1901

Þjóðólfur, 7. júní 1901, 53. árg., 28. tbl., bls. 110:

Draugakofinn gamli á Norðurvöllum til forna
og Sæluhúsið á Kolviðarhóli nú
I.
Því verður með engu móti neitað, að óviðjafnanlegur mundur er á því að vera á ferð nú austan yfir Hellisheiði, eða fyrir og um 1830. Í þá daga þóttist ekki fært að fara suður yfir “heiði” á vetrum, nema mestu ferðagörpum; fóru þeir þá helst lausagangandi, eða riðu 2-3 saman, völdu mjög færð og veður, og helst að vel stæði á með tunglsbirtu. Helstu ferðamenn í þá daga eða nokkru síðar voru Sigurður Hinriksson á Hjalla í Ölfusi, og úr Flóa eða austan yfir Ölfusá, Þorsteinn bóndi Jónsson á Björk, síðar á Moshól; fór hann þá aðallega með 1-2 hesta í taumi fyrir Thorgrímsen heitinn kaupmann á Eyrarbakka. Nokkru áður var það Jón Símonarson bóni í Óseyrarnesi, sem mikið orð hafði á sér fyrir suðurferðir á vetrum, enda var hann hraustmenni hið mesta, en samt sem áður er í frásögum fært, að hann hafði legið úti samtals 11 nætur sína í hvert skipti; í 3 nætur lá hann úti með Nikulási bónda í Stokkseyrarseli – bar þá Jón 8 fjórðunga, en Nikulás 5. Þessar nætur héldu þeir í grjótkofanum á fjallinu. – Ferðir þessar fór hann fyrir Lambertsen kaupmann á Eyrarbakka. Þegar þetta var, var ekkert skýli fyrir ferðamenn á leiðinni milli Vorsabæjar í Ölfusi og Helliskots (nú Elliðakot) í Mosfellssveit. Eins og geta má nærri, var jafnlöng leið á fjallvegi eða um 35 km afarhættuleg, ef ill veður kom upp á . Vitanlega voru vörðunar á Hellisheiði til vegavísis yfir hana, en þegar niður fyrir hana kom gránaði gamanið, því þá var það Húsmúlinn, sem farið var með, og þaðan stefnt á Lyklafell – en á milli múlans og fellsins er langur vegur og misjafn.
Brátt fór það að koma í ljós, að óhjákvæmilegt var að byggja eitthvað skýli milli byggða sem hægt væri að leita sér hælis í, ef út af bæri með veður o.fl. Því var það fyrir dugnað Gísla Eyjólfssonar bónda á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, að ráðist var í að byggja dálítinn húskofa við tjörn eina á Norðurvöllunum; eru rústir þær undan Húsmúlatánni; þarna þótti vel til haga komið, og svo var þarna vatn nærri, enda kofinn á miðri leið hér um bil. Við kofa þennan, þótt lítilfjörlegur þætti, lágu ferðamenn á haustum, eða þegar þeir urðu naumt fyrir á vetrum. Legurúmið í kofa þessum var upphækkaður moldarbálkur í öðrum enda, tyrfður þó, – í hinum endanum gátu 3-4 hestar staðið inni.
Ekki verður þess dulist, að þjóðtrú manna á þeim tímum var svo háttað, að í meira lagi þótti bera á reimleikum í kofa þessum, og það jafnvel þó fleiri væru saman; svo mjög bar á því upp á síðkastið, að enginn eirði, eða að minnsta kosti fáir, sem lögðu út í að sofa þar af; þetta spillti mjög fyrir, að kofinn kæmi að tilætluðum notum, sem mikil voru þó.
Nálægt 1842 var það aðallega séra Jón Matthíasson í Arnarbæli og bændurnir Sæmundur Steindórsson í Auðsholti í Ölfusi og Jón bóndi Jónsson á Elliðavatni, sem gengust fyrir, að skýli fyrir ferðamenn yrði reist á Kolviðarhóli, er þótt fyrir marga hluta sakir hentugt húsnæði. Undir byggingu hins fyrsta sæluhúss þar flýtti það mjög fyrir, að nokkru áður urðu úti vestan við heiðina 2 menn austan úr Hvolssókn í Rangárvallasýslu; fóru þeir suður um vetur og var annar þeirra að fá sér giftingarleyfi; – út af fráfalli þeirra höfðu spunnist ýmsar umræður.
