1901

Austri, 23. september 1901, 11. árg., 35. tbl., forsíða:

Fagridalur, – Akbraut – Æsing
eftir séra Magnús Bl. Jónsson í Vallarnesi
Í 24. tbl. “Bjarka” 25. júní þ.á er flutt fregn af þingmálafundi að Höfða í vor, og honum gefin sú aðaleinkunn, að allt hafi gengið þar öfugt við það, sem við hefði mátt búast að við það, sem Bjarki álítur æskilegt vera. Ég ætla ekki að deila um þetta við Bjarka, því að ég lái ekki honum, fremur en öðrum þó hann haldi fram Sinni skoðun á almennum málum, meðan það aðeins er gert með hógværð og stillingu og með virðingu fyrir sannfæringu annarra manna, sem aðra kunna að hafa. – Þess vegna hef ég og þagað við fregn þessari og einkunn þeirri sem blaðið gefur fundinum, ef ekki hefði, eftir að sagt er að fundurinn vilji fá akbraut á Fagradal en ekki á Fjarðarheiði, verið bætt við þessari athugasemd: “Akbrautarsamþykktin nær engri átt. Þar sem annað eins er samþykkt nú, eftir að nákvæmar mælingar hafa farið fram á báðum fjallvegunum, þar ræður æsingin ein, en öll skynsemi og umhugsun er þar rekin á afrétt.” – Við þessari athugasemd kann ég ekki við að þegja, sérstaklega fyrir það, að “Bjarki” og máske fleiri, kynnu að skilja þögnina svo, að fundarmenn frá Höfða hefðu engu hér til að svara.
Það væri auðvelt að vinna skoðunum sínum sigur, ef ekki þyrfti meira til en að lýsa því yfir, að æsing ein, en hvorki skynsemi né umhugsun réði hjá andmælendum sínum. Og í þessu máli vill svo til, að málinu um lagningu akbrautar um Fagradal hefur fyrri verið hreyft á þingmálafundi að Höfða en í vor. Sumarið 1893 var þar skorað á þingmenn Suður-Múlasýslu að koma því til leiðar á þingi það sumar að akbraut yrði lögleidd á Fagradal. Tókust þeir þetta á hendur og fluttu málið á þingi og fyrir það er flutningsbraut lögtekin á Fagradal með veglögnum frá 13. apríl 1894. Í þetta skipti gat þó víst ekki æsingin ein ráðið á þingmálafundinum á Höfða, þar sem engin rödd hafði heyrst til þess tíma um nokkurn akveg til Héraðs, og þá eigi heldur yfir Fjarðarheiði. Ósk þessari réði eingöngu þörf Héraðsins til þess að losna við hinn erfiða og dýra lestaflutning sumar og vetur. Síðan liggur akbrautarmálið niðri í 6 ár, eða þangað til 1899, að farið er að hreyfa því hér í sýslu, fyrst í viðræðum manna, að akbrautarlögin ein nægi eigi, heldur þurfi sem fyrst að fá fé til framkvæmda, til að leggja akbrautina. Þá – og þá fyrst – fara að heyrast raddir af Seyðisfirði um Fjarðarheiði. Og síðan hefur þessu Fjarðarheiðarmáli verið haldi fram með æ meira kappi og stutt með mögulegum og ómögulegum rökum og í sumum blaðagreinum með fjarstæðum og lokleysum, (talað um sjóplóga og því um líkt). Þetta nægir til að sýna að akbraut á Fagradal var fyrir löngu eigi aðeins hugsuð af oss Héraðsmönnum, heldur og lögleidd, áður en Seyðfirðinga dreymi fyrir nokkurri akbraut. – Þeir taka upp hugmynda til láns og fara svo að keppa við okkur um vegarstæðið. – Ef annars nokkru staðar er að tala um æsing í þessu máli, þá hygg ég að þetta nægi til að sýna hvar hún á heima.
