1901

Austri, 8. júní, 1901, 11. árg., 21. tbl., forsíða:

Sjávargata Fljótsdalshéraðs
Í 9. tbl. “Bjarka” þ.á. ritar einhver Skuggasveinn, er nefnir sig Hörð, grein með yfirskriftinni “Sjávargata Fljótsdalshérað”.
Það lýtur út fyrir að Hörður þessi ætli sér að slá smiðshöggin á að úrskurða hvar akbraut skuli liggja frá Héraði til sjávar, þar sem hann þykist fær um, vegna afstöðu bústaðar síns, að dæma hlutdrægnilaust um málið, og er svo glöggskyggn, að hann þarf ekkert stækkunargler, svo vegfróður, að hann getur reiknað allan kostnað upp á krónu, svo gagnkunnugur fjallvegunum, að hann þekkir alla kosti og ókosti, og svo úrræðagóður, að þegar fokið er í öll skjól, þá hamast hann með snjóplógnum.
Hörður byrjar á að lýsa mjög fagurlega nauðsyn á vegasambandi frá sveitum til sjávar, og hve lýsandi og lamandi áhrif strjálbýli og vegleysur hafi á allan okkar framfaraviðleitni, og verður sá sannleikur aldrei nógsamlega útmálaður. Megum við Héraðsbúar vera þakklátir öllum, sem setja sig inn í erfiðleika þá, sem við höfum við að búa hvað aðflutninga snertir og vilja stuðla að því að úr þeim sé bætt, en óþökk ættum við að gjalda hverjum þeim, sem vill gjörast “Þrándur” í götu og hefta allar framkvæmdir í því máli.
Hörður tekur það fram að eigi hafi sjaldnar verið minnst á vegastæði þetta, en vegastæði, sem flestir geti orðið ásáttir um sé ófundið enn, þrátt fyrir það þó vegalögin frá 13. apríl 94 taki af öll tvímæli í því efni og ákveði að braut skuli leggja um Fagradal til Reyðarfjarðar. En hverjir hafa mest þráttað um þetta vegastæði? Eru það ekki einmitt þeir, sem minnst kemur þetta mál við nefnil. Fjarðamenn? Sem af mesta kappi berjast fyrir að akbraut verði lög hver til síns fjarðar af þeirri eigingjörnu ástæðu að ná til viðskipta okkar Héraðsbúa, án tillits til þess hvað okkur kemur að mestu notum, sem vegurinn er gerður fyrir.
Ég þykist eins og Hörður vera nokkuð kunnugur báðum fjallvegunum, Fagradal og Fjarðarheiði, án þess nokkurn tíma að hafa skoðað þá í stækkunargleri, mér hefur gefist tækifæri að kynnast þeim á annan hátt, og getur mér aldrei blandast hugur, um að það sé Fagridalur, en enginn annar fjallvegur, sem geti komið til greina sem akbrautarstæði fyrir okkur Héraðsbúa, þrátt fyrir það þó hann sé talsvert lengri en Fjarðarheiði, og þrátt fyrir það, þó ég hefði margfalt heldur kosið Fjarðarheiði, hefðu sömu skilyrði verið fyrir því, að hún gæti komið okkur að fullum notum, en því miður er ekki því að fagna. Án þess að ég ætli mér að leggja dóm á það hvor vegurinn yrði dýrari, þá get ég ekki betur séð en að nægilegt efni sé í veg á Fagradal, að ofníburð mætti víðast fá góðan og eftir dalnum sjálfum mjög þægilegt að gera veg, því mikið af dalnum eru harðvellis-grundir, sem einmitt sýna og sanna, að það er ekki mikið um aurskriður á honum. Það, sem sérstaklega mælir með Fagradal sem akbrautarstæði, er, að hann rennur svo fljótt á vorin, getur verið alrunninn þegar Fjarðarheiði er bráðófær, sem oft kemur fyrir að er fram í júlí. En það er í maí og júní sem við þyrftum að flytja að okkur vörurnar til þess að missa ekki dýrmætasta tíma ársins, heyskapartímann, til flutninganna, þótt við höfum mátt sætta okkur við það hingað til. Þá er annað atriði, sem máske hefur mesta þýðingu, að Fagridalur er svo brattlítill, að merkjanlegur bratti yrði ekki nema á örstuttum vegi, en aftur á móti yrði svo langdreginn bratti á Fjarðarheiði, að engir hestar entust til að draga upp á móti brekku líklega allt að því að máske fullkomlega 3 klst. meira en helmingurinn af þeim þunga, sem hægt er að aka á sléttum vegi, eða vegi með mjög stuttum bratta. Það er því sannfæring mín að hver hestur gæti dregið allt að því helmingi meiri þunga yfir Fagradal en Fjarðarheiði og þegar öllu væri á botninn hvolft ekki á lengir tíma, því vegurinn yrði þeim mun óerfiðari sem hann yrði lengri.
