1901

Austri, 23. febrúar 1901, 11. árg., 7 tbl., bls. 20:

Til Bjarka-Harðar.
9. tölublað Bjarka, þ.á. flytur greinarstúf með fyrirsögninni: “Sjávargata Fljótsdalshéraðs” eftir höfund þann, er “Hörður” nefnist.
Bjarka-“Hörður” þessi þvær hendur sínar ekki sjaldnar en tvisvar, fyrir þá sök að hann skrifi af sannfæringu. Eins og að þeir er áður hafa skrifað um mál þetta, hafi ekki skrifað af sannfæringu, og svo að honum skuli þykja þörf að skyra frá þessu um sjálfan sig; að láta sér detta í hug, að bera þetta á borð fyrir lesendurnar, láta ekki ástæður þær, er hann hefur að færa fyrir málinu nægja! Þó er þessi sannfæring ekki svo djörf, að hún þori að birta hið sanna heiti íbúðar sinnar.
Mál þetta – akbraut til Héraðs – er svo umfangsmikið, að það gengur fífldirfsku næst, að ætla sér að leiða saman tvo andstæða flokka, til einnar og sömu skoðunar, með örstuttri grein, sem þá er svo blá á görnum af ástæðum, sem þessi er, eða kringilegum ástæðum eins og t.d. þeirri; “þess hærra sem brautin liggur eða meira áveðurs, því síður skeflir á hana.” Hvað á höf. hér við? Hærra yfir sjávarflöt, eða þræða hæstu hryggi og hlaða jafnt við dældir?
Bjarka-“Herði” þessum hefur máske aldrei veist það að sjá, að oft er það, að snjór fellur á fjöll, en á sama tíma rignir í byggð. Hæðarmunur á Fjarðarheiði og Fagradal er svo fjarska mikill, að það er mjög oft, að á heiðinni fellur snjór, þá regn fellur á sama tíma í dalnum. Og þá mætti fræða hann um það, að góður þeyr getur verið í dalnum, þá lítið eða ekkert þiðnar á heiðinni, sem stafar af hæðarmuninum yfir sjávarflöt. Enda hefur dalurinn í vetur verið sjólaus, en á Fjarðarheiði eru flestar vörðunar í kafi af snjó.
Vegfróður þykir mér Bjarka-“Hörður” vera að honum skuli kunnugt, að ódýrri verði braut til Seyðisfjarðar en Reyðarfjarðar. Það er þá eftir hans þekkingu, auðveldara að leggja veg þar sem yfir hvert hamrabeltið er að fara eftir annað, en um mjög mishæða lítið land, þar sem efni vegarins er allsstaðar við hendina.
Þá reiknast höf. að 1912 verði akbraut um Fagradal fullgerð, en því reiknar hann ekki eftir sömu reglu hvenær hún yrði fullgerð á Fjarðarheiði? Villti það ekki nógu mikið?
Ókunnugt er mér um það, að Norðmýlingar flestir vilji akbraut um Fjarðarheiði. Það er víst flestum kunnugt er til þekkja, að það er einungis kappsmál Seyðisfjarðarborgar. Héraðsmenn láta sig skipta hverja leið akbrautin liggur. Þeir ætla það vegfræðinganna, að segja hvar hún skuli lögð. Ég óttast ekkert í þessu máli, annað en það, að ófyrirleitnum og óhlutvöndum mönnum takast að hafa áhrif á vegfræðinganna til hins verra. Þessar blaðagreinar meira til að villa, en færa til sanns vegar, og það frá jafn nærsýnum náunga sem þessum Bjarka-“Herði”, er auðsjáanlega gengur út frá því, að Héraðsmenn venji eins komur sínar til sjávarins, eftir það að akbraut er lögð til Héraðs, sem hingað til. Það getur hann verið viss um að ekki verður, því þó ekki væri nema það, þá er ódýrara fyrir fáa en marga, að annast um flutning til Héraðs og mætti eins og er, og myndi verða, innan fárra ára, ef akbraut kæmi ekki.
Jafnskjótt og akbraut er lögð myndast kauptún við Lagarfljótsbrúna og þangað sækja flestir Hérðasbúar nauðsynjar sínar, svo þeir mundu fara á mis við þá miklu menningu, er þeir hefðu af að kynnast Seyðisfjarðarborgarbúum, sem höf. telur svo þýðingarmikla.
Loks vil ég benda Bjarka-“Herði” á það, að í máli þessu þarf ekki svo mjög að byggja á þeim grundvelli, að einhverjir verði að líða, nei, því fer fjarri. Allar hinar framsýnni, er til þess máls þekkja, hafa þá trú, að Fljótsdalshérað, Reyðarfjörður og Seyðisfjörður blómgist hver á sinn hátt, sé þeirra framsókn ekki heft af andlegum brekkusniglum; og af því Bjarka-“Hörð” hefur víst ekki einu sinni órað fyrir þeirri blómgun Seyðisfjarðar, sem mörgum hinum framsýnni dylst ekki, þá er ekki úr vegi að geta þess við hann, að Seyðisfjörður er þannig af guði gerður, að hann á, á sinni hátt, end fegursta framtíð, af þessum þrem byggðarlögum, en hans lán býr í honum sjálfum.
Um fleira vil ég ekki fræða, þennan Bjarka-“Hörð”, og mun heldur ekki mæla til hans síðar og geld honum líku líkt hvað nafn mitt snertir.
Ritað á Heitdag Eyfirðinga 1901.
Fjallabúi.


