1902

Þjóðólfur, 1. ágúst, 1902, 54. árg., 31. tbl., bls. 121:

Lagarfljótsbrúin
Eins og kunnugt er varð að hætta við hina fyrirhuguðu brúargerð á Lagarfljóti sakir þess, að Sigurður Thoroddsen verkfræðingur áleit, að brúin yrði að vera hærri og lengri en áætlað hefði verð. Þá spurðu menn hver annan: Hver ber ábyrgðina? Varð illur kurr í mönnum, sem von var, út af þessu og þeirri útgjaldabyrði, er þetta undi baka landssjóði, eins og nú er komið á daginn. En almenningi hefur hingað til verið öldungis ókunnugt um hin nánari atvik þessa máls eða aðgerðir stjórnarinnar. Og þess vegna verður birtur hér nokkur kafli úr athugasemdum stjórnarinnar við fjáraukalagafrumvarp það, er hún hefur nú lagt fyrir þingið, um aukafjárveitingu (25.000 kr.) til brúarinnar. Að vísu skýrir stjórnin ekki frá því, hver beri ábyrgðina á þessu stórkostlega glappaskoti, en óviðkunnanlegt viðrist, að landssjóður einn skuli verða fyrir öllu skakkafallinu fyrir rangar mælingar erlends verkfræðings og aðra miður góða ráðsmennsku brúarmála þetta áhrærandi.
Í athugasemdum stjórnarinnar segir svo:
“Eftir að stjórnarráðið með lögum 9. febr. 1900 hafði fengið heimild til þess að verja 45.000 kr. upphæð til brúar á Lagarfljóti og 3.000 kr. til ferju við fljótið, gerði það samning við félagið Smith, Mygind og Hüttermeirer um að láta af hendi í Kaupmannahöfn fullbúið efni í brú og ferju, báðar gerðar aðallega samkvæmt rannsóknum og áætlunum þeim, er Barth verkfræðingur hafði gert, og setja þær upp á brúar- og ferjustaðnum, gegn 30.865 kr. borgun alls fyrir brúna og 2.700 kr. fyrir ferjuna. Samtímis var samið við stórkaupmann Thor E. Tuliníus um að taka að sér flutning efnisins frá Kaupmannahöfn til brúarstæðisins og ferjustaðarins gegn borgun, er ekki færi fram úr 10.000 kr. Samkvæmt samningum þessum, er fylgja hér með í eftirriti, var efnið flutt til brúarstæðisins, svo að hægt var þegar í fyrra sumar, eins og til stóð, aðbyrja á að koma brúnni upp undir stjórn Sigurðar verkfræðings Thoroddsen, er stjórnin hafði skipað til að hafa umsjón með byggingu brúarinnar, og til þess að standa fyrir þeirri vinnu við brúargerðina (vegagerð við brúarstæðið), sem félagið er tók að sér brúarsmíðina, samkvæmt samningum átti eigi að annast.
En 8. júlí skrifaði Sigurður verkfræðingur Thoroddsen stjórnarráðinu og skýrði frá því að hann hafði látið hætta vinnunni við brúna 1. s.m. og látið vinnumenn félagsins fara heimleiðis, og bar að aðallega fyrir sig, að ásigkomulag botnsins og vantshæðin í Lagarfljóti hefðu reynst vera allt öðruvísi, en byggt var á í lýsingu og uppdráttum Barths verkfræðings, og að brúarefnið sem komið var, væri því ónógt, þar sem brúin yrð að vera hærri og lengri en Barth hafði ætlast til.
Eftir að hafa get nánari rannsóknir sendi Sigurður verkfræðingur Thoroddsen landshöfðingja síðan með bréfi dags. 30. ágúst s.á. áætlun yfir það, sem hann taldi þurfa að útvega og gera, til þess að brúin yrði sæmilega úr garði gerð; ætlast hann þar á, að kostnaðurinn við þetta verði 17.000 kr. fram yfir það fé, er þegar var veitt.