Hið nýja sæluhús var byggt úr timbri að mestu, efri hluti veggja úr timbri og sömuleiðis þak; loft var í húsinu og lítill 4 rúðu gluggi á framstafni, innar við gluggann var stór rúmstæði með meldýnu í. Flet þetta rúmaði 4-6 menn; 1 borð lítið var þar og gangur upp á loftið var í innri enda og hleri yfir stigagati. – Fremur lagðist sá orðrómur á, að ekki yrði öllum svefnsamt þar um nætur, og mun sú trú hafa fylgt húsi þessu svo lengi sem það stóð þar; eru til ýmsar sagnir um það. Húsið var 5 álna breitt, 9 á lengd og 3 álnir undir loft. Helst voru það Ölfusingar, sem efni lögðu til hússins, enda nokkrir menn syðra. Því fylgdi mjög stór meldýna, sem ætluð var yfir botninn í rúmfletinu, 2 skóflur og 1 fata og vandlega hafði verið frá öllu gengið. Brátt kom í ljós, þó skýli þetta væri hið mesta ferðabót, og oft hreinasta lífakker manna og hesta, að þrælsnátttúra misviturra þorpara og óknyttaseggja lét skýli þetta ekki vera í friði; meldýnan var smáskorin í sundur og síðast algerlega tekin, skóflurnar teknar eða faldar, hurðin brotin af hjörunum og margt fleira óþokkastrikið var gert við hús þetta. Vitanlega var reynt til af ýmsum sómamönnum sýslunnar að halda húsinu í sem bestu standi, og kvað kaupmaður G. Thorgrímsen á Eyrarbakka hafa látið sér mjög annt um, að allar viðgerðir á húsinu væru sem bestar.
Nú leið og beið, ferðamenn svömluðu með lestir sínar yfir gamla Svínahraun, án þess að neinar umbættur væru gerðar á húsinu á Kolviðarhóli eða veginum í Svínahrauni. Það ber víst öllum saman um, að verri og ógeðslegri veg en veginn yfir hraunið var ekki hægt að fá, einkanlega, ef eitthvað var að veðri.

Draugakofinn gamli á Norðurvöllum til forna
og Sæluhúsið á Kolviðarhóli nú
II.
Árið 1876 var steinhús á Kolviðarhóli reist; það var byggt upp af samskotum úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og eitthvað létu Gullbringusýslubúar af hendi rakna til þessa fyrirtækis. Fyrir framkvæmdum á þessu stóðu þeir G. Thorgrímsen á Eyrarbakka, Magnús Stephensen yfirdómari, nú landshöfðingi, og sér Jens Pálsson, nú prestur að Görðum. Hús þetta er að stærð 10X10. Bæta átti það úr ýmsum óþægindum, sem áður voru, og gerði það enda; innréttað var það niðri þannig, að það var þiljað sundur í kross, en upp í tvennt. Strax sáu menn eftir bygginguna á húsinu, að ófært var að hafa það íbúðarlaust, því óðar var allt lauslegt, ofnar og hurðir brotið og bramlað. – Húsið var því auglýst til leigu veturinn 1877, og þá um voru flutti þangað sem fyrsti ábúandinn á Kolviðarhóli, Ebenezer Guðmundsson gullsmiður á Eyrarbakka; bjó þar í hálft annað ár; átti hann þarna við ýmsa örðugleika að stríða, vegleysur á báðar hendur, og enga styrk fékk hann af almannafé, sem honum mun þó upphaflega hafa verið lofað. Geta má þess og, að til örðugleika mátti telja, að þá varð að sækja vatn upp í Sleggjubeinsdal, mun sú vegalengd nema 7-800 faðma. Þá var það að ráðist var í að grafa brunn þann, sem enn er fyrir norðan “Hólinn” en eitthvað var veitt af fé til þess frá því opinbera. Íbúðin á Kolviðarhóli varð enn á borðstólum 1879 og um vorið 1880 fluttist Ólafur Árnason bókbindari af Eyrarbakka þangað, og dvaldi hann þar með mestu herkjum í tvö ár; fékk hann þó nokkurn opinberan styrk; t.d. ókeypis kol og steinolíu. Eftir för Ólafs af “Hólnum”, stóð húsið í nokkra mánuði autt; leit þá helst út fyrir, að það mundi ekki ganga út til íbúðar, sem þó ekki varð, því vorið 1883 flutti þangað búferlum Jón Jónsson bóndi á Stærribæ í Grímsnesi. Einhvern opinberar styrk vildi hann fá til að laga þar til o.fl., en hvernig sem það nú var, þóttust stjórnendur “Hólsins” komast inn á eitthvert aðgengilegra tilboð frá trésmið Sigurbirni Guðleifssyni á Lækjarbotnum, er varð til þess, að Jóni á Kolviðarhól var sagt upp íbúðinni í húsinu; flutti Sigurbjörn því þangað 1884, en Jón byggði bæ handa sér nokkru neðar í brekkunni. – Með því að Jón varð strax vinsæll meðal ferðamanna og naut meir hylli þeirra en sambýlismaður hans, og Sigurbirni geðjast lítt “Hóls-vistin” flutti