Þó ætla ég ekki að nefna það æsing heldur eins konar dugnað í barátunni fyrir tilverunni, þetta hversu Seyðisfjörður er leikinn í að henda á lofti og reyna að verða fyrri til að hagnýta fyrir sig hugmyndir annarra manna. Sem dæmi um það er spítalamálið (hafið á Eskifirði) akbrautarmálið (hafið á Héraði) og nú síðast klæðaverksmiðjumálið (hafi á Eyjafirði). Og hvernig gengið hefur verið að þessum málum; sýnir, að mennirnir eru bæði dugnaðar og kappsemin og hafa þar á ofan, líklega oftast nær, skynsemina í heimahögum, – sem raunar allt saman – út af fyrir sig – getur verið allrar virðingar vert.
Það á alls ekkert skylt við æsing að vér Héraðsmenn viljum hafa akbrautina, þar sem hún þegar er ákveðin, á Fagradal. Það er byggt á þeirri sannfæringu vorri frá fyrstu, að dalur þessi sé hið eina akvegarstæði milli Héraðs og sjávar, sem að notum geti komið, og þessi sannfæring styðst við staðlega (locala) þekkingu vetur og sumar. Oss dettur ekki í hug að rengja verkfræðinginn, eða halda, að ekki megi leggja akveg á Fjarðarheiði. Það má líklega mjög víða, ef það eitt er tekið til greina. En Héraðsmönnum er ekki um það að gera að fá einhvern akveg, heldur akveg, sem getur fullnægt þeim þörfum vorum, sem hafa komið oss út í þetta akbrautarmál. – Það, sem vér aftur byggjum á full not akbrautar um Fagradal, en lítil eða engin um Fjarðarheiði, er þetta aðallega:
. Tíminn sem aka má eftir auðum vegi um Fagradal er minnst 2/5 lengir og því miklu meiri trygging fyrir að nægilegt vörumagn verði flutt yfir sumarið.
. Vegurinn er brattalaus nema stuttur spölur, þar af leiðir, að allt það þriðjungi meira má flytja á hverjum vagni með sama útbúnaði, og flutningur þar af leiðandi, þriðjungi ódýrari. Þetta hefur sérlega mikla þýðingu, af því að hið eina sem hætt er við að gæti staðið í vegi fyrir notkun akbrautar, er að almenningur sæi í flutningskostnaðinn, og þá því fremur sem hann væri hærri.
. Á Fagradal er alls staðar graslendi og það óþrotlegt og gott, meðfram veginum, svo að alls staðar má hafa skiptistöðvar, og á hestum hvar sem vill, en Fjarðarheiði er ekki annað en hraun og hrjóstur, sannkölluð eyðimörk.
Þeir sem upphaflega hrundu akbrautarmálinu af staða, hafa aldrei hugsað sér, að akbraut yrði notuð að vetri til, og því ekki gert ráð fyrir að nota þyrfti snjóplóga og önnur slík áhöld. Aftur er eðlilegt að formælendur Fjarðarheiðar finni þörf á slíku þar sem óhugsanlegt er, að hinn skammi tími, sem vegur þar er auður, gæti fullnægt flutningaþörfinni, nema með allt of stórkostlegum útbúnaði (fjölda vagna og hesta, sem svo hefðu allt of stutta atvinnu, til að bera sig, með hæfilegu flutningsgjaldi). En þegar 4-6 álna háar vörður eru venjulega á kafi í sjó á Fjarðarheiði fram á sumar, sem þó eru hlaðnar á hæstu holtinu, þá er annað hvort; að akbrautin yrði að vera vel upphleypt í dýpstu dældum, eða þá að snjóplógurinn þyrfti að rista djúpt.
Ástæðan fyrir því, að þingmálafundurinn á Höfða vildi ekki þiggja akbrautina yfir Fjarðarheiði, ef hún fengist ekki á Fagradal, heldur láta málið bíða betri tíða, voru:
. að akbrautin á Fjarðarheiði kæmi ekki að notum fyrir snjódýpt, fyrir of stuttan notkunartíma árlega á brautinni og fyrir erfiðari akstur og of hátt flutningsgjald;
. að þegar akbraut væri komin á Fjarðarheiði og reynsla sýndi, að hún væri ekki notuð til vagnflutnings, enda þótt orsakir þess væri ekki aðeins hinar fyrrgreindu, – þá mundi verða langt að bíða þess, að önnur akbraut yrði lög við hliðina á henni yfir Fagradal.
Fundurinn taldi nauðsynlegt, að annað sporið í þessu máli yrði rétt stigið, en ekki öfugt.