Í álitsskjali því, er hinn verkfróði ráðunautur stjórnaráðsins í þessu brúarmáli, forstjóri Windfeld-Hansen, síðan hefur skrifað um málið, lætur hann fyrst í ljósi mikinn efa á því, að nauðsyn hafi verið til að láta hætta vinnunni að brúnni, eins og gert hafi verið, og kemur síðan fram með tillögur um, hvað gera þurfti til þess að fullgera brúna, og vísar jafnframt að því er þessi tvö atriði snertir til bréfs frá hlutafélaginu Smith, Mygind og Hüttemeier, er hann lét fylgja álitsskjali sínu, og mun Alþingi gefinn kostur á að kynna sér bæði álitsskjalið ásamt bréfinu, er því fylgdi, og hin tvö framangreindu bréf frá Sigurði verkfræðingi Thoroddsen. Hann áætlar, að til þess að fullgera brúna og ferjuna með þeim breytingum á hinni upprunalegu gerð þeirra, sem nauðsynlegar eru eða að minnsta kosti æskilegur eftir nú fengnum upplýsingum, muni þurfa hér um bil 25.000 kr. auk þess sem áður er veitt, og byggir þetta álit bæði á framhaldstilboði frá fyrrgreindu hlutafélagi og útreikningum Sigurðar verkfræðings Thoroddsen. Það er gert ráð fyrir því í áætlun þessari, að sendur verði verkfræðingur til Íslands, til þess að hafa verkstjórnina á hendi við brúarstæðið í stað Sigurðar verkfræðings Thoroddsen. Bæði hefur félagið gert ráð fyrir þessu, þegar það sendi framhaldstilboð sitt, og þegar litið er til þess, að erfitt mun fyrir Sigurð verkfræðing Thoroddsen annarra anna vega, eins og átti sér stað í fyrra, að dvelja allan þann tíma við brúna, sem sá, er umsjón hefur, þarf að vera þar, og þó einkanlega til þess, er gert hefur hingað til í þessu máli, þykir stjórnarráðinu í alla staði rétt, að svo verði gert.
Eftir nú að stjórnarráðið hafði fengið upplýsingar um, að efni það, sem er geymt við brúarstæðið, ekki mundi rýrna að neinum mun, þótt látið yrði bíða í tvö ár að fullgera brúna, varð það að telja athugavert án samþykkis Alþingis að leggja út í svo mikinn aukakostnað, sem samkvæmt skoðun forstjóra Windfeld-Hansens þurfti til þess að fullgera mannvirki þetta svo vel væri, og það því fremur sem efasamt var, hvort hæft mundi að hafa efni það í brúna, sem með þurfti í viðbót við það, sem var við brúarstæðið, fullbúð og flutt þangað fyrir sumarbyrjun 1902.
Stjórnarráðið fékk því loforð félagsins fyrir því að tilboð þess um að fullgera mannvirki þetta skyldi standa, þótt vinnunni yrði fresta enn eitt ár, en þó með fyrirvara af þess hálfu, ef verð á efninu skyldi breytast að miklum mun á því tímabili.
Það virðist eftir málavöxtum að hafa verið ónauðsynlegt og mega telja miður farið, að verkfræðingur sá, er umsjón hafði, lét hætta vinnunni í fyrra sumar. En eins og komið er, virðist his vegar eigi vera annað að gera, en að fara að ráðum forstjóra Windfeld-Hansens og þeirri reynslu og upplýsingum um ásigkomulag botnsins og vatnshæð fljótsins er fengust í fyrra í byrjun brúarvinnunnar, og gera brúna bæði svo háa og lagna, að engin hætta geti verið fyrir hana. Það virðist ekki minnsta ástæða til þess að láta ekki sama félagið hafa vinnuna á hendi og í fyrra, enda er því eigi að neinu leyti um að kenna hvernig fór, og mundi líka eftir því sem komið er auðvitað vera bæði mjög torvelt og kostnaðarsamt að fá aðra til að gera það sem á vantar. Forstjóri Windfeld-Hansen telur framhaldstilboð félagsins sanngjarnt, og þar sem stjórnarráðinu hefur þótt rétt að fylgja tillögun hans að öllu leyti, er hér farið fram á, að veittar séu þær 25.000 kr., sem hann ætlast á, að þurfi muni í viðbót.