hann þá burtu aftur eftir 13 mánaðar veru. Fékk Jón þá á ný bygginguna fyrir húsinu, fór hann þegar að laga þar til og byggja upp. Hann reif niður bæ sinn og flutti þangað, sem gamla sæluhúsið stóð, en úr því byggði hann aftur hesthús, er tók 12 hesta; annað hesthús byggði hann árið eftir, það rúmaði 10 hesta. Hjall, smiðju og heyhlöðu reisti hann líka, og tók hlaðan um 100 hesta; dálítinn´ túnblett girti hann af og byrjaði að rækta hann. Þegar svona var komið þótti Kolviðarhóll gamli vera búinn að taka allmiklum stakkaskiptum til bóta. Umferð á þessum tíma fór mjög vaxandi, því þá koma vegirnir aðallega til sögunnar. – Kolviðarhólshjónunum þótt mjög vel takast að gera gesti sína ánægða, enda þótt við marga örðugleika væri að búa. Í sambandi við hýsingu þá, sem nú var komin þarna, má geta þess, að bæði fékkst nokkuð til hennar úr sýslusjóði Árnessýslu og sömuleiðis úr jafnarsjóði suður-amtsins, er keypti bæ Jóns o.fl., er það vorið 1895 afhenti landsstjórninni, og taldi henni skylt, að standa straum af húsinu ásamt með veginum. Styrkveitingar þessar mæltust vel fyrir , og þóttu koma niður á réttum stað. –

Draugakofinn gamli á Norðurvöllum til forna
og Sæluhúsið á Kolviðarhóli nú
III.
(Síðasti kafli)

Árið 1893 tók hinn núverandi sæluhúsvörður Guðni Þorbergsson, tengdasonur Jóns Jónssonar fyrirrennara sín, Kolviðarhól, og um haustið 1892 fékk hann sér, samkvæmt lögum um rétt til að taka upp nýbýli 24/1 1776, útmælt, allmikið land, er liggur í spildu kringum húsmúlann sunnan og vestan, en að austan upp í Reykjafell og norður fyrir Sleggjubeinsdal. Engjablettinn við húsmúlann hefur Guðni afgirt að mestu með 400 faðma lögnum grjótgarði og 7-800 faðma löngum skurði, sem bæði er notaður sem áveituskurður og varnarskurður, skurðir þessir eru að meðaltali 9 fet á breidd og ull 2 á dýpt. Túnstæði allmikið er þegar búið að afgirða með 3-420 faðma löngum garði, og er þegar búið að slétta í því fulla 250 faðma; af landi þessu fær nú ábúandinn um 270 hesta. Þetta mega nú heita allmiklar umbætur á landi, sem ekkert gaf af sér áður, þá varð að afla heyjanna upp á fjalli á hinum svo nefndu Skarðsmýrum. Þó heyskaparhorfur séu þannig nú, þarf mjög mikið að kaupa að af heyjum, því fénaður er þarna furðu mikill, eins og erfitt er þó með hann. Í sumar voru þar 8 nautgripir og 13 áburðarhross, og nálægt helmingi af hvoru mun hafa verið á heyjum þarna í vetur, hitt í fóðrum. Um 15-20 manns hefur Guðni nú á búi sínu, má það mikið heita, 2 vagna hefur hann fengið sér til léttis við flutninga. – úr því minnst hefur verið á byggingar fyrirrennara Guðna, er rétt að taka hans verk með líka. Eins og áður er ávikið tók landshöfðingi fyrir hönd landssjóðs við húsinu 1895 og frá þeim tíma hafa tillögur hans lagt góða hönd í bagga með byggingu og viðhaldi á húsunum á Kolviðarhóli, fyrst með því, að láta byggja skúr við vesturenda steinhússins og koma hann í stað gamla bæjarins, enda og með því að leggja til járn á þak á eitthvað af hesthúsunum o.fl. en þó síðast og ekki síst, fyrir það, að ráðist var í að byggja upp nýtt og allvel vandað timburhús járnvarið 10X10 á stærð, við steinhúsið gamla, sem allt er gliðnað og af göflum gengið, og var enginn manna íbúð með seinasta þó í því væri búið. Nýja húsið er innréttað hátt og lágt og vel gengið frá flestu; kjallari er undir því öllu, þiljaður í 4 hólf, grjótið í kjallaranum og aðra vinnu við hana lagði Guðni til, gegn því að mega hafa þar búslóð sína. Gamla steinhúsið keypti hann eftir mati, fyrir nálægt 350 kr., eru þar nú smíðaklefi, snæðingaherbergi fyrir almenning, svefnklefar o.fl. Í nýja húsinu eru 2 svefnherbergi, 1-2 í skúrnum. Í húsinu er og lagleg gestastofa, nú mun vera til góð sængurrúm fyrir 12 manns, og önnur ringari fyrir 16, þessa gestatölu er hægt að hýsa án þess að hreyft sé við heimilisfólkinu. Hesthús og fjós eru nú undir einu þaki, hesthúsunum skipt ísundur; þau taka nú til samans um 30 hesta, en fjósið um 10 nautgripi. Hlöður eru stækkaðar svo, að nú taka þær um 4-500 hesta.