Hverja ástæðu höfum vér nú, Héraðsmenn, til að æskja akbrautar? Þessu er að nokkru leyti svarað í upphafi greinar þessara. Lestaflutningurinn hefði 3 aðalókosti:
. að hann fer illa bæði með menn og hesta, sér í lagi vetrarferðirnar, yfir einn hinn versta fjallveg hér austanlands.
. að hann er afardýr, bæði fyrir það að hestahald er hér dýrt, og það, hve langur tími gengur til hans, mest um aðal bjargræðistímann, vorið og sumarið.
. að bændur mega ekki missa þann vinnukraft sem í flutningana gengur og hljóta oft þeirra vegna að vanrækja nauðsynjastörf. Getur sá óbeini skaði oft orðið miklu meiri en hinn beini kostnaður
Og þó er þetta ekki aðalástæðan til að æskja akbrautar til Héraðs. Aðalástæðan er sú, að við þurfum að fá vörur fluttar til Héraðsins, sem nú er ekki hugsanlegt að verði fluttar, fyrir vantandi vinnukraft, hesta og manna, enda ókleyfan kostnað með slíkum flutningsgöngum sem nú tíðkast. Lífsskilyrði Héraðsins í framtíðinni er aukin og bætt jarðrækt, bæði töðu og matjurta, en til þess þarf áburð. Eini vegurinn til að auka hann er að fá annað eldsneyti en áburðinn (sauðataðið), en það getur ekki orðið á annan veg en að fá akbraut frá sjó til Héraðs, svo flutt verði kol til eldsneytis. Þetta er þýðingarmeira atriði en kannski virðist í fljótu bragði. Ég tel sama að brenna áburði og að brenna töðu, og hún er sannarlega dýr eldiviður.
Það er aðgætandi, að hér lifa menn eingöngu á landbúnaði, og þess vega er grasræktin aðalfóturinn undir lífi og velmegun allra alþýðu hér. – Önnur varan er timbur. Það er óséð, hversu mjög hinn erfiði og dýri lestaflutningur á timbri stendur fyrir verulegum húsabótum hér á Héraði og hver áhrif það hefur aftur á heilsu og vellíðan manna.
Hér um má segja, að úr þessum þörfum sé bætt með akveg, eins og þó hann liggi á þessum staðnum sem hinum, en því neitum við, sem eigum að njóta vegarins og nota hann. Við Héraðsmenn getum alls eigi látið oss í léttu rúmi liggja hvort hann liggur þar, sem hann kemur að fullum notum eða sáralitlum eða alls engum. Ef við fáum ekki veginn, þar sem við höfum hans not, þá er oss engin þága í að peningum landssjóðs sé varið í gagnlausan veg og þannig kastað í sjóinn. Við eru þver á móti andstæðir því, bæði sem gjaldendur og meðeigendur landssjóðs, að fé hans sé kastað burtu í ónytju fyrirtæki.
En hvað getur Seyðfirðingum gengið til að vilja eyðileggja þetta nauðsynjamál Héraðsins? Líklega sannfæring um, að vegur sé betur á kominn á Fjarðarheiði en Fagradal. – Það er að minnsta kosti ólíklegt að það séu einungis viðskiptin við Héraðið, sem þeir sú að halda í. til þess er þetta allt of mikið velferðarmál fyrir Héraðið að kaupstaðarpólitík ætti að komast þar að. Héraðið mun og enn vera allmiklum mun mannfleira en Seyðisfjörður, og því hörð aðgöngu sú kenning, að Héraðið eigi aðeins að vera til fyrir Seyðisfjörð. Að minnst kosti dettur mér ekki í hug að ætlast til, að Seyðisfjörður, enda þótt minni sé, ætti aðeins að vera til, til þess að þjóna þörf Héraðsins.
Og hverjir hafa nú eðlilegastan atkvæðisrétt um það, hvar akbrautin eigi að liggja? Svar: Þeir sem hún er lögð fyrir. Sé hún lögð fyrir Seyðisfjörð, þá er sjálfsaft að leggja hana þar sem hún álítur sig hafa hennar best not. Sé hún lögð fyrir Hérað, á þess atkvæði á sama hátt að gilda. En fyrir hvern eða hverja verður hún lögð ef til kemur? Svar: Fyrir þá sem flutningarnir hafa hvílt á. Og þá mun koma upp hlutur Héraðsmanna, því ég veit ekki til að Seyðisfjörður hafi neitt haft af því að segja, hvað það er, að ná öllum lífsnauðsynjum sínum yfir Fjarðarheiði.
