1901

Austri, 8. júní, 1901, 11. árg., 21. tbl., forsíða:

Vegavinna
Það hefur verið unnið töluvert að vegum hér á Austurlandi undanfarin ári, og hafa það verið mest Sunnlendingar, er unnið hafa að vegagerðinni; þó hafa nokkrir Austlendingar hingað til fengið þar vinnu, þar til í ár, að vegabótastjórarnir hafa neitað flestum Austfirðingum um vinnu og það þó þeir hefðu verið með þeim áður, og reynst vel og vegabótastjórarnir bera það fyrir að, vegfræðingur landsins, Sigurður Thoroddsen, vilji helst enga hafa í vinnunni nema Sunnlendinga.
Þetta fyrirkomulag virðist oss óhafandi, bæði fyrir landsjóð og oss Austlendinga.
Landssjóður tapar á því, að launa mönnunum miklu lengur að sunnan, og svo mun hann borga eitthvað af ferðakostnaðinum.
En vér Austlendingar virðumst að standa næstir atvinnunni í okkar eigin landsfjórðungi. Það væri fróðlegt að reyna það, hvernig Sunnlendingar tækju því, ef teknir væru menn nær eingöngu héðan að austan til þess að vinna að vegabótum hjá þeim. Og vér fáum ekki séð, að Sunnlendingum beri nokkur forgangsréttur til vegabótavinnu í öðrum landsfjórðungum. Og svo er nauðsynlegt að aðrir venjist og læri þá vinnu en Sunnlendingar einir, svo að kunnátta sú geti komið öðrum landsmönnum að notum við vegalagningu á sýslu- og hreppavegum.
Sýslunefnd Norður-Múlasýslu lagði í vetur töluvert fé til vegagerða hér í fjörðunum, er Bjarni gullsmiður Sigurðsson hefur tekið að sér að láta vinna, og mun hann vel kjörinn til þess starfa, enda hefur hann undanfarin ár unnið að vegagerðum með Magnúsi Vigfússyni. En til allrar óhamingju hafði eigi verið séð fyrir að hafa til nein vegabótaverkfæri, svo hætt er við að vinnan geti varla gengið eins greitt og hefðu þau verið í góðu lagi. Er það sorglegt hugsunarleysi af þeim, sem um það áttu að sjá í tæka tíð.


Austri, 8. júní, 1901, 11. árg., 21. tbl., forsíða:

Vegavinna
Það hefur verið unnið töluvert að vegum hér á Austurlandi undanfarin ári, og hafa það verið mest Sunnlendingar, er unnið hafa að vegagerðinni; þó hafa nokkrir Austlendingar hingað til fengið þar vinnu, þar til í ár, að vegabótastjórarnir hafa neitað flestum Austfirðingum um vinnu og það þó þeir hefðu verið með þeim áður, og reynst vel og vegabótastjórarnir bera það fyrir að, vegfræðingur landsins, Sigurður Thoroddsen, vilji helst enga hafa í vinnunni nema Sunnlendinga.
Þetta fyrirkomulag virðist oss óhafandi, bæði fyrir landsjóð og oss Austlendinga.
Landssjóður tapar á því, að launa mönnunum miklu lengur að sunnan, og svo mun hann borga eitthvað af ferðakostnaðinum.
En vér Austlendingar virðumst að standa næstir atvinnunni í okkar eigin landsfjórðungi. Það væri fróðlegt að reyna það, hvernig Sunnlendingar tækju því, ef teknir væru menn nær eingöngu héðan að austan til þess að vinna að vegabótum hjá þeim. Og vér fáum ekki séð, að Sunnlendingum beri nokkur forgangsréttur til vegabótavinnu í öðrum landsfjórðungum. Og svo er nauðsynlegt að aðrir venjist og læri þá vinnu en Sunnlendingar einir, svo að kunnátta sú geti komið öðrum landsmönnum að notum við vegalagningu á sýslu- og hreppavegum.
Sýslunefnd Norður-Múlasýslu lagði í vetur töluvert fé til vegagerða hér í fjörðunum, er Bjarni gullsmiður Sigurðsson hefur tekið að sér að láta vinna, og mun hann vel kjörinn til þess starfa, enda hefur hann undanfarin ár unnið að vegagerðum með Magnúsi Vigfússyni. En til allrar óhamingju hafði eigi verið séð fyrir að hafa til nein vegabótaverkfæri, svo hætt er við að vinnan geti varla gengið eins greitt og hefðu þau verið í góðu lagi. Er það sorglegt hugsunarleysi af þeim, sem um það áttu að sjá í tæka tíð.