1901

Þjóðólfur, 14. júní, 1901, 53. árg., 29. tbl., bls. 114:

Brú á Sogið.
Í Þjóðólfi, 24. tölublaði þ.á., er skýrt frá því að á þingmálafundi Árnesinga, sem nýlega var haldinn á Selfossi, hafi meðal annars verið samþykkt áskorun til Alþingis “um að veita fé úr landssjóði til brúargerðar á Soginu, samkvæmt tillögu sýslunefndar. Jafnframt lýsti fundurinn megnri óánægju sinni yfir því, að engin skýrsla liggi enn fyrir frá verkfræðingi landsins um kostnað við brúna, þrátt fyrir ítrekaðar bænir héraðsbúa og skorar á verkfræðing að láta uppi álit sitt hér að lútandi svo tímanlega, að áætlunin verði lögð fyrir næsta þing”.
Þar eð ég verð að álíta, að fundarmenn hefðu ekki samþykkt slíka óánægju yfirlýsingu, ef þeir hefðu kynnt sér nægilega þetta mál, sem þeir voru að fjalla um – og getur maður ekki með sanngirni krafist þess af opinberum fundi, áður en hann fer að ráðast á einstaka menn? – verð ég að skýra þeim frá málavöxtum.
Samkvæmt áskorun landshöfðingja fór ég síðasta þingsumar – í ágúst – austur að skoða brúarstæði á Ytri-Rangá og Soginu; ég mældi bæði brúarstæðin og sendi landshöfðingja eftir nokkra daga teikningu og kostnaðaráætlun af brú yfir Rangá, en gat þess jafnframt í bréfi mínu, að ég hefði mælt brúarstæði á Soginu hjá Alviðri, og myndi eftir lauslega áætlun, hengibrú (ca. 60 álnir á lengd) þar kosta um 15.000 kr., en ég áliti að umferðin þar væri eigi svo mikil, að forsvaranlegt væri að leggja út í svo mikinn kostnað til brúargerðar, einkanlega þar sem brúarstæðið væri svo hentugur staður fyrir dragferju, því að þar legði fljótið mjög sjaldan og mætti því notast við ferjuna mestan hluta árs; þessi dragferja áleit ég að myndi nægja fyrst um sinn, þangað til umferðin yrði svo mikil, að þörf þætti á brú; dragferjan myndi kosta svo lítið, 2-3000 kr. eftir útbúnaði og gæðum, að sýslunni myndi ei ofvaxið að koma henni á.
Ég hafði mjög nauman tíma þá – hafði brugðið mér snöggvast til þessara mælinga frá Örnólfsdalsbrúnni, sem ég var þá að koma á – og þess vegna sendi ég ekki teikningu né sundurliðaða áætlun yfir brúna, enda áleit ég, að það myndi ei vera til mikils að koma með fjárbeiðni til þingsins, þegar mín tillaga hlaut að vera sú, að ekki yrði sett brú á Sogið fyrst um sinn.
Síðan hef ég ei heyrt neitt um þetta mál og hef ei fengið neina áskorun frá landshöfðingja um það, að koma með sundurliðaða áætlun, svo ég hef staðið í þeirri meiningu, að sýslubúar væru hættir við brúarhugmyndina og væru farnir að undirbúa dragferju.
Auðvitað skipti ég mér ekkert af þessari fundarsamþykkt undir þessu ókurteisisformi, en ekki veit ég, hvað ég hefði gert, ef þeir hefðu “privat” snúið sér til mín. – Nú verða þeir, ef þeir vilja halda þessu máli áfram, að snúa sér til landshöfðingja og það er þá undir því komið, hvort honum finnst ástæða til þess að gerð verði sundurliðuð áætlun yfir brúargerðina.
Möðruvöllum 29. maí 1901.
Sig. Thoroddsen.
* * *
Athgr. Það var í sjálfu sér gott að fá þessa skilagrein frá verkfræðingnum. Af henni sést, að ekki hefur verið gerð enn nein sundurliðuð áætlun um brúargerð þessa á Soginu eða um kostnaðinn við brú þessa, og hafa þó Árnesingar oftar en einu sinni farið þess á leit. Brúarinnar er full þörf á þessum stað, því að 2 fjölmennustu hreppar sýslunnar, sem inniluktir eru af óbrúaðir sundvötnum, Grímsnes- og Biskupstungnahreppar, mundu almennt nota brú þessa, bæði niður á Eyrarbakka og hingað til Reykjavíkur. Að vísu væri dragferja betri en ekki í bráð, en úr því að fyrr eða síðar verður óhjákvæmilegt að byggja hengibrú þarna yfir Sogið, virðist lítil ástæða að káka við dragferju fyrst, enda munu sýslubúar heldur vilja vinna til að bíða um stund, til að fá þar reglulega hengibrú, heldur en að fara að kosta þar dragferju til bráðabirgða. Hitt er annað mál, hvað þeir neyðast til að gera, ef þingið vill ekkert sinna réttmætum óskum þeirra og enginn verkfræðingur fæst til að semja áætlun um kostnaðinn, eða verður látinn gera það, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur héraðsbúa. Vonandi skýrir landshöfðingi frá því á þingi, hvers vegna þetta hefur farist fyrir til þessa.
Ritstj.