Ég skal ótilkvaddur játa það, að mér og líklega flestum Héraðsmönnum væri eins kært, eða jafnvel kærara, að Fagridalur hefði legið til Seyðisfjarðar, vegna þess að viðskiptabönd Héraðsins liggja nú flest þangað. En hinu neita ég, að þetta eigi geti ráðið því, hvar akbrautin liggi. Ég efast ekki um, að einhver þiggi Héraðsverslunina, þó hann eigi að leggja vörurnar upp á Reyðarfirði, og ég vil jafnvel halda, að sumir hinna ötulu kaupmanna á Seyðisfirði mundu ekki horfa í að byggja þar skúr yfir vörurnar til Héraðsins, þegar farið yrði að bjóða upp verslun, sem næmi 11/2-2 hundr. þúsunda. – En hvað sem því liði, þá er það hin besta meðmæling með Héraðsversluninni, hversu sárt Seyðisfiðri er um hana. Aðrir kaupmenn mundu ímynda sér að eitthvað væri í það varið, er Seyðfirðingar halda svo fast í.
Annars liggur hinn fyrirhugaði Fagradalsvegur að góðir höfn og það er aðalskilyrðið. Það hefur sjaldan staðið á því, að fá einhvern til að versla, þar sem vörumagnið er fyrir.
Ég hef í þessum línum sett skoðanir mínar fram sem gildandi fyrir allt Héraðið. Að vísu hefur heyrst að sumir á Úthéraði hafi mælt með akbraut yfir Fjarðarheiði, en ég veit ekki hvernig því víkur við, ef satt er. Eigi akbraut að koma að notum hljóta vörur Héraðsins að afhendast frá upplagshúsi við annan hvorn enda Lagarfjótsbrúarinnar (meðan ekki kemur föst verslun þar), hvort sem nú kaupmaðurinn annast flutninginn eða Héraðið semdi um hann við sérstakan mann eða menn. Og mér er óskiljanlegt, að verra sé að taka vörur sínar þar, þó þær hafi komið eftir akbraut um Fagradal, en um Fjarðarheiði. Ég hef annars sjálfur heyrt þá skoðun hjá einum manni á Úthéraði, að akbraut, hvort sem væri yfir Fagradal eða Fjarðarheiði, væri eigi fyrir Úthérað. En á meðan ekki fæst uppsigling á Selfljótsós, sem ég, vegna Úthéraðsmanna vildi óska að sem fyrst yrði (því ekki erum við Upp-héraðsmann bættari, þó Úthéraðið sé í sömu fordæmingunni með aðflutning sem við), þá sé ég ekki betur en að þeim væri stór hagur að akbraut. Þá gætu þeir á vetrum flutt mesta eða alla þungavöru sína frá brúnni og heim í hlöð sína á sleðum, eftir akbraut þerri sem frost og snjór leggja á hverjum vetri um allt Úthérað. Og ólíkt væri það því, að brjótast með hesta í færu og ófæru yfir Vestdalsheiði um hávetur, eins og nú á sér stað.
Þetta er nú orðið lengra mál en ég vildi, og þó margt síður útfært og ógreinilegra en orðið hefði, ef ég hefði ekki óttast rúmleysi í blaðinu. En mér þótti réttar að sýna almenningi, að það hefði ekki verið æsingin eintóm, heldur dálítil um hugsun með fram, sem réði ályktun þingmálafundarins á Höfða í akvegarmálinu í vor.
Ég hefði svarað athugasemd Bjarka fyrr, en fékk, því miður, ekki þetta 24. tölublað fyrr en í gærkvöldi.
14. ágúst 1901
Þessi vel rökstudda ritgerð er tekin hér í Austra eftir beiðni höfundarins, svo hún verði alþýðu kunn, þar eð Austri hefur margfalt fleiri kaupendur en Bjarki, enda hefur hún þeirri sömu skoðun fram og ritstjóri Austra hefur oft látið í ljós hér í blaðinu.
Ritstj.