Aðal-ókostir Fjarðarheiða eru langdregin bratti, svo snjóþyngsli, og hvað seint leysir snjó af henni á vorin, svo við gætum að öllu jafnaði ekki notað hana nema um háheyskapartímann, nema hlaðinn væri svo hár vegur, að hann næði upp úr öllum vanalegum snjó, og til þess þyrfti hann að vera fjarska hár, því komið hefur fyrir, að nokkrar vörðunar, sem eru þó 4-6 al. á hæð, hafa verið í kafi í miðjum júní. Hörður gerir mjög lítið úr brattanum, segir að það þurfi nokkrar sneiðingar beggja vegna. Maður gæti næstum ímyndað sér, að eftir þessari lýsingu, að hann hefði aldrei farið yfir Fjarðarheiði, eða þá alls ekki athugað brattanum á henni, því það dylst víst engum manni, að til þess að fá þar hæfilega brattalítinn veg þyrftu ótal sneiðingar. Hann álítur viðhaldskostnað lítinn. En hvernig hefur sá vegur staðið sig sem gerður hefur verið á heiðinni? Hann hefur víst ekki farið yfir Gúlinn milli Stafanna í fyrra sumar – þar var þó einu sinni góður vegur – og hann hefur heldur ekki tekið eftir hvernig þær vegabætur hafa haldið sér, sem gerðar hafa verið á norðurbrúninni. Hann segir oft snjógrunnt á vetrum á Fjarðarheiði, og lestarferðir algengar vetur og sumar yfir hana. Það er auðvitað satt, að lestarferðir eru algengar yfir heiðina á sumrin, en sjaldnar á vetrum fyrr en hjarn kemur á útmánuðum, og er það þó oft neyðarúrræði, og menn og skepnur hafa oft komist þar í hann krappann. Hefði Hörður verið lestamaður á Héraði og haft nokkra tilfinningu fyrir meðferðinni á skepnunum, er mér grunsamt um að lýsing hefði verið á annan veg en að snjógrunnt væri að jafnaði á heiðinni.
En þá kastar fyrst tólfunum þegar Hörður segir: að sú mótbára sé ekki mikilsvirði, þó snjó leysi seinna af Fjarðarheiði en Fagradal, því ef brautin geti ekki orðið fær nema í alauðu, þá sé líklega réttat að hugsa ekkert um hana. Hvað þýðir að byggja braut, hafði það enga þýðingu að hún sé upp úr snjónum? Er þá nokkuð verra að aka á snjó sem engin braut er undir? Svo segir Hörður; “brautin hlýtur einmitt að vera fær bæði vetur og sumar nema í aftöku snjóum”. Ég þekki ekki enn þann vetur, sem brautin myndi ekki vera mest öll undir snjó allan vegurinn nema hún væri nær því jafn há vörðunum og sumsstaðar hærri.
Og ennfremur segir Hörður: lítill snjór sakar ekkert, leggi driftir að mun á brautina, þarf að ryðja hana með snjóplóg áður flutningskerrur farar um. Ég tek það aftur fram, að það lítur út fyrir að Hörður sé mjög ókunnugur Fjarðarheiði á vetrardag. Honum skilst ekki að þar geti lagt nema driftir, sem auðvelt sé að sópa burt með snjóplógi hvenær sem vera skal. En hverjir eiga svo að sópa? Á hver að sópa fyrir sig, eða ætlar Hörður að sópa fyrir alla? Ef hver ætti að sópa eða ryðja fyrir sig, er ég hræddur um að sú kaupstaðarferð gæti orðið nokkuð dýr, og þó Hörður vildi gera það er hætt við að hann gerði það ekki oft fyrri ekki neitt. Ég hygg hann þyrfti að vera vel haldinn af þeirri atvinnu. Aðferð Norðmanna með sleða ofan á hjólgrindum sleppi ég að minnast á, því ég hygg hún eigi jafnlangt í land hjá okkur eins og snjóplógurinn, sérstaklega upp á háfjöllum.