Þjóðólfur, 14. júní, 1901, 53. árg., 29. tbl., bls. 114:

Brú á Sogið.
Í Þjóðólfi, 24. tölublaði þ.á., er skýrt frá því að á þingmálafundi Árnesinga, sem nýlega var haldinn á Selfossi, hafi meðal annars verið samþykkt áskorun til Alþingis “um að veita fé úr landssjóði til brúargerðar á Soginu, samkvæmt tillögu sýslunefndar. Jafnframt lýsti fundurinn megnri óánægju sinni yfir því, að engin skýrsla liggi enn fyrir frá verkfræðingi landsins um kostnað við brúna, þrátt fyrir ítrekaðar bænir héraðsbúa og skorar á verkfræðing að láta uppi álit sitt hér að lútandi svo tímanlega, að áætlunin verði lögð fyrir næsta þing”.
Þar eð ég verð að álíta, að fundarmenn hefðu ekki samþykkt slíka óánægju yfirlýsingu, ef þeir hefðu kynnt sér nægilega þetta mál, sem þeir voru að fjalla um – og getur maður ekki með sanngirni krafist þess af opinberum fundi, áður en hann fer að ráðast á einstaka menn? – verð ég að skýra þeim frá málavöxtum.
Samkvæmt áskorun landshöfðingja fór ég síðasta þingsumar – í ágúst – austur að skoða brúarstæði á Ytri-Rangá og Soginu; ég mældi bæði brúarstæðin og sendi landshöfðingja eftir nokkra daga teikningu og kostnaðaráætlun af brú yfir Rangá, en gat þess jafnframt í bréfi mínu, að ég hefði mælt brúarstæði á Soginu hjá Alviðri, og myndi eftir lauslega áætlun, hengibrú (ca. 60 álnir á lengd) þar kosta um 15.000 kr., en ég áliti að umferðin þar væri eigi svo mikil, að forsvaranlegt væri að leggja út í svo mikinn kostnað til brúargerðar, einkanlega þar sem brúarstæðið væri svo hentugur staður fyrir dragferju, því að þar legði fljótið mjög sjaldan og mætti því notast við ferjuna mestan hluta árs; þessi dragferja áleit ég að myndi nægja fyrst um sinn, þangað til umferðin yrði svo mikil, að þörf þætti á brú; dragferjan myndi kosta svo lítið, 2-3000 kr. eftir útbúnaði og gæðum, að sýslunni myndi ei ofvaxið að koma henni á.
Ég hafði mjög nauman tíma þá – hafði brugðið mér snöggvast til þessara mælinga frá Örnólfsdalsbrúnni, sem ég var þá að koma á – og þess vegna sendi ég ekki teikningu né sundurliðaða áætlun yfir brúna, enda áleit ég, að það myndi ei vera til mikils að koma með fjárbeiðni til þingsins, þegar mín tillaga hlaut að vera sú, að ekki yrði sett brú á Sogið fyrst um sinn.
Síðan hef ég ei heyrt neitt um þetta mál og hef ei fengið neina áskorun frá landshöfðingja um það, að koma með sundurliðaða áætlun, svo ég hef staðið í þeirri meiningu, að sýslubúar væru hættir við brúarhugmyndina og væru farnir að undirbúa dragferju.
Auðvitað skipti ég mér ekkert af þessari fundarsamþykkt undir þessu ókurteisisformi, en ekki veit ég, hvað ég hefði gert, ef þeir hefðu “privat” snúið sér til mín. – Nú verða þeir, ef þeir vilja halda þessu máli áfram, að snúa sér til landshöfðingja og það er þá undir því komið, hvort honum finnst ástæða til þess að gerð verði sundurliðuð áætlun yfir brúargerðina.
Möðruvöllum 29. maí 1901.
Sig. Thoroddsen.
* * *
Athgr. Það var í sjálfu sér gott að fá þessa skilagrein frá verkfræðingnum. Af henni sést, að ekki hefur verið gerð enn nein sundurliðuð áætlun um brúargerð þessa á Soginu eða um kostnaðinn við brú þessa, og hafa þó Árnesingar oftar en einu sinni farið þess á leit. Brúarinnar er full þörf á þessum stað, því að 2 fjölmennustu hreppar sýslunnar, sem inniluktir eru af óbrúaðir sundvötnum, Grímsnes- og Biskupstungnahreppar, mundu almennt nota brú þessa, bæði niður á Eyrarbakka og hingað til Reykjavíkur. Að vísu væri dragferja betri en ekki í bráð, en úr því að fyrr eða síðar verður óhjákvæmilegt að byggja hengibrú þarna yfir Sogið, virðist lítil ástæða að káka við dragferju fyrst, enda munu sýslubúar heldur vilja vinna til að bíða um stund, til að fá þar reglulega hengibrú, heldur en að fara að kosta þar dragferju til bráðabirgða. Hitt er annað mál, hvað þeir neyðast til að gera, ef þingið vill ekkert sinna réttmætum óskum þeirra og enginn verkfræðingur fæst til að semja áætlun um kostnaðinn, eða verður látinn gera það, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur héraðsbúa. Vonandi skýrir landshöfðingi frá því á þingi, hvers vegna þetta hefur farist fyrir til þessa.
Ritstj.