1901

Ísafold, 31. júlí, 1901, 28. árg., 52. tbl., bls 207:

Landsvegabætur.
Fjárlaganefndin hefur samið og sett í nefndarálit sitt eftirfarandi fróðlega skýrslu um, hvernig varið hefur verið vegafé landsins (til flutningabrauta, þjóðvega og fjallvega) um síðustu 10 ár undanfarin eftir sýslum, þ.e. hvað komið hefur á hverja sýslu:
Sýslur: Kr.
Árness 193.800
Gullbringu- og Kjósar 96.160
Mýra 65.200
Eyjafjarðar 50.600
Húnavatns 38.700
Dala 36.900
Rangárvalla 33.900
Skagafjarðar 32.100
Borgarfjarðar 31.000
Norður-Múla 30.500
Skaftafells 20.130
Suður-Múla 16.100
Stranda 12.800
Suður-Þingeyjar 10.300
Barðastrandar 6.900
Snæfellsnes 2.000
Norður-Þingeyjar 1.100
Ísafjarðar 700

Auk þess eru hér ótaldar ýmsar fjárveitingar til brúa, er veittar hafa verið með sérstökum lögum – segir nefndin.
Fjárlagaálit neðri deildar er nú nýprentað, lengra en dæmi munu til áður.
Hér munu talin nokkur meiri háttar atriði úr því.
Flutningarbrautir. Nefndin segir ókleift að eiga neitt við nýjar flutningabrautir á næsta fjárhagstímabili; leggur aðeins til að lokið sé við eyfirsku brautina (12-14.000 kr); hitt, um 12.000 hvort árið gangi til viðhalds á eldri akbrautum.
Þjóðvegir. Þær 100.000 kr., sem til þeirra eru ætlaðar á fjárhagstímabilinu leggur nefndin til að skiptist þannig:
Til framhalds Borgarnesveginum, frá Urriðaá að Hítará, 25.000 kr.
Til brúar á Skaftá 7.000, gegn því að sýslan leggi til það er á vantar.
Til vegagerðar á Hrútafjarðarhálsi og Miðfjarðarhálsi 12.000 kr.
Þá gangi 10.000 kr. til viðhalds og vegabóta í suðuramtinu og vesturamtinu; 20.000 til vegabóta í Múlasýslum (þar af 8-10.000 á Fjarðarheiði).
Viðhald vega. Nefndin segir, að viðhaldskostnaður við flutningabrautir og þjóðvegi sé orðinn svo gífurlegur, að brátt virðist að því reka, að allt það fé, sem landssjóði er fært að leggja fram til vegabóta á hverju fjárhagstímabili, gangi eingöngu til viðhalds, svo að engu verði varið til nýrra vegagerða. Er því verið að hugsa um að leggja viðhaldið á sýslurnar, með nýjum lögum, enda eðlilegt, segir hún, að þau héruðin, þar sem mestu er varið af fé landssjóðs til vegabóta, leggi að tiltölu meira fram til viðhalds á vegum sínum.
Sýsluvegir. Nefndin vill bæta inn í nýjum gjaldalið, “tillagi til sýsluvega rúmlega 15.000 um fjárhagstímabilið, og ánafnar þar af 5.000 til Breiðadalsheiðar gegn jafnmiklu frá sýslubúum, og annað eins og með sömu skilyrðum til Hellisheiðar m.m. í N-Múlasýslu; þá eiga Skagfirðingar að fá 300 kr. hvort árið til dragferjuhalds á Héraðsvötnum, í (ólæsilegt orð) þess, hve ötulir þeir hafa verið að koma upp brúm í sínu héraði og lagt á sig hátt gjald til samgöngubóta, 12 aura nú á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann.
Til að brúa ósinn í Bolungarvík leggur nefndin með 2.000 kr. fjárveitingu gegn jafnmiklu frá héraðsbúum.
Hörgárbrúin kostaði 4.000 kr. meira en til stóð, eða 19.000 kr., vegna ýmissa óhappa, og vill nefndin hlaupa þar undir bagga með 2.500 kr.


