrir Árnessýslu (þar er hitt “gatið” hjá manninum) heldur einnig fyrir Rangárvallasýslu (Þjórsárbrú). Hefðu því þm. Rangæinga átt að styðja þetta frv., en 2 þm. þeirra (M.T.) gerði að minnsta kosti töluvert til að spilla fyrir því, og samt féll það eins með 12 atkv. gegn 10 mest vegna þess, að þá er svo mikið fé var veitt til Stokkseyrarhafnarinnar, var í rauninni þýðingarlaust að ætla sér að hafa fram frekari fjárframlög til Árnessýslu á því þingi og það gegn ákveðnum meirihluta (Hafnarstjórnarmönnum) er sjálfir mötuðu krókinn og héldu laglega hópinn í fjárveitingunum.
_.
H.Þ.