1902

Norðurland, 28. júní, 1902, 1. árg., 40. tbl., bls. 158:

Sýslufundur Skagfirðinga.
Haldinn á Sauðárkrók 24.-28. febr. 1902.
Vegabætur.
Veittar allt að 100 kr. til vegabóta á Laxárdalsheiði, allt að 500 kr. til vegagerðar milli Framness og Brekkna og 465 kr. til annara vegabóta í sýslunni, þar sem brýnust þörf krefur.
Ferjumál.
Samþykkt að verja 300 kr., sem veittar eru í fjárlögum, til að borga ferjumanni við Héraðsvatnsflóa, en ferjutollur færður niður.
Samþykkt að veita allt að 1500 kr. til brúargerðar á Gönguskarðsá, sem borgist út eftir 3 ár, en Sauðár og Skefilstaðahreppar borgi allt grjótverk.
Flutningabraut.
Skorað á landsstjórnina að láta verkfræðing landsins gera áætlun um kostnað við lagningu á flutningabraut, frá Sauðárkróki fram Skagafjörð vestan Héraðsvatna, svo bráðlega, að sú áætlun verði lögð fyrir alþingi 1903.
Verkstjóri.
Hallgrímur Þorsteinsson ráðinn verkstjóri við sýsluvegavinnu á næsta vori.


Norðurland, 28. júní, 1902, 1. árg., 40. tbl., bls. 158:

Sýslufundur Skagfirðinga.
Haldinn á Sauðárkrók 24.-28. febr. 1902.
Vegabætur.
Veittar allt að 100 kr. til vegabóta á Laxárdalsheiði, allt að 500 kr. til vegagerðar milli Framness og Brekkna og 465 kr. til annara vegabóta í sýslunni, þar sem brýnust þörf krefur.
Ferjumál.
Samþykkt að verja 300 kr., sem veittar eru í fjárlögum, til að borga ferjumanni við Héraðsvatnsflóa, en ferjutollur færður niður.
Samþykkt að veita allt að 1500 kr. til brúargerðar á Gönguskarðsá, sem borgist út eftir 3 ár, en Sauðár og Skefilstaðahreppar borgi allt grjótverk.
Flutningabraut.
Skorað á landsstjórnina að láta verkfræðing landsins gera áætlun um kostnað við lagningu á flutningabraut, frá Sauðárkróki fram Skagafjörð vestan Héraðsvatna, svo bráðlega, að sú áætlun verði lögð fyrir alþingi 1903.
Verkstjóri.
Hallgrímur Þorsteinsson ráðinn verkstjóri við sýsluvegavinnu á næsta vori.