Ísafold, 31. júlí, 1901, 28. árg., 52. tbl., bls 207:

Landsvegabætur.
Fjárlaganefndin hefur samið og sett í nefndarálit sitt eftirfarandi fróðlega skýrslu um, hvernig varið hefur verið vegafé landsins (til flutningabrauta, þjóðvega og fjallvega) um síðustu 10 ár undanfarin eftir sýslum, þ.e. hvað komið hefur á hverja sýslu:
Sýslur: Kr.
Árness 193.800
Gullbringu- og Kjósar 96.160
Mýra 65.200
Eyjafjarðar 50.600
Húnavatns 38.700
Dala 36.900
Rangárvalla 33.900
Skagafjarðar 32.100
Borgarfjarðar 31.000
Norður-Múla 30.500
Skaftafells 20.130
Suður-Múla 16.100
Stranda 12.800
Suður-Þingeyjar 10.300
Barðastrandar 6.900
Snæfellsnes 2.000
Norður-Þingeyjar 1.100
Ísafjarðar 700

Auk þess eru hér ótaldar ýmsar fjárveitingar til brúa, er veittar hafa verið með sérstökum lögum – segir nefndin.
Fjárlagaálit neðri deildar er nú nýprentað, lengra en dæmi munu til áður.
Hér munu talin nokkur meiri háttar atriði úr því.
Flutningarbrautir. Nefndin segir ókleift að eiga neitt við nýjar flutningabrautir á næsta fjárhagstímabili; leggur aðeins til að lokið sé við eyfirsku brautina (12-14.000 kr); hitt, um 12.000 hvort árið gangi til viðhalds á eldri akbrautum.
Þjóðvegir. Þær 100.000 kr., sem til þeirra eru ætlaðar á fjárhagstímabilinu leggur nefndin til að skiptist þannig:
Til framhalds Borgarnesveginum, frá Urriðaá að Hítará, 25.000 kr.
Til brúar á Skaftá 7.000, gegn því að sýslan leggi til það er á vantar.
Til vegagerðar á Hrútafjarðarhálsi og Miðfjarðarhálsi 12.000 kr.
Þá gangi 10.000 kr. til viðhalds og vegabóta í suðuramtinu og vesturamtinu; 20.000 til vegabóta í Múlasýslum (þar af 8-10.000 á Fjarðarheiði).
Viðhald vega. Nefndin segir, að viðhaldskostnaður við flutningabrautir og þjóðvegi sé orðinn svo gífurlegur, að brátt virðist að því reka, að allt það fé, sem landssjóði er fært að leggja fram til vegabóta á hverju fjárhagstímabili, gangi eingöngu til viðhalds, svo að engu verði varið til nýrra vegagerða. Er því verið að hugsa um að leggja viðhaldið á sýslurnar, með nýjum lögum, enda eðlilegt, segir hún, að þau héruðin, þar sem mestu er varið af fé landssjóðs til vegabóta, leggi að tiltölu meira fram til viðhalds á vegum sínum.
Sýsluvegir. Nefndin vill bæta inn í nýjum gjaldalið, “tillagi til sýsluvega rúmlega 15.000 um fjárhagstímabilið, og ánafnar þar af 5.000 til Breiðadalsheiðar gegn jafnmiklu frá sýslubúum, og annað eins og með sömu skilyrðum til Hellisheiðar m.m. í N-Múlasýslu; þá eiga Skagfirðingar að fá 300 kr. hvort árið til dragferjuhalds á Héraðsvötnum, í (ólæsilegt orð) þess, hve ötulir þeir hafa verið að koma upp brúm í sínu héraði og lagt á sig hátt gjald til samgöngubóta, 12 aura nú á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann.
Til að brúa ósinn í Bolungarvík leggur nefndin með 2.000 kr. fjárveitingu gegn jafnmiklu frá héraðsbúum.
Hörgárbrúin kostaði 4.000 kr. meira en til stóð, eða 19.000 kr., vegna ýmissa óhappa, og vill nefndin hlaupa þar undir bagga með 2.500 kr.