Austri, 23. september 1901, 11. árg., 35. tbl., forsíða:

Fagridalur, – Akbraut – Æsing
eftir séra Magnús Bl. Jónsson í Vallarnesi
Í 24. tbl. “Bjarka” 25. júní þ.á er flutt fregn af þingmálafundi að Höfða í vor, og honum gefin sú aðaleinkunn, að allt hafi gengið þar öfugt við það, sem við hefði mátt búast að við það, sem Bjarki álítur æskilegt vera. Ég ætla ekki að deila um þetta við Bjarka, því að ég lái ekki honum, fremur en öðrum þó hann haldi fram Sinni skoðun á almennum málum, meðan það aðeins er gert með hógværð og stillingu og með virðingu fyrir sannfæringu annarra manna, sem aðra kunna að hafa. – Þess vegna hef ég og þagað við fregn þessari og einkunn þeirri sem blaðið gefur fundinum, ef ekki hefði, eftir að sagt er að fundurinn vilji fá akbraut á Fagradal en ekki á Fjarðarheiði, verið bætt við þessari athugasemd: “Akbrautarsamþykktin nær engri átt. Þar sem annað eins er samþykkt nú, eftir að nákvæmar mælingar hafa farið fram á báðum fjallvegunum, þar ræður æsingin ein, en öll skynsemi og umhugsun er þar rekin á afrétt.” – Við þessari athugasemd kann ég ekki við að þegja, sérstaklega fyrir það, að “Bjarki” og máske fleiri, kynnu að skilja þögnina svo, að fundarmenn frá Höfða hefðu engu hér til að svara.
Það væri auðvelt að vinna skoðunum sínum sigur, ef ekki þyrfti meira til en að lýsa því yfir, að æsing ein, en hvorki skynsemi né umhugsun réði hjá andmælendum sínum. Og í þessu máli vill svo til, að málinu um lagningu akbrautar um Fagradal hefur fyrri verið hreyft á þingmálafundi að Höfða en í vor. Sumarið 1893 var þar skorað á þingmenn Suður-Múlasýslu að koma því til leiðar á þingi það sumar að akbraut yrði lögleidd á Fagradal. Tókust þeir þetta á hendur og fluttu málið á þingi og fyrir það er flutningsbraut lögtekin á Fagradal með veglögnum frá 13. apríl 1894. Í þetta skipti gat þó víst ekki æsingin ein ráðið á þingmálafundinum á Höfða, þar sem engin rödd hafði heyrst til þess tíma um nokkurn akveg til Héraðs, og þá eigi heldur yfir Fjarðarheiði. Ósk þessari réði eingöngu þörf Héraðsins til þess að losna við hinn erfiða og dýra lestaflutning sumar og vetur. Síðan liggur akbrautarmálið niðri í 6 ár, eða þangað til 1899, að farið er að hreyfa því hér í sýslu, fyrst í viðræðum manna, að akbrautarlögin ein nægi eigi, heldur þurfi sem fyrst að fá fé til framkvæmda, til að leggja akbrautina. Þá – og þá fyrst – fara að heyrast raddir af Seyðisfirði um Fjarðarheiði. Og síðan hefur þessu Fjarðarheiðarmáli verið haldi fram með æ meira kappi og stutt með mögulegum og ómögulegum rökum og í sumum blaðagreinum með fjarstæðum og lokleysum, (talað um sjóplóga og því um líkt). Þetta nægir til að sýna að akbraut á Fagradal var fyrir löngu eigi aðeins hugsuð af oss Héraðsmönnum, heldur og lögleidd, áður en Seyðfirðinga dreymi fyrir nokkurri akbraut. – Þeir taka upp hugmynda til láns og fara svo að keppa við okkur um vegarstæðið. – Ef annars nokkru staðar er að tala um æsing í þessu máli, þá hygg ég að þetta nægi til að sýna hvar hún á heima.