Þjóðólfur, 1. ágúst, 1902, 54. árg., 31. tbl., bls. 121:

Lagarfljótsbrúin
Eins og kunnugt er varð að hætta við hina fyrirhuguðu brúargerð á Lagarfljóti sakir þess, að Sigurður Thoroddsen verkfræðingur áleit, að brúin yrði að vera hærri og lengri en áætlað hefði verð. Þá spurðu menn hver annan: Hver ber ábyrgðina? Varð illur kurr í mönnum, sem von var, út af þessu og þeirri útgjaldabyrði, er þetta undi baka landssjóði, eins og nú er komið á daginn. En almenningi hefur hingað til verið öldungis ókunnugt um hin nánari atvik þessa máls eða aðgerðir stjórnarinnar. Og þess vegna verður birtur hér nokkur kafli úr athugasemdum stjórnarinnar við fjáraukalagafrumvarp það, er hún hefur nú lagt fyrir þingið, um aukafjárveitingu (25.000 kr.) til brúarinnar. Að vísu skýrir stjórnin ekki frá því, hver beri ábyrgðina á þessu stórkostlega glappaskoti, en óviðkunnanlegt viðrist, að landssjóður einn skuli verða fyrir öllu skakkafallinu fyrir rangar mælingar erlends verkfræðings og aðra miður góða ráðsmennsku brúarmála þetta áhrærandi.
Í athugasemdum stjórnarinnar segir svo:
“Eftir að stjórnarráðið með lögum 9. febr. 1900 hafði fengið heimild til þess að verja 45.000 kr. upphæð til brúar á Lagarfljóti og 3.000 kr. til ferju við fljótið, gerði það samning við félagið Smith, Mygind og Hüttermeirer um að láta af hendi í Kaupmannahöfn fullbúið efni í brú og ferju, báðar gerðar aðallega samkvæmt rannsóknum og áætlunum þeim, er Barth verkfræðingur hafði gert, og setja þær upp á brúar- og ferjustaðnum, gegn 30.865 kr. borgun alls fyrir brúna og 2.700 kr. fyrir ferjuna. Samtímis var samið við stórkaupmann Thor E. Tuliníus um að taka að sér flutning efnisins frá Kaupmannahöfn til brúarstæðisins og ferjustaðarins gegn borgun, er ekki færi fram úr 10.000 kr. Samkvæmt samningum þessum, er fylgja hér með í eftirriti, var efnið flutt til brúarstæðisins, svo að hægt var þegar í fyrra sumar, eins og til stóð, aðbyrja á að koma brúnni upp undir stjórn Sigurðar verkfræðings Thoroddsen, er stjórnin hafði skipað til að hafa umsjón með byggingu brúarinnar, og til þess að standa fyrir þeirri vinnu við brúargerðina (vegagerð við brúarstæðið), sem félagið er tók að sér brúarsmíðina, samkvæmt samningum átti eigi að annast.
En 8. júlí skrifaði Sigurður verkfræðingur Thoroddsen stjórnarráðinu og skýrði frá því að hann hafði látið hætta vinnunni við brúna 1. s.m. og látið vinnumenn félagsins fara heimleiðis, og bar að aðallega fyrir sig, að ásigkomulag botnsins og vantshæðin í Lagarfljóti hefðu reynst vera allt öðruvísi, en byggt var á í lýsingu og uppdráttum Barths verkfræðings, og að brúarefnið sem komið var, væri því ónógt, þar sem brúin yrð að vera hærri og lengri en Barth hafði ætlast til.
Eftir að hafa get nánari rannsóknir sendi Sigurður verkfræðingur Thoroddsen landshöfðingja síðan með bréfi dags. 30. ágúst s.á. áætlun yfir það, sem hann taldi þurfa að útvega og gera, til þess að brúin yrði sæmilega úr garði gerð; ætlast hann þar á, að kostnaðurinn við þetta verði 17.000 kr. fram yfir það fé, er þegar var veitt.
