1901

Þjóðólfur, 4. júní, 1901, 53. árg., 27. tbl., bls. 107:

Vegurinn með Ingólfsfjalli.
Vegurinn frá Kögunarhól austur með Ingólfsfjalli og niður að Ölfusárbrú, hefur verið lagður á afar óþægilegum stað; fyrst með byrjun hefur hann haft óþarfa kostnað í för með sér, sem leiðir af því, að á honum er stór bugða, sem alls ekki þurfti að vera, ef hann hefði legið neðar; svo kemur hinn óbeini kostnaður: þegar hlána tekur úr fjallinu á vorin, koma skriður og vatnsflóð ofan úr því, sem vinnur veginum meira og minna tjóni á hverju ári, svo í hann falla stór skörð og ofaníburður ést úr, enda hefur þurft að ryðja hann á þessu svæði endilöngu á hverju vori og oft að endurbæta á annan hátt á því stóra kafla, svo þetta hér að framan talið hefur æði mikinn kostnað í för með sér, sem getur með tímanum dregið út drjúga peninga, ef ekki er aðgert hið bráðasta.
Því er nú bráðnauðsynlegt að breyta vegastefnu þessari; afleggja þennan gamla veg með fjallinu, en taka upp annan nýjan spölkorn neðar, nefnilega beina línu úr hinu svokallaða Fossnesi, hér skammt fyrir utan brúna, sunnanhallt við Laugahólana, norðantil við Þórustaði, og í efri endann á Kögunarhól, þar ætti hann svo að koma á gamla veginn aftur.
Þessi stefna er miklu styttri, munar að lengdinni til allt að þriðjungi; vegurinn á þessu svæði stæði miklu betur; þó halli yrði töluverður á aðra hlið hans, þá ættu rennur að vera þess þéttari; ofaníburður held ég sé á þessu svæði góður. Sérstaklega þyrfti eina brú á þessu svæði, sem brú gæti kallast, það er á gilið fyrir ofan og austan Árbæ, það getur orðið nokkuð mikið stundum á veturna.
Mörgum, sem eftir veginum hafa farið út með fjallinu, hefur þótt það æði kynlegt, að hann skyldi ekki við byrjun vera lagður þessa síðargreindu stefnu; hafa sumir í því efni kennt því um, að það hafi verið ábúendunum á Árbæ að kenna, en ef svo hefur verið, þá lýsir það miður viðkunnanlegum hugsunarhætti, en slík sérplægni held ég stæði ekki í veginum nú. – Eftir því sem ég hef lauslega frétt, var máli þessu hreyft á þingmálafundinum að Selfossi 14. þ.m. (eða einum af þessum þremur, því mikils þótti Árnesingum við þurfa). Þar var ég ekki, sökum þess, að ég var á ferð, eins og margir aðrir góðir menn (en sýslunefndin í samráði við annan þingmanninn hagaði því svo viturlega að halda fundina um þann óheppilegasta tíma, sem orðið gat). Samt hef ég heyrt, að fundurinn hafi skorað á þingið að fá veg sem fyrst yfir þetta svæði, og vonumst vér til svo góðs af 1. þingmanni okkar og öðrum skynsömum þingmönnum, að þeir taki þetta mál til alvarlegrar íhugunar á næsta þingi, því það er áhugamál margra ferðamanna og betri manna hér í Árnessýslu, og það ætti að vera áhugamál þjóðarfulltrúanna fyrir landsjóðs hönd, því ef sama kákið helst áfram við þennan gamla veg, og ekki fenginn nýr í hans stað, þá verður landssjóður að blæða marga peninga fyrir einn.
Ritað 15. maí 1901.
Ölfusingur.


Þjóðólfur, 4. júní, 1901, 53. árg., 27. tbl., bls. 107:

Vegurinn með Ingólfsfjalli.
Vegurinn frá Kögunarhól austur með Ingólfsfjalli og niður að Ölfusárbrú, hefur verið lagður á afar óþægilegum stað; fyrst með byrjun hefur hann haft óþarfa kostnað í för með sér, sem leiðir af því, að á honum er stór bugða, sem alls ekki þurfti að vera, ef hann hefði legið neðar; svo kemur hinn óbeini kostnaður: þegar hlána tekur úr fjallinu á vorin, koma skriður og vatnsflóð ofan úr því, sem vinnur veginum meira og minna tjóni á hverju ári, svo í hann falla stór skörð og ofaníburður ést úr, enda hefur þurft að ryðja hann á þessu svæði endilöngu á hverju vori og oft að endurbæta á annan hátt á því stóra kafla, svo þetta hér að framan talið hefur æði mikinn kostnað í för með sér, sem getur með tímanum dregið út drjúga peninga, ef ekki er aðgert hið bráðasta.
Því er nú bráðnauðsynlegt að breyta vegastefnu þessari; afleggja þennan gamla veg með fjallinu, en taka upp annan nýjan spölkorn neðar, nefnilega beina línu úr hinu svokallaða Fossnesi, hér skammt fyrir utan brúna, sunnanhallt við Laugahólana, norðantil við Þórustaði, og í efri endann á Kögunarhól, þar ætti hann svo að koma á gamla veginn aftur.
Þessi stefna er miklu styttri, munar að lengdinni til allt að þriðjungi; vegurinn á þessu svæði stæði miklu betur; þó halli yrði töluverður á aðra hlið hans, þá ættu rennur að vera þess þéttari; ofaníburður held ég sé á þessu svæði góður. Sérstaklega þyrfti eina brú á þessu svæði, sem brú gæti kallast, það er á gilið fyrir ofan og austan Árbæ, það getur orðið nokkuð mikið stundum á veturna.
Mörgum, sem eftir veginum hafa farið út með fjallinu, hefur þótt það æði kynlegt, að hann skyldi ekki við byrjun vera lagður þessa síðargreindu stefnu; hafa sumir í því efni kennt því um, að það hafi verið ábúendunum á Árbæ að kenna, en ef svo hefur verið, þá lýsir það miður viðkunnanlegum hugsunarhætti, en slík sérplægni held ég stæði ekki í veginum nú. – Eftir því sem ég hef lauslega frétt, var máli þessu hreyft á þingmálafundinum að Selfossi 14. þ.m. (eða einum af þessum þremur, því mikils þótti Árnesingum við þurfa). Þar var ég ekki, sökum þess, að ég var á ferð, eins og margir aðrir góðir menn (en sýslunefndin í samráði við annan þingmanninn hagaði því svo viturlega að halda fundina um þann óheppilegasta tíma, sem orðið gat). Samt hef ég heyrt, að fundurinn hafi skorað á þingið að fá veg sem fyrst yfir þetta svæði, og vonumst vér til svo góðs af 1. þingmanni okkar og öðrum skynsömum þingmönnum, að þeir taki þetta mál til alvarlegrar íhugunar á næsta þingi, því það er áhugamál margra ferðamanna og betri manna hér í Árnessýslu, og það ætti að vera áhugamál þjóðarfulltrúanna fyrir landsjóðs hönd, því ef sama kákið helst áfram við þennan gamla veg, og ekki fenginn nýr í hans stað, þá verður landssjóður að blæða marga peninga fyrir einn.
Ritað 15. maí 1901.
Ölfusingur.