Þó ætla ég ekki að nefna það æsing heldur eins konar dugnað í barátunni fyrir tilverunni, þetta hversu Seyðisfjörður er leikinn í að henda á lofti og reyna að verða fyrri til að hagnýta fyrir sig hugmyndir annarra manna. Sem dæmi um það er spítalamálið (hafið á Eskifirði) akbrautarmálið (hafið á Héraði) og nú síðast klæðaverksmiðjumálið (hafi á Eyjafirði). Og hvernig gengið hefur verið að þessum málum; sýnir, að mennirnir eru bæði dugnaðar og kappsemin og hafa þar á ofan, líklega oftast nær, skynsemina í heimahögum, – sem raunar allt saman – út af fyrir sig – getur verið allrar virðingar vert.
Það á alls ekkert skylt við æsing að vér Héraðsmenn viljum hafa akbrautina, þar sem hún þegar er ákveðin, á Fagradal. Það er byggt á þeirri sannfæringu vorri frá fyrstu, að dalur þessi sé hið eina akvegarstæði milli Héraðs og sjávar, sem að notum geti komið, og þessi sannfæring styðst við staðlega (locala) þekkingu vetur og sumar. Oss dettur ekki í hug að rengja verkfræðinginn, eða halda, að ekki megi leggja akveg á Fjarðarheiði. Það má líklega mjög víða, ef það eitt er tekið til greina. En Héraðsmönnum er ekki um það að gera að fá einhvern akveg, heldur akveg, sem getur fullnægt þeim þörfum vorum, sem hafa komið oss út í þetta akbrautarmál. – Það, sem vér aftur byggjum á full not akbrautar um Fagradal, en lítil eða engin um Fjarðarheiði, er þetta aðallega:
. Tíminn sem aka má eftir auðum vegi um Fagradal er minnst 2/5 lengir og því miklu meiri trygging fyrir að nægilegt vörumagn verði flutt yfir sumarið.
. Vegurinn er brattalaus nema stuttur spölur, þar af leiðir, að allt það þriðjungi meira má flytja á hverjum vagni með sama útbúnaði, og flutningur þar af leiðandi, þriðjungi ódýrari. Þetta hefur sérlega mikla þýðingu, af því að hið eina sem hætt er við að gæti staðið í vegi fyrir notkun akbrautar, er að almenningur sæi í flutningskostnaðinn, og þá því fremur sem hann væri hærri.
. Á Fagradal er alls staðar graslendi og það óþrotlegt og gott, meðfram veginum, svo að alls staðar má hafa skiptistöðvar, og á hestum hvar sem vill, en Fjarðarheiði er ekki annað en hraun og hrjóstur, sannkölluð eyðimörk.
Þeir sem upphaflega hrundu akbrautarmálinu af staða, hafa aldrei hugsað sér, að akbraut yrði notuð að vetri til, og því ekki gert ráð fyrir að nota þyrfti snjóplóga og önnur slík áhöld. Aftur er eðlilegt að formælendur Fjarðarheiðar finni þörf á slíku þar sem óhugsanlegt er, að hinn skammi tími, sem vegur þar er auður, gæti fullnægt flutningaþörfinni, nema með allt of stórkostlegum útbúnaði (fjölda vagna og hesta, sem svo hefðu allt of stutta atvinnu, til að bera sig, með hæfilegu flutningsgjaldi). En þegar 4-6 álna háar vörður eru venjulega á kafi í sjó á Fjarðarheiði fram á sumar, sem þó eru hlaðnar á hæstu holtinu, þá er annað hvort; að akbrautin yrði að vera vel upphleypt í dýpstu dældum, eða þá að snjóplógurinn þyrfti að rista djúpt.
Ástæðan fyrir því, að þingmálafundurinn á Höfða vildi ekki þiggja akbrautina yfir Fjarðarheiði, ef hún fengist ekki á Fagradal, heldur láta málið bíða betri tíða, voru:
. að akbrautin á Fjarðarheiði kæmi ekki að notum fyrir snjódýpt, fyrir of stuttan notkunartíma árlega á brautinni og fyrir erfiðari akstur og of hátt flutningsgjald;
. að þegar akbraut væri komin á Fjarðarheiði og reynsla sýndi, að hún væri ekki notuð til vagnflutnings, enda þótt orsakir þess væri ekki aðeins hinar fyrrgreindu, – þá mundi verða langt að bíða þess, að önnur akbraut yrði lög við hliðina á henni yfir Fagradal.
Fundurinn taldi nauðsynlegt, að annað sporið í þessu máli yrði rétt stigið, en ekki öfugt.