Í álitsskjali því, er hinn verkfróði ráðunautur stjórnaráðsins í þessu brúarmáli, forstjóri Windfeld-Hansen, síðan hefur skrifað um málið, lætur hann fyrst í ljósi mikinn efa á því, að nauðsyn hafi verið til að láta hætta vinnunni að brúnni, eins og gert hafi verið, og kemur síðan fram með tillögur um, hvað gera þurfti til þess að fullgera brúna, og vísar jafnframt að því er þessi tvö atriði snertir til bréfs frá hlutafélaginu Smith, Mygind og Hüttemeier, er hann lét fylgja álitsskjali sínu, og mun Alþingi gefinn kostur á að kynna sér bæði álitsskjalið ásamt bréfinu, er því fylgdi, og hin tvö framangreindu bréf frá Sigurði verkfræðingi Thoroddsen. Hann áætlar, að til þess að fullgera brúna og ferjuna með þeim breytingum á hinni upprunalegu gerð þeirra, sem nauðsynlegar eru eða að minnsta kosti æskilegur eftir nú fengnum upplýsingum, muni þurfa hér um bil 25.000 kr. auk þess sem áður er veitt, og byggir þetta álit bæði á framhaldstilboði frá fyrrgreindu hlutafélagi og útreikningum Sigurðar verkfræðings Thoroddsen. Það er gert ráð fyrir því í áætlun þessari, að sendur verði verkfræðingur til Íslands, til þess að hafa verkstjórnina á hendi við brúarstæðið í stað Sigurðar verkfræðings Thoroddsen. Bæði hefur félagið gert ráð fyrir þessu, þegar það sendi framhaldstilboð sitt, og þegar litið er til þess, að erfitt mun fyrir Sigurð verkfræðing Thoroddsen annarra anna vega, eins og átti sér stað í fyrra, að dvelja allan þann tíma við brúna, sem sá, er umsjón hefur, þarf að vera þar, og þó einkanlega til þess, er gert hefur hingað til í þessu máli, þykir stjórnarráðinu í alla staði rétt, að svo verði gert.
Eftir nú að stjórnarráðið hafði fengið upplýsingar um, að efni það, sem er geymt við brúarstæðið, ekki mundi rýrna að neinum mun, þótt látið yrði bíða í tvö ár að fullgera brúna, varð það að telja athugavert án samþykkis Alþingis að leggja út í svo mikinn aukakostnað, sem samkvæmt skoðun forstjóra Windfeld-Hansens þurfti til þess að fullgera mannvirki þetta svo vel væri, og það því fremur sem efasamt var, hvort hæft mundi að hafa efni það í brúna, sem með þurfti í viðbót við það, sem var við brúarstæðið, fullbúð og flutt þangað fyrir sumarbyrjun 1902.
Stjórnarráðið fékk því loforð félagsins fyrir því að tilboð þess um að fullgera mannvirki þetta skyldi standa, þótt vinnunni yrði fresta enn eitt ár, en þó með fyrirvara af þess hálfu, ef verð á efninu skyldi breytast að miklum mun á því tímabili.
Það virðist eftir málavöxtum að hafa verið ónauðsynlegt og mega telja miður farið, að verkfræðingur sá, er umsjón hafði, lét hætta vinnunni í fyrra sumar. En eins og komið er, virðist his vegar eigi vera annað að gera, en að fara að ráðum forstjóra Windfeld-Hansens og þeirri reynslu og upplýsingum um ásigkomulag botnsins og vatnshæð fljótsins er fengust í fyrra í byrjun brúarvinnunnar, og gera brúna bæði svo háa og lagna, að engin hætta geti verið fyrir hana. Það virðist ekki minnsta ástæða til þess að láta ekki sama félagið hafa vinnuna á hendi og í fyrra, enda er því eigi að neinu leyti um að kenna hvernig fór, og mundi líka eftir því sem komið er auðvitað vera bæði mjög torvelt og kostnaðarsamt að fá aðra til að gera það sem á vantar. Forstjóri Windfeld-Hansen telur framhaldstilboð félagsins sanngjarnt, og þar sem stjórnarráðinu hefur þótt rétt að fylgja tillögun hans að öllu leyti, er hér farið fram á, að veittar séu þær 25.000 kr., sem hann ætlast á, að þurfi muni í viðbót.