1902

Þjóðólfur, 22. ágúst, 1902, 54. árg., 34. tbl., bls. 135:

Lagarfljótsbrúin
Sigurður Thoroddsen verkfræðingur kom rakleiðis norðan úr landi nú fyrir skömmu, og fór aftur að fáeinum dögum liðnum. Hafði hann fengið pata af því, að eitthvað væri að honum sneytt í athugasemdum við fjáraukalagafrumvarp stjórnarinnar, út af því, að hann lét hætta vinnunni við Lagarfljótsbrúna í fyrra sumar. Þá er hann kom suður, ritaði hann fjáraukalaganefndinni í efri deild langt og ítarlegt bréf, þar sem hann gerir grein fyrir gerðum sínum, og ber af sér ákúrur stjórnarinnar, Windfeld-Hansens forstjóra og verksmiðjunnar dönsku, er hafði tekið að sér brúarsmíðina. Í bréfi þessu, sem prentað er sem fylgiskjal við áliti fjáraukalaganefndarinnar segir hr. Thoroddsen meðal annars:
“Aðalorsökin liggur í því, að Barth hefur ekki rannsakað botninn nægilega eða ekki gert ráðstafanir til þess, að hann yrði nægilega rannsakaður (með prófniðurrekstri) áður en byrjað var á brúarsmíðinu; þar af leiðandi kom í ljós, þegar botninn reyndist svo blautur, að staurarnir urðu of stuttir, efni var ekki nær því nægilegt til þess að fullgera stauraniðurreksturinn, nema ef til vill á 3-4 staurum, því að nær því allri staurarnir urðu að vera þannig úr garði gerðir, að hver og einn þurfti að vera samskeyttur úr 2 minni staurum með galvaníseruðum járnplötum og boltum, sem voru ekki til. Þetta var aðalástæðan til þess að hætta var við verkið, og á þessu átti verksmiðjan enga sök; en verksmiðjan var samt sem áður ekki alveg saklaus og hrein; hún hafði ekki haft fyrirhyggju til þess að afla grjóts til landstöplanna, sem hún átti að gera eftir samningum; hún hafði ekki sent nógu duglega menn, sem gætu eða treystu sér til að reka niður 24 álna staurana með þeim áhöldum, sem þeir voru útbúnir með, og verkamenn verksmiðjunnar höfðu jafnvel látið skera 4 af þessum staurum þvert yfir. – Þess vegna hafði verksmiðjan ekki getað lokið við verkið árið 1901 eins og áskilið var, þótt ekkert hefði verið í veginum með botninn. Þess vegna álít ég, að verksmiðjan eigi enga heimtingu á borgun fyrir ferðakostnað verkamanna og vinnutap þeirra”.


Þjóðólfur, 22. ágúst, 1902, 54. árg., 34. tbl., bls. 135:

Lagarfljótsbrúin
Sigurður Thoroddsen verkfræðingur kom rakleiðis norðan úr landi nú fyrir skömmu, og fór aftur að fáeinum dögum liðnum. Hafði hann fengið pata af því, að eitthvað væri að honum sneytt í athugasemdum við fjáraukalagafrumvarp stjórnarinnar, út af því, að hann lét hætta vinnunni við Lagarfljótsbrúna í fyrra sumar. Þá er hann kom suður, ritaði hann fjáraukalaganefndinni í efri deild langt og ítarlegt bréf, þar sem hann gerir grein fyrir gerðum sínum, og ber af sér ákúrur stjórnarinnar, Windfeld-Hansens forstjóra og verksmiðjunnar dönsku, er hafði tekið að sér brúarsmíðina. Í bréfi þessu, sem prentað er sem fylgiskjal við áliti fjáraukalaganefndarinnar segir hr. Thoroddsen meðal annars:
“Aðalorsökin liggur í því, að Barth hefur ekki rannsakað botninn nægilega eða ekki gert ráðstafanir til þess, að hann yrði nægilega rannsakaður (með prófniðurrekstri) áður en byrjað var á brúarsmíðinu; þar af leiðandi kom í ljós, þegar botninn reyndist svo blautur, að staurarnir urðu of stuttir, efni var ekki nær því nægilegt til þess að fullgera stauraniðurreksturinn, nema ef til vill á 3-4 staurum, því að nær því allri staurarnir urðu að vera þannig úr garði gerðir, að hver og einn þurfti að vera samskeyttur úr 2 minni staurum með galvaníseruðum járnplötum og boltum, sem voru ekki til. Þetta var aðalástæðan til þess að hætta var við verkið, og á þessu átti verksmiðjan enga sök; en verksmiðjan var samt sem áður ekki alveg saklaus og hrein; hún hafði ekki haft fyrirhyggju til þess að afla grjóts til landstöplanna, sem hún átti að gera eftir samningum; hún hafði ekki sent nógu duglega menn, sem gætu eða treystu sér til að reka niður 24 álna staurana með þeim áhöldum, sem þeir voru útbúnir með, og verkamenn verksmiðjunnar höfðu jafnvel látið skera 4 af þessum staurum þvert yfir. – Þess vegna hafði verksmiðjan ekki getað lokið við verkið árið 1901 eins og áskilið var, þótt ekkert hefði verið í veginum með botninn. Þess vegna álít ég, að verksmiðjan eigi enga heimtingu á borgun fyrir ferðakostnað verkamanna og vinnutap þeirra”.