Mikið er það ánægjulegt nú orði að líta heim eða koma heima á fjallabýli þetta, og sjá allar þær umbætur, er þarna hafa orðið á tiltölulega fáum árum, eins er það ekki síður gleðilegt íhugunarefni fyrir aðkomumenn, að Kolviðarhólshjónin yngri ekki síður en hin njóta mjög almennrar vinsældar, bæði hjá æðri sem lægri. Allt hreinlæti og umgengni bæði út og inni virðist í góðu lagi og vel við hæfi alla almennings.
Af öllu því sem nú hefur verið minnst á, sést að bráðnauðsynlegt var að húsgisting á þessum fjölfarna stað yrði viðunanleg, útlendingar eru farnir að gista þarna og fer straumur þeirra sívaxandi. Má því nærri geta, hvert gleðiefni það hefði verið fyrir Hólbúann áður að þurfa að hola þeim niður innan um misjafnlega fyrir kallað lestarmenn, ekki hefði það orðið til að sýna betri hliðina á fjárveitingarvaldinu, að þurfa að segja að þetta væri eina byggða sæluhúsið á landinu, sem það ætti hlut í, en sem betur fer sýnist nú komin sæmileg tillög frá þess hendi. Framfari þessar, sem þannig hafa orðið á Kolviðarhóls ábúðinni eru vafalaust ekki hvað síst því að þakka, að nýbýlisréttur og útmæling fékkst á landinu. Stríðlaust átti það samt ekki að ganga, því Ölfusingar spyrntu allmargir á móti nýbýlisrétti Guðna, og töldu það rýra afréttarland sitt, en sem betur fór létu þeir undna síga – enda munu menn þeir, er mest stóðu á móti, hafa álitið land þetta fremur eiga að nafninu, en að notin væru ein mikil af því. – Á stöðvum þessum var vitanlega griðland stóðhrossa sunnan frá sjó, og áfangastaður ferðamann hesta – allt þetta virðist komast jafnvel af eftir sem áður. – Þó allt þetta hafi nú fallið, eins og það átti að vera eða því sem næst, er þó eitt, sem angrar Kolviðahólsbúann, sem aðra mæta menn, er út í slíkt bugar, það er hin leiðinlega hverfsins náttúra hinna og annarra ómerkilegra flökkudýra í mannsmynd, sem oft og einatt eru að hafa í frammi hinar og þessar brellur við húsið, eða áhöld húsbúans, að ógleymdum þeim mikilsháttar bresti, að grípa þar ýmislegt, sem heimilinu tilheyrir. Sem betur fer eiga hér næsta fáir hlut að máli, en þetta ætti alls ekki að koma fyrir nú orðið. – Þess er líka mikillega óskandi, að sæluhús á fjallvegum, sem ætluð eru almenningi til skýlis, ættu betri meðförum að sæta en hús þetta á Kolviðarhóli átti fyrst. Samt dettur manni í hug, sem sér Vatnasæluhúsið og sæluhúsið á Mosfellsheiði nú, að nokkuð eigi þeir einstaklingar í land til góða siðgæðis og menningar, sem spillt hafa þaki og veggjum þeirra, einkum því fyrr nefnda; þetta þarf bráðlega að lagast, ef þjóðin á ekki að fá vansa af háttarlagi aumingja þessara. – Þó piltar þessir geti dulist og sloppið hjá lagarefsingu, þá er þó til önnur hefnd, hefnd, sem kemur oft fram af ófyrirsjáanlegum atvikum; gæti því svo farið að einhverjir fordjörfungaröndum þessum verði að leita sér skjóls í húsum þessum eða annar staðar; er kynni þá að minna þá óþægilega á, brotna glugga eða hjaralausu hurðina. – Alls þessa eru dæmi, og er hverjum manni óskaði að varast þau. –
Ritað í apríl 1901 S. J.


