1901

Ísafold, 27. apríl, 1901, 28. árg., 25. tbl., bls. 98:

Suðurmúlasýslu, 2. apríl.
Nú er lokið flutningnum á Lagarfljótsbrúarefninu upp að Egilsstöðum. það var konsúll C.D. Tuliníus á Eskifirði, sem tók það að sér í fyrra, í von um, að geta ekið því á hjarni eftir Fagradal. En svo gerði veturinn honum þann grikk, að pretta hann um hjarnið. Eigi að síður hefur karl haft það af, sem hann tók að sér, og er satt að segja meira en lítið þrekvirki. – Meðal annars 50 járnbitar 15 álnir á lengd og 1500 pd. að þyngd og mörg stórtré, sum 24 álnir. Þetta hefur allt orðið að draga á auðn og á vegaleysu að miklu leyti. En brekka engin eða sama sem engin. Það er kosturinn á Fagradal. – Engin tiltök hefðu verið að koma þessum báknum yfir heiðarnar. Þar var samt hjarn í vetur, þrátt fyrir veðurblíðuna alla. Og engum skynbærum manni, sem þekkir Héraðsflóa, hefði dottið í hug, að koma því á land þar, fyrir opnu hafi, nema ef til vill á afar löngum tíma, ef þar sé svo ládautt, að koma hefði mátt járnunum frá skipi á flota, og svo hefði engu mátt muna við lendinguna; jafnvel við Reyðarfjarðarbotn í blíðalogni var það mjög erfitt.


Ísafold, 27. apríl, 1901, 28. árg., 25. tbl., bls. 98:

Suðurmúlasýslu, 2. apríl.
Nú er lokið flutningnum á Lagarfljótsbrúarefninu upp að Egilsstöðum. það var konsúll C.D. Tuliníus á Eskifirði, sem tók það að sér í fyrra, í von um, að geta ekið því á hjarni eftir Fagradal. En svo gerði veturinn honum þann grikk, að pretta hann um hjarnið. Eigi að síður hefur karl haft það af, sem hann tók að sér, og er satt að segja meira en lítið þrekvirki. – Meðal annars 50 járnbitar 15 álnir á lengd og 1500 pd. að þyngd og mörg stórtré, sum 24 álnir. Þetta hefur allt orðið að draga á auðn og á vegaleysu að miklu leyti. En brekka engin eða sama sem engin. Það er kosturinn á Fagradal. – Engin tiltök hefðu verið að koma þessum báknum yfir heiðarnar. Þar var samt hjarn í vetur, þrátt fyrir veðurblíðuna alla. Og engum skynbærum manni, sem þekkir Héraðsflóa, hefði dottið í hug, að koma því á land þar, fyrir opnu hafi, nema ef til vill á afar löngum tíma, ef þar sé svo ládautt, að koma hefði mátt járnunum frá skipi á flota, og svo hefði engu mátt muna við lendinguna; jafnvel við Reyðarfjarðarbotn í blíðalogni var það mjög erfitt.