Austri, 23. febrúar 1901, 11. árg., 7 tbl., bls. 20:

Til Bjarka-Harðar.
9. tölublað Bjarka, þ.á. flytur greinarstúf með fyrirsögninni: “Sjávargata Fljótsdalshéraðs” eftir höfund þann, er “Hörður” nefnist.
Bjarka-“Hörður” þessi þvær hendur sínar ekki sjaldnar en tvisvar, fyrir þá sök að hann skrifi af sannfæringu. Eins og að þeir er áður hafa skrifað um mál þetta, hafi ekki skrifað af sannfæringu, og svo að honum skuli þykja þörf að skyra frá þessu um sjálfan sig; að láta sér detta í hug, að bera þetta á borð fyrir lesendurnar, láta ekki ástæður þær, er hann hefur að færa fyrir málinu nægja! Þó er þessi sannfæring ekki svo djörf, að hún þori að birta hið sanna heiti íbúðar sinnar.
Mál þetta – akbraut til Héraðs – er svo umfangsmikið, að það gengur fífldirfsku næst, að ætla sér að leiða saman tvo andstæða flokka, til einnar og sömu skoðunar, með örstuttri grein, sem þá er svo blá á görnum af ástæðum, sem þessi er, eða kringilegum ástæðum eins og t.d. þeirri; “þess hærra sem brautin liggur eða meira áveðurs, því síður skeflir á hana.” Hvað á höf. hér við? Hærra yfir sjávarflöt, eða þræða hæstu hryggi og hlaða jafnt við dældir?
Bjarka-“Herði” þessum hefur máske aldrei veist það að sjá, að oft er það, að snjór fellur á fjöll, en á sama tíma rignir í byggð. Hæðarmunur á Fjarðarheiði og Fagradal er svo fjarska mikill, að það er mjög oft, að á heiðinni fellur snjór, þá regn fellur á sama tíma í dalnum. Og þá mætti fræða hann um það, að góður þeyr getur verið í dalnum, þá lítið eða ekkert þiðnar á heiðinni, sem stafar af hæðarmuninum yfir sjávarflöt. Enda hefur dalurinn í vetur verið sjólaus, en á Fjarðarheiði eru flestar vörðunar í kafi af snjó.
Vegfróður þykir mér Bjarka-“Hörður” vera að honum skuli kunnugt, að ódýrri verði braut til Seyðisfjarðar en Reyðarfjarðar. Það er þá eftir hans þekkingu, auðveldara að leggja veg þar sem yfir hvert hamrabeltið er að fara eftir annað, en um mjög mishæða lítið land, þar sem efni vegarins er allsstaðar við hendina.
Þá reiknast höf. að 1912 verði akbraut um Fagradal fullgerð, en því reiknar hann ekki eftir sömu reglu hvenær hún yrði fullgerð á Fjarðarheiði? Villti það ekki nógu mikið?
Ókunnugt er mér um það, að Norðmýlingar flestir vilji akbraut um Fjarðarheiði. Það er víst flestum kunnugt er til þekkja, að það er einungis kappsmál Seyðisfjarðarborgar. Héraðsmenn láta sig skipta hverja leið akbrautin liggur. Þeir ætla það vegfræðinganna, að segja hvar hún skuli lögð. Ég óttast ekkert í þessu máli, annað en það, að ófyrirleitnum og óhlutvöndum mönnum takast að hafa áhrif á vegfræðinganna til hins verra. Þessar blaðagreinar meira til að villa, en færa til sanns vegar, og það frá jafn nærsýnum náunga sem þessum Bjarka-“Herði”, er auðsjáanlega gengur út frá því, að Héraðsmenn venji eins komur sínar til sjávarins, eftir það að akbraut er lögð til Héraðs, sem hingað til. Það getur hann verið viss um að ekki verður, því þó ekki væri nema það, þá er ódýrara fyrir fáa en marga, að annast um flutning til Héraðs og mætti eins og er, og myndi verða, innan fárra ára, ef akbraut kæmi ekki.
Jafnskjótt og akbraut er lögð myndast kauptún við Lagarfljótsbrúna og þangað sækja flestir Hérðasbúar nauðsynjar sínar, svo þeir mundu fara á mis við þá miklu menningu, er þeir hefðu af að kynnast Seyðisfjarðarborgarbúum, sem höf. telur svo þýðingarmikla.
Loks vil ég benda Bjarka-“Herði” á það, að í máli þessu þarf ekki svo mjög að byggja á þeim grundvelli, að einhverjir verði að líða, nei, því fer fjarri. Allar hinar framsýnni, er til þess máls þekkja, hafa þá trú, að Fljótsdalshérað, Reyðarfjörður og Seyðisfjörður blómgist hver á sinn hátt, sé þeirra framsókn ekki heft af andlegum brekkusniglum; og af því Bjarka-“Hörð” hefur víst ekki einu sinni órað fyrir þeirri blómgun Seyðisfjarðar, sem mörgum hinum framsýnni dylst ekki, þá er ekki úr vegi að geta þess við hann, að Seyðisfjörður er þannig af guði gerður, að hann á, á sinni hátt, end fegursta framtíð, af þessum þrem byggðarlögum, en hans lán býr í honum sjálfum.
Um fleira vil ég ekki fræða, þennan Bjarka-“Hörð”, og mun heldur ekki mæla til hans síðar og geld honum líku líkt hvað nafn mitt snertir.
Ritað á Heitdag Eyfirðinga 1901.
Fjallabúi.