Þjóðólfur, 7. júní 1901, 53. árg., 28. tbl., bls. 110:

Draugakofinn gamli á Norðurvöllum til forna
og Sæluhúsið á Kolviðarhóli nú
I.
Því verður með engu móti neitað, að óviðjafnanlegur mundur er á því að vera á ferð nú austan yfir Hellisheiði, eða fyrir og um 1830. Í þá daga þóttist ekki fært að fara suður yfir “heiði” á vetrum, nema mestu ferðagörpum; fóru þeir þá helst lausagangandi, eða riðu 2-3 saman, völdu mjög færð og veður, og helst að vel stæði á með tunglsbirtu. Helstu ferðamenn í þá daga eða nokkru síðar voru Sigurður Hinriksson á Hjalla í Ölfusi, og úr Flóa eða austan yfir Ölfusá, Þorsteinn bóndi Jónsson á Björk, síðar á Moshól; fór hann þá aðallega með 1-2 hesta í taumi fyrir Thorgrímsen heitinn kaupmann á Eyrarbakka. Nokkru áður var það Jón Símonarson bóni í Óseyrarnesi, sem mikið orð hafði á sér fyrir suðurferðir á vetrum, enda var hann hraustmenni hið mesta, en samt sem áður er í frásögum fært, að hann hafði legið úti samtals 11 nætur sína í hvert skipti; í 3 nætur lá hann úti með Nikulási bónda í Stokkseyrarseli – bar þá Jón 8 fjórðunga, en Nikulás 5. Þessar nætur héldu þeir í grjótkofanum á fjallinu. – Ferðir þessar fór hann fyrir Lambertsen kaupmann á Eyrarbakka. Þegar þetta var, var ekkert skýli fyrir ferðamenn á leiðinni milli Vorsabæjar í Ölfusi og Helliskots (nú Elliðakot) í Mosfellssveit. Eins og geta má nærri, var jafnlöng leið á fjallvegi eða um 35 km afarhættuleg, ef ill veður kom upp á . Vitanlega voru vörðunar á Hellisheiði til vegavísis yfir hana, en þegar niður fyrir hana kom gránaði gamanið, því þá var það Húsmúlinn, sem farið var með, og þaðan stefnt á Lyklafell – en á milli múlans og fellsins er langur vegur og misjafn.
Brátt fór það að koma í ljós, að óhjákvæmilegt var að byggja eitthvað skýli milli byggða sem hægt væri að leita sér hælis í, ef út af bæri með veður o.fl. Því var það fyrir dugnað Gísla Eyjólfssonar bónda á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, að ráðist var í að byggja dálítinn húskofa við tjörn eina á Norðurvöllunum; eru rústir þær undan Húsmúlatánni; þarna þótti vel til haga komið, og svo var þarna vatn nærri, enda kofinn á miðri leið hér um bil. Við kofa þennan, þótt lítilfjörlegur þætti, lágu ferðamenn á haustum, eða þegar þeir urðu naumt fyrir á vetrum. Legurúmið í kofa þessum var upphækkaður moldarbálkur í öðrum enda, tyrfður þó, – í hinum endanum gátu 3-4 hestar staðið inni.
Ekki verður þess dulist, að þjóðtrú manna á þeim tímum var svo háttað, að í meira lagi þótti bera á reimleikum í kofa þessum, og það jafnvel þó fleiri væru saman; svo mjög bar á því upp á síðkastið, að enginn eirði, eða að minnsta kosti fáir, sem lögðu út í að sofa þar af; þetta spillti mjög fyrir, að kofinn kæmi að tilætluðum notum, sem mikil voru þó.
Nálægt 1842 var það aðallega séra Jón Matthíasson í Arnarbæli og bændurnir Sæmundur Steindórsson í Auðsholti í Ölfusi og Jón bóndi Jónsson á Elliðavatni, sem gengust fyrir, að skýli fyrir ferðamenn yrði reist á Kolviðarhóli, er þótt fyrir marga hluta sakir hentugt húsnæði. Undir byggingu hins fyrsta sæluhúss þar flýtti það mjög fyrir, að nokkru áður urðu úti vestan við heiðina 2 menn austan úr Hvolssókn í Rangárvallasýslu; fóru þeir suður um vetur og var annar þeirra að fá sér giftingarleyfi; – út af fráfalli þeirra höfðu spunnist ýmsar umræður.
