1901

Fjallkonan, 8. september, 1901, 18. árg., 33. tbl., bls. 3:

Til flutningabrauta eru áætlaðar 48.000 kr. og gegnir það furðu, að þingið skuli fleygja út stórfé í þessar flutningabrautir, sem eru að kalla ekkert notaðar og óvíst er að sumar verði nokkurntíma að verulegu gagni, því ef farið yrði að nota náttúruöflin í stað hestaflsins, mundu sumar þessar brautir verða lagðar öðruvísi. Eyfirðingum eru ætlaðar 19 þús. Fagradal 6.000, Borgfirðingum (ólæsileg nokkur orð).
Þjóðvegum eru ætlaðar 92.000 kr. (Mýravegurinn 20 þús., vegur við Stykkishólm 5 þús., vegur á Hrútafjarðarhálsi 10 þús., á Fjarðarheiði 6 þús., í Hornafirði 3 þús., ennfremur í N-Múlasýslu 4 þús., S-Múlasýslu 4 þús., í N-amti 18 þús., í Suður- og Vesturamti 13 þús., til brúar á Skaftá (sýslan leggi til 1.000) 7 þús., alls 39 þús.
Til fjallvega 10 þús. og til sýsluvega 15 þús. Þar af til Breiðdalsheiðar (vestra) 5 þús. (sýslurnar leggi til 2 1/2 þús.) til vegar úr Jökulsárhlíð (N-M) norður á Brekknaheiði 5 þús. (sýslan leggi til 2 1/2 þús.) til dragferju á Héraðsvötnum 600, til brúarinnar á Hörgá 2 1/2 þús., til brúar yfir Bolungarvíkurós 2 þús., héraðsmenn leggi jafnt til.


Fjallkonan, 8. september, 1901, 18. árg., 33. tbl., bls. 3:

Til flutningabrauta eru áætlaðar 48.000 kr. og gegnir það furðu, að þingið skuli fleygja út stórfé í þessar flutningabrautir, sem eru að kalla ekkert notaðar og óvíst er að sumar verði nokkurntíma að verulegu gagni, því ef farið yrði að nota náttúruöflin í stað hestaflsins, mundu sumar þessar brautir verða lagðar öðruvísi. Eyfirðingum eru ætlaðar 19 þús. Fagradal 6.000, Borgfirðingum (ólæsileg nokkur orð).
Þjóðvegum eru ætlaðar 92.000 kr. (Mýravegurinn 20 þús., vegur við Stykkishólm 5 þús., vegur á Hrútafjarðarhálsi 10 þús., á Fjarðarheiði 6 þús., í Hornafirði 3 þús., ennfremur í N-Múlasýslu 4 þús., S-Múlasýslu 4 þús., í N-amti 18 þús., í Suður- og Vesturamti 13 þús., til brúar á Skaftá (sýslan leggi til 1.000) 7 þús., alls 39 þús.
Til fjallvega 10 þús. og til sýsluvega 15 þús. Þar af til Breiðdalsheiðar (vestra) 5 þús. (sýslurnar leggi til 2 1/2 þús.) til vegar úr Jökulsárhlíð (N-M) norður á Brekknaheiði 5 þús. (sýslan leggi til 2 1/2 þús.) til dragferju á Héraðsvötnum 600, til brúarinnar á Hörgá 2 1/2 þús., til brúar yfir Bolungarvíkurós 2 þús., héraðsmenn leggi jafnt til.