1901

Ísafold, 3. ágúst, 1901, 28. árg., 53. tbl., forsíða:

“Eldhúsdagurinn”.
Aðfinnslur við stjórnina.
_ Valtýr Guðmundsson (frmsm): Eftirlitsleysið er mikið af landsstjórnarinnar hálfu. Í gær kom það fram í umræðunni um holdsveikraspítalann, að þar hefur óþarflega miklu fé verið eytt. Sama er að segja um vegabótamálið. Stjórnin undirbýr það ekki nægilega undir hvert þing, og það leiðir til mikilla aukafjárveitinga. Nýlega hefur verið fyrir dómstólunum mál gegn einum vegabótaverkstjóra, sem sýnir áþreifanlega, að þörf er á nákvæmara eftirliti, t.d. að hærra er borgað fyrir vinnu hesta o.s.frv. en þörf er á. Ræðum. brýnir fastlega fyrir landsstjórninni að skerpa eftirlitið í þeirri grein.
_ Landshöfðingi:_ Um vegabótamálin er það að segja, að lengi má sjá á eftir, að ekki hafi allt verið sem best fyrirhugað. Áætlanir verður að gera tveim árum fyrirfram og á þeim tíma geta komið nýjar þarfir, sem ekki verða fyrir séðar. Um mál það, sem fyrir dómstólunum hefur verið, er það að segja, að af dóminum geta menn sannfærst um, að ekki var nema í einstökum tilfellum of mikið borgað; stundum var borgað of lítið, svo landssjóður hefur ekki orðið fyrir miklum halla. Þess konar misfellur sjást ekki, fyrr en endurskoðun fer fram. En hún er líka næg trygging fyrir, að landssjóði verði ekki fært annað til útgjalda en rétt er.
_ Einar Jónsson: Fréttir hafa borist af því, að hætta hafi orðið við lagningu Lagarfljótsbrúarinnar og svifferjunnar á Lagarfljóti. Biður landsh. um skýrslur og samninga um þessi fyrirtæki.
Landshöfðingi getur ekki orðið við þeim tilmælum með því að skjölin væru eystra hjá verkfræðingi landsins.
Skúli Thoroddsen: _ Eitt atriði í ræðu landshöfðingja var vegabótamál landsins. Megn óánægja er út af því með þjóðinni, ríkur grunur um mjög miklar misfellur. Móti einum verkstjóra hefur verið höfðað sakamál. Landsyfirréttur sá sig knúðan að lýsa yfir því, að rannsóknardómarinn hefði farið svo að ráði sínu, að frekari eftirgrennslan sé gagnslaus. Landssjóður hefur um mörg ár verið látinn borga meira fyrir ýmislegt, sem til vegabóta þarf, en hæfilegt er. Þetta er svo alvarlegt, að í málið hefði átt að skipa konungl. rannsóknardómara, en í stað þess hefur allt verið gert til að þagga málið niður, af því að það er hneykslismál fyrir landsstjórnina. Von er að þjóðina taki sárt, ef illa er farið með vegabótaféð, jafn mikið og hún leggur þar á sig.


Ísafold, 3. ágúst, 1901, 28. árg., 53. tbl., forsíða:

“Eldhúsdagurinn”.
Aðfinnslur við stjórnina.
_ Valtýr Guðmundsson (frmsm): Eftirlitsleysið er mikið af landsstjórnarinnar hálfu. Í gær kom það fram í umræðunni um holdsveikraspítalann, að þar hefur óþarflega miklu fé verið eytt. Sama er að segja um vegabótamálið. Stjórnin undirbýr það ekki nægilega undir hvert þing, og það leiðir til mikilla aukafjárveitinga. Nýlega hefur verið fyrir dómstólunum mál gegn einum vegabótaverkstjóra, sem sýnir áþreifanlega, að þörf er á nákvæmara eftirliti, t.d. að hærra er borgað fyrir vinnu hesta o.s.frv. en þörf er á. Ræðum. brýnir fastlega fyrir landsstjórninni að skerpa eftirlitið í þeirri grein.
_ Landshöfðingi:_ Um vegabótamálin er það að segja, að lengi má sjá á eftir, að ekki hafi allt verið sem best fyrirhugað. Áætlanir verður að gera tveim árum fyrirfram og á þeim tíma geta komið nýjar þarfir, sem ekki verða fyrir séðar. Um mál það, sem fyrir dómstólunum hefur verið, er það að segja, að af dóminum geta menn sannfærst um, að ekki var nema í einstökum tilfellum of mikið borgað; stundum var borgað of lítið, svo landssjóður hefur ekki orðið fyrir miklum halla. Þess konar misfellur sjást ekki, fyrr en endurskoðun fer fram. En hún er líka næg trygging fyrir, að landssjóði verði ekki fært annað til útgjalda en rétt er.
_ Einar Jónsson: Fréttir hafa borist af því, að hætta hafi orðið við lagningu Lagarfljótsbrúarinnar og svifferjunnar á Lagarfljóti. Biður landsh. um skýrslur og samninga um þessi fyrirtæki.
Landshöfðingi getur ekki orðið við þeim tilmælum með því að skjölin væru eystra hjá verkfræðingi landsins.
Skúli Thoroddsen: _ Eitt atriði í ræðu landshöfðingja var vegabótamál landsins. Megn óánægja er út af því með þjóðinni, ríkur grunur um mjög miklar misfellur. Móti einum verkstjóra hefur verið höfðað sakamál. Landsyfirréttur sá sig knúðan að lýsa yfir því, að rannsóknardómarinn hefði farið svo að ráði sínu, að frekari eftirgrennslan sé gagnslaus. Landssjóður hefur um mörg ár verið látinn borga meira fyrir ýmislegt, sem til vegabóta þarf, en hæfilegt er. Þetta er svo alvarlegt, að í málið hefði átt að skipa konungl. rannsóknardómara, en í stað þess hefur allt verið gert til að þagga málið niður, af því að það er hneykslismál fyrir landsstjórnina. Von er að þjóðina taki sárt, ef illa er farið með vegabótaféð, jafn mikið og hún leggur þar á sig.