Hverja ástæðu höfum vér nú, Héraðsmenn, til að æskja akbrautar? Þessu er að nokkru leyti svarað í upphafi greinar þessara. Lestaflutningurinn hefði 3 aðalókosti:
. að hann fer illa bæði með menn og hesta, sér í lagi vetrarferðirnar, yfir einn hinn versta fjallveg hér austanlands.
. að hann er afardýr, bæði fyrir það að hestahald er hér dýrt, og það, hve langur tími gengur til hans, mest um aðal bjargræðistímann, vorið og sumarið.
. að bændur mega ekki missa þann vinnukraft sem í flutningana gengur og hljóta oft þeirra vegna að vanrækja nauðsynjastörf. Getur sá óbeini skaði oft orðið miklu meiri en hinn beini kostnaður
Og þó er þetta ekki aðalástæðan til að æskja akbrautar til Héraðs. Aðalástæðan er sú, að við þurfum að fá vörur fluttar til Héraðsins, sem nú er ekki hugsanlegt að verði fluttar, fyrir vantandi vinnukraft, hesta og manna, enda ókleyfan kostnað með slíkum flutningsgöngum sem nú tíðkast. Lífsskilyrði Héraðsins í framtíðinni er aukin og bætt jarðrækt, bæði töðu og matjurta, en til þess þarf áburð. Eini vegurinn til að auka hann er að fá annað eldsneyti en áburðinn (sauðataðið), en það getur ekki orðið á annan veg en að fá akbraut frá sjó til Héraðs, svo flutt verði kol til eldsneytis. Þetta er þýðingarmeira atriði en kannski virðist í fljótu bragði. Ég tel sama að brenna áburði og að brenna töðu, og hún er sannarlega dýr eldiviður.
Það er aðgætandi, að hér lifa menn eingöngu á landbúnaði, og þess vega er grasræktin aðalfóturinn undir lífi og velmegun allra alþýðu hér. – Önnur varan er timbur. Það er óséð, hversu mjög hinn erfiði og dýri lestaflutningur á timbri stendur fyrir verulegum húsabótum hér á Héraði og hver áhrif það hefur aftur á heilsu og vellíðan manna.
Hér um má segja, að úr þessum þörfum sé bætt með akveg, eins og þó hann liggi á þessum staðnum sem hinum, en því neitum við, sem eigum að njóta vegarins og nota hann. Við Héraðsmenn getum alls eigi látið oss í léttu rúmi liggja hvort hann liggur þar, sem hann kemur að fullum notum eða sáralitlum eða alls engum. Ef við fáum ekki veginn, þar sem við höfum hans not, þá er oss engin þága í að peningum landssjóðs sé varið í gagnlausan veg og þannig kastað í sjóinn. Við eru þver á móti andstæðir því, bæði sem gjaldendur og meðeigendur landssjóðs, að fé hans sé kastað burtu í ónytju fyrirtæki.
En hvað getur Seyðfirðingum gengið til að vilja eyðileggja þetta nauðsynjamál Héraðsins? Líklega sannfæring um, að vegur sé betur á kominn á Fjarðarheiði en Fagradal. – Það er að minnsta kosti ólíklegt að það séu einungis viðskiptin við Héraðið, sem þeir sú að halda í. til þess er þetta allt of mikið velferðarmál fyrir Héraðið að kaupstaðarpólitík ætti að komast þar að. Héraðið mun og enn vera allmiklum mun mannfleira en Seyðisfjörður, og því hörð aðgöngu sú kenning, að Héraðið eigi aðeins að vera til fyrir Seyðisfjörð. Að minnst kosti dettur mér ekki í hug að ætlast til, að Seyðisfjörður, enda þótt minni sé, ætti aðeins að vera til, til þess að þjóna þörf Héraðsins.
Og hverjir hafa nú eðlilegastan atkvæðisrétt um það, hvar akbrautin eigi að liggja? Svar: Þeir sem hún er lögð fyrir. Sé hún lögð fyrir Seyðisfjörð, þá er sjálfsaft að leggja hana þar sem hún álítur sig hafa hennar best not. Sé hún lögð fyrir Hérað, á þess atkvæði á sama hátt að gilda. En fyrir hvern eða hverja verður hún lögð ef til kemur? Svar: Fyrir þá sem flutningarnir hafa hvílt á. Og þá mun koma upp hlutur Héraðsmanna, því ég veit ekki til að Seyðisfjörður hafi neitt haft af því að segja, hvað það er, að ná öllum lífsnauðsynjum sínum yfir Fjarðarheiði.