Ef akbraut kæmist á, álít ég að menn ættu sem minnst að brúka vetrarferðir yfir fjöllin, því þær hafa verið og munu verða hættulegar og hafa kostað margt mannslíf auk hrakninga og erfiðis fyrir menn og hesta.
Þá er sumt ótalið sem mest mælir með braut fyrir Fjarðarheiði hjá Herði: “Seyðisfjörður, stærsti og besti kaupstaður austanlands, þar er sjúkrahús, lyfjabúð, bókasafn Austuramtsins, 2 prentsmiðjur, pöntunarfélag og álitlegur markaður fyrir afurðir uppsveitamanna o.s.frv.” Þetta er nú reyndar allt mikið í munni, ef það gæti haft nokkur áhrif á aðflutninga okkar Héraðsmanna eða létt undir þá, en það getur mér ekki skilist. Pöntunarfélagið eigum við Héraðsmann og getum flutt það hvert sem við viljum, en fyrir meðvitundina um, að hitt allt sem upptalið er sé á Seyðisfirði – og enda þótt maður bætti dýraverndunarfélaginu við – vildi ég ekki leggja svo mikið í sölurnar, að kafa ófærð og snjó, ef kostur væri á öðrum betra vegil
Eins og ég hef tekið fram, er það Fagridalur einn, sem getur komið okkur að fullum notum með akbraut, en aldri Fjarðarheiði; hún gæti ekki orðið okkur að hálfum notum af þeim ástæðum sem ég hef tekið fram.
Að Noðurmýlingar séu á móti akbraut yfir Fagradal, því mótmæli ég – þeir sem annars nokkra akbraut vilja hafa. – Ég hef talað við svo marga málsmetandi menn, sem alveg eru á sömu skoðun og ég í því máli.
Ritað í maí 1902
Jón Bergsson


Austri, 8. júní, 1901, 11. árg., 21. tbl., forsíða:

Sjávargata Fljótsdalshéraðs
Í 9. tbl. “Bjarka” þ.á. ritar einhver Skuggasveinn, er nefnir sig Hörð, grein með yfirskriftinni “Sjávargata Fljótsdalshérað”.
Það lýtur út fyrir að Hörður þessi ætli sér að slá smiðshöggin á að úrskurða hvar akbraut skuli liggja frá Héraði til sjávar, þar sem hann þykist fær um, vegna afstöðu bústaðar síns, að dæma hlutdrægnilaust um málið, og er svo glöggskyggn, að hann þarf ekkert stækkunargler, svo vegfróður, að hann getur reiknað allan kostnað upp á krónu, svo gagnkunnugur fjallvegunum, að hann þekkir alla kosti og ókosti, og svo úrræðagóður, að þegar fokið er í öll skjól, þá hamast hann með snjóplógnum.
Hörður byrjar á að lýsa mjög fagurlega nauðsyn á vegasambandi frá sveitum til sjávar, og hve lýsandi og lamandi áhrif strjálbýli og vegleysur hafi á allan okkar framfaraviðleitni, og verður sá sannleikur aldrei nógsamlega útmálaður. Megum við Héraðsbúar vera þakklátir öllum, sem setja sig inn í erfiðleika þá, sem við höfum við að búa hvað aðflutninga snertir og vilja stuðla að því að úr þeim sé bætt, en óþökk ættum við að gjalda hverjum þeim, sem vill gjörast “Þrándur” í götu og hefta allar framkvæmdir í því máli.
Hörður tekur það fram að eigi hafi sjaldnar verið minnst á vegastæði þetta, en vegastæði, sem flestir geti orðið ásáttir um sé ófundið enn, þrátt fyrir það þó vegalögin frá 13. apríl 94 taki af öll tvímæli í því efni og ákveði að braut skuli leggja um Fagradal til Reyðarfjarðar. En hverjir hafa mest þráttað um þetta vegastæði? Eru það ekki einmitt þeir, sem minnst kemur þetta mál við nefnil. Fjarðamenn? Sem af mesta kappi berjast fyrir að akbraut verði lög hver til síns fjarðar af þeirri eigingjörnu ástæðu að ná til viðskipta okkar Héraðsbúa, án tillits til þess hvað okkur kemur að mestu notum, sem vegurinn er gerður fyrir.
