1901

Þjóðólfur, 9. júlí, 1901, 53. árg., 34. tbl., bls. 134:

Þingmálafundur Sunnmýlinga.
_
Eftirfarandi tillögur voru ræddar og samþykktar:
. Samgöngumál:
. Fundurinn skorar á báða þingm. sína að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til, að fé verði lagt úr landsjóði á þessu þingi til akbrautarlagningar um Fagradal, sem fundurinn skoðar eitt fyrsta lífs- og framfaraskilyrði Fljótsdalshéraðs. Akbraut yfir Fjarðarheiði er fundurinn algert mótfallinn og vill heldur bíða betri tíma í akbrautarmálinu, en að lagt verði fé til akbrautar yfir hana.
. Fundurinn skorar á þingið að hlutast til um, að Selfljótsós verði mældur upp til uppsiglingar fyrir strandbátana.
. Fundurinn skorar á þingið, að breyta vegalögunum í þá átt, að þeim hluta sýsluvegagjaldsins, sem lagður er til póstvega, verði hér eftir ráðstafað af sýslunefnd.
. Fundurinn skorar á þingið, að veita fé til brúargerðar á Grímsá, að minnsta kosti til jafns við sýslufélög.


Þjóðólfur, 9. júlí, 1901, 53. árg., 34. tbl., bls. 134:

Þingmálafundur Sunnmýlinga.
_
Eftirfarandi tillögur voru ræddar og samþykktar:
. Samgöngumál:
. Fundurinn skorar á báða þingm. sína að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til, að fé verði lagt úr landsjóði á þessu þingi til akbrautarlagningar um Fagradal, sem fundurinn skoðar eitt fyrsta lífs- og framfaraskilyrði Fljótsdalshéraðs. Akbraut yfir Fjarðarheiði er fundurinn algert mótfallinn og vill heldur bíða betri tíma í akbrautarmálinu, en að lagt verði fé til akbrautar yfir hana.
. Fundurinn skorar á þingið að hlutast til um, að Selfljótsós verði mældur upp til uppsiglingar fyrir strandbátana.
. Fundurinn skorar á þingið, að breyta vegalögunum í þá átt, að þeim hluta sýsluvegagjaldsins, sem lagður er til póstvega, verði hér eftir ráðstafað af sýslunefnd.
. Fundurinn skorar á þingið, að veita fé til brúargerðar á Grímsá, að minnsta kosti til jafns við sýslufélög.