Hið nýja sæluhús var byggt úr timbri að mestu, efri hluti veggja úr timbri og sömuleiðis þak; loft var í húsinu og lítill 4 rúðu gluggi á framstafni, innar við gluggann var stór rúmstæði með meldýnu í. Flet þetta rúmaði 4-6 menn; 1 borð lítið var þar og gangur upp á loftið var í innri enda og hleri yfir stigagati. – Fremur lagðist sá orðrómur á, að ekki yrði öllum svefnsamt þar um nætur, og mun sú trú hafa fylgt húsi þessu svo lengi sem það stóð þar; eru til ýmsar sagnir um það. Húsið var 5 álna breitt, 9 á lengd og 3 álnir undir loft. Helst voru það Ölfusingar, sem efni lögðu til hússins, enda nokkrir menn syðra. Því fylgdi mjög stór meldýna, sem ætluð var yfir botninn í rúmfletinu, 2 skóflur og 1 fata og vandlega hafði verið frá öllu gengið. Brátt kom í ljós, þó skýli þetta væri hið mesta ferðabót, og oft hreinasta lífakker manna og hesta, að þrælsnátttúra misviturra þorpara og óknyttaseggja lét skýli þetta ekki vera í friði; meldýnan var smáskorin í sundur og síðast algerlega tekin, skóflurnar teknar eða faldar, hurðin brotin af hjörunum og margt fleira óþokkastrikið var gert við hús þetta. Vitanlega var reynt til af ýmsum sómamönnum sýslunnar að halda húsinu í sem bestu standi, og kvað kaupmaður G. Thorgrímsen á Eyrarbakka hafa látið sér mjög annt um, að allar viðgerðir á húsinu væru sem bestar.
Nú leið og beið, ferðamenn svömluðu með lestir sínar yfir gamla Svínahraun, án þess að neinar umbættur væru gerðar á húsinu á Kolviðarhóli eða veginum í Svínahrauni. Það ber víst öllum saman um, að verri og ógeðslegri veg en veginn yfir hraunið var ekki hægt að fá, einkanlega, ef eitthvað var að veðri.

Draugakofinn gamli á Norðurvöllum til forna
og Sæluhúsið á Kolviðarhóli nú
II.
Árið 1876 var steinhús á Kolviðarhóli reist; það var byggt upp af samskotum úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og eitthvað létu Gullbringusýslubúar af hendi rakna til þessa fyrirtækis. Fyrir framkvæmdum á þessu stóðu þeir G. Thorgrímsen á Eyrarbakka, Magnús Stephensen yfirdómari, nú landshöfðingi, og sér Jens Pálsson, nú prestur að Görðum. Hús þetta er að stærð 10X10. Bæta átti það úr ýmsum óþægindum, sem áður voru, og gerði það enda; innréttað var það niðri þannig, að það var þiljað sundur í kross, en upp í tvennt. Strax sáu menn eftir bygginguna á húsinu, að ófært var að hafa það íbúðarlaust, því óðar var allt lauslegt, ofnar og hurðir brotið og bramlað. – Húsið var því auglýst til leigu veturinn 1877, og þá um voru flutti þangað sem fyrsti ábúandinn á Kolviðarhóli, Ebenezer Guðmundsson gullsmiður á Eyrarbakka; bjó þar í hálft annað ár; átti hann þarna við ýmsa örðugleika að stríða, vegleysur á báðar hendur, og enga styrk fékk hann af almannafé, sem honum mun þó upphaflega hafa verið lofað. Geta má þess og, að til örðugleika mátti telja, að þá varð að sækja vatn upp í Sleggjubeinsdal, mun sú vegalengd nema 7-800 faðma. Þá var það að ráðist var í að grafa brunn þann, sem enn er fyrir norðan “Hólinn” en eitthvað var veitt af fé til þess frá því opinbera. Íbúðin á Kolviðarhóli varð enn á borðstólum 1879 og um vorið 1880 fluttist Ólafur Árnason bókbindari af Eyrarbakka þangað, og dvaldi hann þar með mestu herkjum í tvö ár; fékk hann þó nokkurn opinberan styrk; t.d. ókeypis kol og steinolíu. Eftir för Ólafs af “Hólnum”, stóð húsið í nokkra mánuði autt; leit þá helst út fyrir, að það mundi ekki ganga út til íbúðar, sem þó ekki varð, því vorið 1883 flutti þangað búferlum Jón Jónsson bóndi á Stærribæ í Grímsnesi. Einhvern opinberar styrk vildi hann fá til að laga þar til o.fl., en hvernig sem það nú var, þóttust stjórnendur “Hólsins” komast inn á eitthvert aðgengilegra tilboð frá trésmið Sigurbirni Guðleifssyni á Lækjarbotnum, er varð til þess, að Jóni á Kolviðarhól var sagt upp íbúðinni í húsinu; flutti Sigurbjörn því þangað 1884, en Jón byggði bæ handa sér nokkru neðar í brekkunni. – Með því að Jón varð strax vinsæll meðal ferðamanna og naut meir hylli þeirra en sambýlismaður hans, og Sigurbirni geðjast lítt “Hóls-vistin” flutti