Ég þykist eins og Hörður vera nokkuð kunnugur báðum fjallvegunum, Fagradal og Fjarðarheiði, án þess nokkurn tíma að hafa skoðað þá í stækkunargleri, mér hefur gefist tækifæri að kynnast þeim á annan hátt, og getur mér aldrei blandast hugur, um að það sé Fagridalur, en enginn annar fjallvegur, sem geti komið til greina sem akbrautarstæði fyrir okkur Héraðsbúa, þrátt fyrir það þó hann sé talsvert lengri en Fjarðarheiði, og þrátt fyrir það, þó ég hefði margfalt heldur kosið Fjarðarheiði, hefðu sömu skilyrði verið fyrir því, að hún gæti komið okkur að fullum notum, en því miður er ekki því að fagna. Án þess að ég ætli mér að leggja dóm á það hvor vegurinn yrði dýrari, þá get ég ekki betur séð en að nægilegt efni sé í veg á Fagradal, að ofníburð mætti víðast fá góðan og eftir dalnum sjálfum mjög þægilegt að gera veg, því mikið af dalnum eru harðvellis-grundir, sem einmitt sýna og sanna, að það er ekki mikið um aurskriður á honum. Það, sem sérstaklega mælir með Fagradal sem akbrautarstæði, er, að hann rennur svo fljótt á vorin, getur verið alrunninn þegar Fjarðarheiði er bráðófær, sem oft kemur fyrir að er fram í júlí. En það er í maí og júní sem við þyrftum að flytja að okkur vörurnar til þess að missa ekki dýrmætasta tíma ársins, heyskapartímann, til flutninganna, þótt við höfum mátt sætta okkur við það hingað til. Þá er annað atriði, sem máske hefur mesta þýðingu, að Fagridalur er svo brattlítill, að merkjanlegur bratti yrði ekki nema á örstuttum vegi, en aftur á móti yrði svo langdreginn bratti á Fjarðarheiði, að engir hestar entust til að draga upp á móti brekku líklega allt að því að máske fullkomlega 3 klst. meira en helmingurinn af þeim þunga, sem hægt er að aka á sléttum vegi, eða vegi með mjög stuttum bratta. Það er því sannfæring mín að hver hestur gæti dregið allt að því helmingi meiri þunga yfir Fagradal en Fjarðarheiði og þegar öllu væri á botninn hvolft ekki á lengir tíma, því vegurinn yrði þeim mun óerfiðari sem hann yrði lengri.
Aðal-ókostir Fjarðarheiða eru langdregin bratti, svo snjóþyngsli, og hvað seint leysir snjó af henni á vorin, svo við gætum að öllu jafnaði ekki notað hana nema um háheyskapartímann, nema hlaðinn væri svo hár vegur, að hann næði upp úr öllum vanalegum snjó, og til þess þyrfti hann að vera fjarska hár, því komið hefur fyrir, að nokkrar vörðunar, sem eru þó 4-6 al. á hæð, hafa verið í kafi í miðjum júní. Hörður gerir mjög lítið úr brattanum, segir að það þurfi nokkrar sneiðingar beggja vegna. Maður gæti næstum ímyndað sér, að eftir þessari lýsingu, að hann hefði aldrei farið yfir Fjarðarheiði, eða þá alls ekki athugað brattanum á henni, því það dylst víst engum manni, að til þess að fá þar hæfilega brattalítinn veg þyrftu ótal sneiðingar. Hann álítur viðhaldskostnað lítinn. En hvernig hefur sá vegur staðið sig sem gerður hefur verið á heiðinni? Hann hefur víst ekki farið yfir Gúlinn milli Stafanna í fyrra sumar – þar var þó einu sinni góður vegur – og hann hefur heldur ekki tekið eftir hvernig þær vegabætur hafa haldið sér, sem gerðar hafa verið á norðurbrúninni. Hann segir oft snjógrunnt á vetrum á Fjarðarheiði, og lestarferðir algengar vetur og sumar yfir hana. Það er auðvitað satt, að lestarferðir eru algengar yfir heiðina á sumrin, en sjaldnar á vetrum fyrr en hjarn kemur á útmánuðum, og er það þó oft neyðarúrræði, og menn og skepnur hafa oft komist þar í hann krappann. Hefði Hörður verið lestamaður á Héraði og haft nokkra tilfinningu fyrir meðferðinni á skepnunum, er mér grunsamt um að lýsing hefði verið á annan veg en að snjógrunnt væri að jafnaði á heiðinni.
