1902

Ísafold, 9. ágúst, 1902, 29. árg., 50. tbl., bls. 199:

Sakamálskæra
á hendur sýslumanni.
Kæra hefur verið send amtmanni fyrir nokkrum vikum frá Dalamönnum á hendur yfirvaldi þeirra og alþingismanni, B.B. frá Sauðfelli, fyrir að hann hafi gert sig sekan í röngum reikningum fyrir brúargerðinni á Laxá, er hann stóð fyrir. Er þar tekið fram sérstaklega eitt atriði, er alveg sé víst um, að hann hefur reiknað sér 2-3 kr. meira fyrir hverja tunnu af sementi, er í brúarstöplana fór og keypt hafði verið í Búðardal, 50-60 tunnur, heldur en þær höfðu kostað hann. Hann hafði fengið tunnuna á 11 kr., þar heimflutta í Búðardal, en reiknað hana á 13 kr. í reikningi til sýslunefndar (nú hjá amtmanni) og á 14 krónur í skilagrein þeirri, er hann sendi landshöfðingja fyrir greiðslu fyrirheitins landssjóðsstyrks. En flutningskostnaður frá Búðardal upp að brúarstæðinu, nokkur hundruð faðma, kvað falinn vera í öðrum reikningi, sem sé vinnunni við stólpahleðsluna, svo að ekki gat framfærslan stafað af því.
Auk þess segir svo í kærunni, - sem er undirskrifuð af héraðsprófasti síra Kjartani Helgasyni í Hvammi, en meirihluti sýslunefndar stendur á bak við, að skilríkra manna sögn, - að megn grunur sé um, að brúarreikningarnir séu allir meira og minna rangir, og er beðið um að allt sé rannsakað.
En ekki er ennþá farið að bóla á neinum ráðstöfunum til slíkrar rannsóknar, nema hvað amtmaður á að hafa spurt sýslumann sjálfan bréflega, hvort kæra þessi sé á rökum byggð, og fengið það ekki mjög óeðlilega svar, að svo væri ekki, - ekki óeðlilegt, hvort sem hann er saklaus eða ekki saklaus; og fylgir það sögunni, að þar muni við eiga að lenda. En síst skyldi trúnað á slíkt að leggja að svo stöddu. Enda liggur í augum uppi, að sýslumanni sjálfum hlýtur að vera ekki minna áhugamál, að rækileg rannsókn og óhlutdræg fari fram, sér til hreinsunar, ekki síður en kærendunum, sem almenningur fæst aldrei til að trúa að fari með fleipur, fyrr en gagngerð rannsókn sannar, að svo sé.


Ísafold, 9. ágúst, 1902, 29. árg., 50. tbl., bls. 199:

Sakamálskæra
á hendur sýslumanni.
Kæra hefur verið send amtmanni fyrir nokkrum vikum frá Dalamönnum á hendur yfirvaldi þeirra og alþingismanni, B.B. frá Sauðfelli, fyrir að hann hafi gert sig sekan í röngum reikningum fyrir brúargerðinni á Laxá, er hann stóð fyrir. Er þar tekið fram sérstaklega eitt atriði, er alveg sé víst um, að hann hefur reiknað sér 2-3 kr. meira fyrir hverja tunnu af sementi, er í brúarstöplana fór og keypt hafði verið í Búðardal, 50-60 tunnur, heldur en þær höfðu kostað hann. Hann hafði fengið tunnuna á 11 kr., þar heimflutta í Búðardal, en reiknað hana á 13 kr. í reikningi til sýslunefndar (nú hjá amtmanni) og á 14 krónur í skilagrein þeirri, er hann sendi landshöfðingja fyrir greiðslu fyrirheitins landssjóðsstyrks. En flutningskostnaður frá Búðardal upp að brúarstæðinu, nokkur hundruð faðma, kvað falinn vera í öðrum reikningi, sem sé vinnunni við stólpahleðsluna, svo að ekki gat framfærslan stafað af því.
Auk þess segir svo í kærunni, - sem er undirskrifuð af héraðsprófasti síra Kjartani Helgasyni í Hvammi, en meirihluti sýslunefndar stendur á bak við, að skilríkra manna sögn, - að megn grunur sé um, að brúarreikningarnir séu allir meira og minna rangir, og er beðið um að allt sé rannsakað.
En ekki er ennþá farið að bóla á neinum ráðstöfunum til slíkrar rannsóknar, nema hvað amtmaður á að hafa spurt sýslumann sjálfan bréflega, hvort kæra þessi sé á rökum byggð, og fengið það ekki mjög óeðlilega svar, að svo væri ekki, - ekki óeðlilegt, hvort sem hann er saklaus eða ekki saklaus; og fylgir það sögunni, að þar muni við eiga að lenda. En síst skyldi trúnað á slíkt að leggja að svo stöddu. Enda liggur í augum uppi, að sýslumanni sjálfum hlýtur að vera ekki minna áhugamál, að rækileg rannsókn og óhlutdræg fari fram, sér til hreinsunar, ekki síður en kærendunum, sem almenningur fæst aldrei til að trúa að fari með fleipur, fyrr en gagngerð rannsókn sannar, að svo sé.