hann þá burtu aftur eftir 13 mánaðar veru. Fékk Jón þá á ný bygginguna fyrir húsinu, fór hann þegar að laga þar til og byggja upp. Hann reif niður bæ sinn og flutti þangað, sem gamla sæluhúsið stóð, en úr því byggði hann aftur hesthús, er tók 12 hesta; annað hesthús byggði hann árið eftir, það rúmaði 10 hesta. Hjall, smiðju og heyhlöðu reisti hann líka, og tók hlaðan um 100 hesta; dálítinn´ túnblett girti hann af og byrjaði að rækta hann. Þegar svona var komið þótti Kolviðarhóll gamli vera búinn að taka allmiklum stakkaskiptum til bóta. Umferð á þessum tíma fór mjög vaxandi, því þá koma vegirnir aðallega til sögunnar. – Kolviðarhólshjónunum þótt mjög vel takast að gera gesti sína ánægða, enda þótt við marga örðugleika væri að búa. Í sambandi við hýsingu þá, sem nú var komin þarna, má geta þess, að bæði fékkst nokkuð til hennar úr sýslusjóði Árnessýslu og sömuleiðis úr jafnarsjóði suður-amtsins, er keypti bæ Jóns o.fl., er það vorið 1895 afhenti landsstjórninni, og taldi henni skylt, að standa straum af húsinu ásamt með veginum. Styrkveitingar þessar mæltust vel fyrir , og þóttu koma niður á réttum stað. –

Draugakofinn gamli á Norðurvöllum til forna
og Sæluhúsið á Kolviðarhóli nú
III.
(Síðasti kafli)

Árið 1893 tók hinn núverandi sæluhúsvörður Guðni Þorbergsson, tengdasonur Jóns Jónssonar fyrirrennara sín, Kolviðarhól, og um haustið 1892 fékk hann sér, samkvæmt lögum um rétt til að taka upp nýbýli 24/1 1776, útmælt, allmikið land, er liggur í spildu kringum húsmúlann sunnan og vestan, en að austan upp í Reykjafell og norður fyrir Sleggjubeinsdal. Engjablettinn við húsmúlann hefur Guðni afgirt að mestu með 400 faðma lögnum grjótgarði og 7-800 faðma löngum skurði, sem bæði er notaður sem áveituskurður og varnarskurður, skurðir þessir eru að meðaltali 9 fet á breidd og ull 2 á dýpt. Túnstæði allmikið er þegar búið að afgirða með 3-420 faðma löngum garði, og er þegar búið að slétta í því fulla 250 faðma; af landi þessu fær nú ábúandinn um 270 hesta. Þetta mega nú heita allmiklar umbætur á landi, sem ekkert gaf af sér áður, þá varð að afla heyjanna upp á fjalli á hinum svo nefndu Skarðsmýrum. Þó heyskaparhorfur séu þannig nú, þarf mjög mikið að kaupa að af heyjum, því fénaður er þarna furðu mikill, eins og erfitt er þó með hann. Í sumar voru þar 8 nautgripir og 13 áburðarhross, og nálægt helmingi af hvoru mun hafa verið á heyjum þarna í vetur, hitt í fóðrum. Um 15-20 manns hefur Guðni nú á búi sínu, má það mikið heita, 2 vagna hefur hann fengið sér til léttis við flutninga. – úr því minnst hefur verið á byggingar fyrirrennara Guðna, er rétt að taka hans verk með líka. Eins og áður er ávikið tók landshöfðingi fyrir hönd landssjóðs við húsinu 1895 og frá þeim tíma hafa tillögur hans lagt góða hönd í bagga með byggingu og viðhaldi á húsunum á Kolviðarhóli, fyrst með því, að láta byggja skúr við vesturenda steinhússins og koma hann í stað gamla bæjarins, enda og með því að leggja til járn á þak á eitthvað af hesthúsunum o.fl. en þó síðast og ekki síst, fyrir það, að ráðist var í að byggja upp nýtt og allvel vandað timburhús járnvarið 10X10 á stærð, við steinhúsið gamla, sem allt er gliðnað og af göflum gengið, og var enginn manna íbúð með seinasta þó í því væri búið. Nýja húsið er innréttað hátt og lágt og vel gengið frá flestu; kjallari er undir því öllu, þiljaður í 4 hólf, grjótið í kjallaranum og aðra vinnu við hana lagði Guðni til, gegn því að mega hafa þar búslóð sína. Gamla steinhúsið keypti hann eftir mati, fyrir nálægt 350 kr., eru þar nú smíðaklefi, snæðingaherbergi fyrir almenning, svefnklefar o.fl. Í nýja húsinu eru 2 svefnherbergi, 1-2 í skúrnum. Í húsinu er og lagleg gestastofa, nú mun vera til góð sængurrúm fyrir 12 manns, og önnur ringari fyrir 16, þessa gestatölu er hægt að hýsa án þess að hreyft sé við heimilisfólkinu. Hesthús og fjós eru nú undir einu þaki, hesthúsunum skipt ísundur; þau taka nú til samans um 30 hesta, en fjósið um 10 nautgripi. Hlöður eru stækkaðar svo, að nú taka þær um 4-500 hesta.