En þá kastar fyrst tólfunum þegar Hörður segir: að sú mótbára sé ekki mikilsvirði, þó snjó leysi seinna af Fjarðarheiði en Fagradal, því ef brautin geti ekki orðið fær nema í alauðu, þá sé líklega réttat að hugsa ekkert um hana. Hvað þýðir að byggja braut, hafði það enga þýðingu að hún sé upp úr snjónum? Er þá nokkuð verra að aka á snjó sem engin braut er undir? Svo segir Hörður; “brautin hlýtur einmitt að vera fær bæði vetur og sumar nema í aftöku snjóum”. Ég þekki ekki enn þann vetur, sem brautin myndi ekki vera mest öll undir snjó allan vegurinn nema hún væri nær því jafn há vörðunum og sumsstaðar hærri.
Og ennfremur segir Hörður: lítill snjór sakar ekkert, leggi driftir að mun á brautina, þarf að ryðja hana með snjóplóg áður flutningskerrur farar um. Ég tek það aftur fram, að það lítur út fyrir að Hörður sé mjög ókunnugur Fjarðarheiði á vetrardag. Honum skilst ekki að þar geti lagt nema driftir, sem auðvelt sé að sópa burt með snjóplógi hvenær sem vera skal. En hverjir eiga svo að sópa? Á hver að sópa fyrir sig, eða ætlar Hörður að sópa fyrir alla? Ef hver ætti að sópa eða ryðja fyrir sig, er ég hræddur um að sú kaupstaðarferð gæti orðið nokkuð dýr, og þó Hörður vildi gera það er hætt við að hann gerði það ekki oft fyrri ekki neitt. Ég hygg hann þyrfti að vera vel haldinn af þeirri atvinnu. Aðferð Norðmanna með sleða ofan á hjólgrindum sleppi ég að minnast á, því ég hygg hún eigi jafnlangt í land hjá okkur eins og snjóplógurinn, sérstaklega upp á háfjöllum.
Ef akbraut kæmist á, álít ég að menn ættu sem minnst að brúka vetrarferðir yfir fjöllin, því þær hafa verið og munu verða hættulegar og hafa kostað margt mannslíf auk hrakninga og erfiðis fyrir menn og hesta.
Þá er sumt ótalið sem mest mælir með braut fyrir Fjarðarheiði hjá Herði: “Seyðisfjörður, stærsti og besti kaupstaður austanlands, þar er sjúkrahús, lyfjabúð, bókasafn Austuramtsins, 2 prentsmiðjur, pöntunarfélag og álitlegur markaður fyrir afurðir uppsveitamanna o.s.frv.” Þetta er nú reyndar allt mikið í munni, ef það gæti haft nokkur áhrif á aðflutninga okkar Héraðsmanna eða létt undir þá, en það getur mér ekki skilist. Pöntunarfélagið eigum við Héraðsmann og getum flutt það hvert sem við viljum, en fyrir meðvitundina um, að hitt allt sem upptalið er sé á Seyðisfirði – og enda þótt maður bætti dýraverndunarfélaginu við – vildi ég ekki leggja svo mikið í sölurnar, að kafa ófærð og snjó, ef kostur væri á öðrum betra vegil
Eins og ég hef tekið fram, er það Fagridalur einn, sem getur komið okkur að fullum notum með akbraut, en aldri Fjarðarheiði; hún gæti ekki orðið okkur að hálfum notum af þeim ástæðum sem ég hef tekið fram.
Að Noðurmýlingar séu á móti akbraut yfir Fagradal, því mótmæli ég – þeir sem annars nokkra akbraut vilja hafa. – Ég hef talað við svo marga málsmetandi menn, sem alveg eru á sömu skoðun og ég í því máli.
Ritað í maí 1902
Jón Bergsson