Ég skal ótilkvaddur játa það, að mér og líklega flestum Héraðsmönnum væri eins kært, eða jafnvel kærara, að Fagridalur hefði legið til Seyðisfjarðar, vegna þess að viðskiptabönd Héraðsins liggja nú flest þangað. En hinu neita ég, að þetta eigi geti ráðið því, hvar akbrautin liggi. Ég efast ekki um, að einhver þiggi Héraðsverslunina, þó hann eigi að leggja vörurnar upp á Reyðarfirði, og ég vil jafnvel halda, að sumir hinna ötulu kaupmanna á Seyðisfirði mundu ekki horfa í að byggja þar skúr yfir vörurnar til Héraðsins, þegar farið yrði að bjóða upp verslun, sem næmi 11/2-2 hundr. þúsunda. – En hvað sem því liði, þá er það hin besta meðmæling með Héraðsversluninni, hversu sárt Seyðisfiðri er um hana. Aðrir kaupmenn mundu ímynda sér að eitthvað væri í það varið, er Seyðfirðingar halda svo fast í.
Annars liggur hinn fyrirhugaði Fagradalsvegur að góðir höfn og það er aðalskilyrðið. Það hefur sjaldan staðið á því, að fá einhvern til að versla, þar sem vörumagnið er fyrir.
Ég hef í þessum línum sett skoðanir mínar fram sem gildandi fyrir allt Héraðið. Að vísu hefur heyrst að sumir á Úthéraði hafi mælt með akbraut yfir Fjarðarheiði, en ég veit ekki hvernig því víkur við, ef satt er. Eigi akbraut að koma að notum hljóta vörur Héraðsins að afhendast frá upplagshúsi við annan hvorn enda Lagarfjótsbrúarinnar (meðan ekki kemur föst verslun þar), hvort sem nú kaupmaðurinn annast flutninginn eða Héraðið semdi um hann við sérstakan mann eða menn. Og mér er óskiljanlegt, að verra sé að taka vörur sínar þar, þó þær hafi komið eftir akbraut um Fagradal, en um Fjarðarheiði. Ég hef annars sjálfur heyrt þá skoðun hjá einum manni á Úthéraði, að akbraut, hvort sem væri yfir Fagradal eða Fjarðarheiði, væri eigi fyrir Úthérað. En á meðan ekki fæst uppsigling á Selfljótsós, sem ég, vegna Úthéraðsmanna vildi óska að sem fyrst yrði (því ekki erum við Upp-héraðsmann bættari, þó Úthéraðið sé í sömu fordæmingunni með aðflutning sem við), þá sé ég ekki betur en að þeim væri stór hagur að akbraut. Þá gætu þeir á vetrum flutt mesta eða alla þungavöru sína frá brúnni og heim í hlöð sína á sleðum, eftir akbraut þerri sem frost og snjór leggja á hverjum vetri um allt Úthérað. Og ólíkt væri það því, að brjótast með hesta í færu og ófæru yfir Vestdalsheiði um hávetur, eins og nú á sér stað.
Þetta er nú orðið lengra mál en ég vildi, og þó margt síður útfært og ógreinilegra en orðið hefði, ef ég hefði ekki óttast rúmleysi í blaðinu. En mér þótti réttar að sýna almenningi, að það hefði ekki verið æsingin eintóm, heldur dálítil um hugsun með fram, sem réði ályktun þingmálafundarins á Höfða í akvegarmálinu í vor.
Ég hefði svarað athugasemd Bjarka fyrr, en fékk, því miður, ekki þetta 24. tölublað fyrr en í gærkvöldi.
14. ágúst 1901
Þessi vel rökstudda ritgerð er tekin hér í Austra eftir beiðni höfundarins, svo hún verði alþýðu kunn, þar eð Austri hefur margfalt fleiri kaupendur en Bjarki, enda hefur hún þeirri sömu skoðun fram og ritstjóri Austra hefur oft látið í ljós hér í blaðinu.
Ritstj.