1902

Þjóðólfur, 25. júlí, 1902, 54. árg., 30. tbl., bls. 119:

Suður Sprengisand
komu nú 6 þingmenn í einum hóp: Ari Brynjólfsson, Árni Jónsson, Guttormur Vigfússon, Jón frá Sleðbrjót, Ólafur Davíðsson og Pétur Jónsson. Voru 5 dægur milli byggða úr Bárðardal suður í Eystrihrepp, og létu hið besta yfir förinni, veður ágætt og vötn lítil. Eru nú vörður hlaðnar til leiðbeiningar á sjálfum sandinum. Er líklegt, að vegur þessi verði eftirleiðis tíðfarnari, en verið hefur, sem langstysta leið millum Suðurlands annars vegar og austurhluta Norðurlands og Austfjarða hins vegar.


Þjóðólfur, 25. júlí, 1902, 54. árg., 30. tbl., bls. 119:

Suður Sprengisand
komu nú 6 þingmenn í einum hóp: Ari Brynjólfsson, Árni Jónsson, Guttormur Vigfússon, Jón frá Sleðbrjót, Ólafur Davíðsson og Pétur Jónsson. Voru 5 dægur milli byggða úr Bárðardal suður í Eystrihrepp, og létu hið besta yfir förinni, veður ágætt og vötn lítil. Eru nú vörður hlaðnar til leiðbeiningar á sjálfum sandinum. Er líklegt, að vegur þessi verði eftirleiðis tíðfarnari, en verið hefur, sem langstysta leið millum Suðurlands annars vegar og austurhluta Norðurlands og Austfjarða hins vegar.