1901

Austri, 19. janúar, 1901, 11. árg., 2. tbl., bls. 6:

Úr Eyjafirði 18. des. 1900.

Eyfirðingar hafa nú fengið akbrautina alla leið frá Akureyri inn að Stokkahlöðum, enda munu nú gengin til hennar fullar 26 þúsundir króna, og er þó vegurinn ekki langur, en góður er hann yfirferðar og regluleg sveitarprýði. – Hörgárbrúin varð ekki fullgerð í haust, eins og ætlast var til sökum sífellds vaxtar í Hörgá, er orsakaðist af stöðugum rigningum suður á fjöllum. En nú er brúin komin svo langt á leið, að búist er við að hún fullgerð í júní næsta sumar. Mun margur verða brúnni feginn. því oft er Hörgá ill yfirferðar og hættuleg og hefur oft orðið mönnum og skepnum að bana.


Austri, 19. janúar, 1901, 11. árg., 2. tbl., bls. 6:

Úr Eyjafirði 18. des. 1900.

Eyfirðingar hafa nú fengið akbrautina alla leið frá Akureyri inn að Stokkahlöðum, enda munu nú gengin til hennar fullar 26 þúsundir króna, og er þó vegurinn ekki langur, en góður er hann yfirferðar og regluleg sveitarprýði. – Hörgárbrúin varð ekki fullgerð í haust, eins og ætlast var til sökum sífellds vaxtar í Hörgá, er orsakaðist af stöðugum rigningum suður á fjöllum. En nú er brúin komin svo langt á leið, að búist er við að hún fullgerð í júní næsta sumar. Mun margur verða brúnni feginn. því oft er Hörgá ill yfirferðar og hættuleg og hefur oft orðið mönnum og skepnum að bana.