1901

Fjallkonan, 2. ágúst, 1901, 18. árg., 30. tbl., forsíða:

Tillögur fjárlaganefndarinnar.
_
Nefndin vill að þeim 4.000 kr., sem gert er ráð fyrir að veita á fjárhagstímabilinu til flutningabrauta, sé varið svo miklu sem þarf af 28.000 kr. fyrra árið til flutningabrautar í Eyjafirði, en hinu til viðhalds á eldri flutningabrautum.
Þeim 100.000 kr., sem áætlaðar eru til þjóðvega á fjárhagstímabilinu, vill nefndin verja þannig:
Til þess að halda áfram veginum vestur Mýrar frá Urriðaá til Hítarár 25.000 kr. , til brúargerðar á Skaftá, gegn því að sýslan leggi til það sem á vantar 7.000 kr., til vegagerðar á Hrútafjarðar- og Miðfjarðarhálsi 12.000 kr., til viðhalds og vegabóta í Suður- og Vesturamtinu 16.000 kr., til vegabóta í Norðuramtinu 20.000 kr., til vegabóta í Múlasýslunum (þar af 8-10.000 kr. til vegagerðar á Fjarðarheiði) 20.000 kr.
_
Til vegagerðar á Breiðdalsheiði vestra og Hellisheiði eystra skal af tillagi til sýsluvega varið 2.500 kr. til hvorrar heiðar á ári gegn jafnmiklum styrk frá hlutaðeigandi héruðum, 300 kr. ársstyrkur til viðhalds dragferju á Héraðsvötnum og 2.500 kr. viðbótarstyrkur til Hörgárbrúar (áður veittar 7.500 kr.).
Enn fremur vill nefndin veita af sama fé 2.000 kr. til brúar á Ósinn í Bolungarvík.


Fjallkonan, 2. ágúst, 1901, 18. árg., 30. tbl., forsíða:

Tillögur fjárlaganefndarinnar.
_
Nefndin vill að þeim 4.000 kr., sem gert er ráð fyrir að veita á fjárhagstímabilinu til flutningabrauta, sé varið svo miklu sem þarf af 28.000 kr. fyrra árið til flutningabrautar í Eyjafirði, en hinu til viðhalds á eldri flutningabrautum.
Þeim 100.000 kr., sem áætlaðar eru til þjóðvega á fjárhagstímabilinu, vill nefndin verja þannig:
Til þess að halda áfram veginum vestur Mýrar frá Urriðaá til Hítarár 25.000 kr. , til brúargerðar á Skaftá, gegn því að sýslan leggi til það sem á vantar 7.000 kr., til vegagerðar á Hrútafjarðar- og Miðfjarðarhálsi 12.000 kr., til viðhalds og vegabóta í Suður- og Vesturamtinu 16.000 kr., til vegabóta í Norðuramtinu 20.000 kr., til vegabóta í Múlasýslunum (þar af 8-10.000 kr. til vegagerðar á Fjarðarheiði) 20.000 kr.
_
Til vegagerðar á Breiðdalsheiði vestra og Hellisheiði eystra skal af tillagi til sýsluvega varið 2.500 kr. til hvorrar heiðar á ári gegn jafnmiklum styrk frá hlutaðeigandi héruðum, 300 kr. ársstyrkur til viðhalds dragferju á Héraðsvötnum og 2.500 kr. viðbótarstyrkur til Hörgárbrúar (áður veittar 7.500 kr.).
Enn fremur vill nefndin veita af sama fé 2.000 kr. til brúar á Ósinn í Bolungarvík.