Mikið er það ánægjulegt nú orði að líta heim eða koma heima á fjallabýli þetta, og sjá allar þær umbætur, er þarna hafa orðið á tiltölulega fáum árum, eins er það ekki síður gleðilegt íhugunarefni fyrir aðkomumenn, að Kolviðarhólshjónin yngri ekki síður en hin njóta mjög almennrar vinsældar, bæði hjá æðri sem lægri. Allt hreinlæti og umgengni bæði út og inni virðist í góðu lagi og vel við hæfi alla almennings.
Af öllu því sem nú hefur verið minnst á, sést að bráðnauðsynlegt var að húsgisting á þessum fjölfarna stað yrði viðunanleg, útlendingar eru farnir að gista þarna og fer straumur þeirra sívaxandi. Má því nærri geta, hvert gleðiefni það hefði verið fyrir Hólbúann áður að þurfa að hola þeim niður innan um misjafnlega fyrir kallað lestarmenn, ekki hefði það orðið til að sýna betri hliðina á fjárveitingarvaldinu, að þurfa að segja að þetta væri eina byggða sæluhúsið á landinu, sem það ætti hlut í, en sem betur fer sýnist nú komin sæmileg tillög frá þess hendi. Framfari þessar, sem þannig hafa orðið á Kolviðarhóls ábúðinni eru vafalaust ekki hvað síst því að þakka, að nýbýlisréttur og útmæling fékkst á landinu. Stríðlaust átti það samt ekki að ganga, því Ölfusingar spyrntu allmargir á móti nýbýlisrétti Guðna, og töldu það rýra afréttarland sitt, en sem betur fór létu þeir undna síga – enda munu menn þeir, er mest stóðu á móti, hafa álitið land þetta fremur eiga að nafninu, en að notin væru ein mikil af því. – Á stöðvum þessum var vitanlega griðland stóðhrossa sunnan frá sjó, og áfangastaður ferðamann hesta – allt þetta virðist komast jafnvel af eftir sem áður. – Þó allt þetta hafi nú fallið, eins og það átti að vera eða því sem næst, er þó eitt, sem angrar Kolviðahólsbúann, sem aðra mæta menn, er út í slíkt bugar, það er hin leiðinlega hverfsins náttúra hinna og annarra ómerkilegra flökkudýra í mannsmynd, sem oft og einatt eru að hafa í frammi hinar og þessar brellur við húsið, eða áhöld húsbúans, að ógleymdum þeim mikilsháttar bresti, að grípa þar ýmislegt, sem heimilinu tilheyrir. Sem betur fer eiga hér næsta fáir hlut að máli, en þetta ætti alls ekki að koma fyrir nú orðið. – Þess er líka mikillega óskandi, að sæluhús á fjallvegum, sem ætluð eru almenningi til skýlis, ættu betri meðförum að sæta en hús þetta á Kolviðarhóli átti fyrst. Samt dettur manni í hug, sem sér Vatnasæluhúsið og sæluhúsið á Mosfellsheiði nú, að nokkuð eigi þeir einstaklingar í land til góða siðgæðis og menningar, sem spillt hafa þaki og veggjum þeirra, einkum því fyrr nefnda; þetta þarf bráðlega að lagast, ef þjóðin á ekki að fá vansa af háttarlagi aumingja þessara. – Þó piltar þessir geti dulist og sloppið hjá lagarefsingu, þá er þó til önnur hefnd, hefnd, sem kemur oft fram af ófyrirsjáanlegum atvikum; gæti því svo farið að einhverjir fordjörfungaröndum þessum verði að leita sér skjóls í húsum þessum eða annar staðar; er kynni þá að minna þá óþægilega á, brotna glugga eða hjaralausu hurðina. – Alls þessa eru dæmi, og er hverjum manni óskaði að varast þau. –
Ritað í apríl 1901 S. J.