1901

Ísafold, 28. desember, 1901, 28. árg., 81. tbl., forsíða:

Úr Dölum vestan.
_ Sumarið 1899 sótti sýslumaður um styrk úr landssjóði til brúargerðar á Laxá í Laxárdal á sýsluvegi, án þess að honum hafði verið falið það á hendur á sýslufundi. Veitti Alþingi til þess 1700 kr. á móti 2/3 frá sýslunni. Næsta vor fór hann fram á, að sýslunefndin veitti fé til brúarinnar, og samþykkti hún þá að veita 1700 kr. úr sýslusjóði, en hitt átti að fást á annan hátt (með samskotum etc.). Svo er sagt, að aldrei væri þessi fjárveiting borin undir atkvæði á sýslufundinum og engin ályktun var gerð um framkvæmd verksins, en sýslumaður fann sér skylt að taka að sér umsjón þess. Lét hann í fyrra byrja á að hlaða brúarstöplana, en eigi var því lokið fyrr en í haust, eftir að frost voru komin. Efnið í sjálfa brúna kom snemma síðastliðið sumar, og lá síðan ósnert í Búðardal til hausts. Væntu menn að sýslumaður léti byrja á brúarsmíðinni, er hann kom heim af þingi, en eigi varð af því. Var fyrst byrjað á verkinu, er vika var liðin af nóvember. Yfirsmiður við brúna var Vilhjálmur Ingvarsson frá Bæ í Hrútafirði og hafði hann með sér 2 menn að norðan, en sýslumaður átti að leggja til aðra 2 smiði, samkvæmt skriflegum samningi, er gerður var um verkið, en þeir menn komu aldrei. Tíð var fyrst hagstæð, meðan á brúarsmíðinni stóð; gerði frost svo hörð, að ís lagði á Laxá. En er svo langt var komið verkinu, að búið var að reisa smíðapalla milli stólpanna, til að standa á, og renna máttarviðunum eftir, og búið að koma stærstu trjánum út á pallana og langt komið að festa þá saman, þá brá til þíðu og braut þá áin pallana, en brúin féll í ána og brotnaði, svo hætta varð við verkið; verður nú Laxá brúarlaus í vetur.
Sumir kenna nú hirðuleysi sýslumanns um, að svona fór; þykir sem honum hefði eigi verið vorkunn að láta smíða brúna fyrr, eða að minnsta kosti hraða smíðinni meir en gert var, eftir að byrjað var, og á meðan góð var tíð. Óhætt er að fullyrða, að ekki hefði svona farið, hefði hann staðið við samninginn að sínu leyti og lagt til 2 smiði; brúin þá komin á, áður en áin ruddi sig. Er nú hætt við, að nokkur kurr verði út af þessu, eigi síður en út af brúargerðinni á Tungu í Miðdölum, sem sýslumaður hefur líka staðið fyrir. Sú brú er á þjóðvegi og kostuð að nokkru úr landssjóði. Til að smíða brúna fékk hann mann, sem óvanur var brúarsmíðum, og gerði hann hana eftir fyrirsögn sýslumanns sjálfs. Nú eru rúm 3 ár síðan byrjað var á brúarstöplunum og meira en 2 ár síðan byrjað var á trésmíðinni, en þó er henni eigi lokið enn, en einn máttarviður í brúnni brotinn, svo naumast mun hættulaust að fara um hana með hesta.
Hvort nokkur ber ábyrgð á því, hvernig komið er, er mér ókunnugt um, en hitt veit ég, að sagt er, að sýslumaður sé búinn að fá fé það, er veitt var til brúarinnar, landssjóðsféð jafnvel líka; en ekki veit ég, hvort satt er.
Vegagerð hefur sýslumaður látið byrja á í haust suður frá Búðardal, og (ólæsileg tvö orð) á annað hundrað faðma langur (ólæsileg nokkur orð) þó aldrei mölborinn og má því heita ófær orðinn. En það þykir markverðast við vegabætur þessar, að til þeirra kvað ekki vera veitt neitt fé úr sýslusjóði eða annarsstaðar af opinberu fé, og eru þær því líklega gerðar á kostnað sýslumanns. Það mun ósatt vera, að kostnaðurinn við veginn fyrir sunnan Laxá hafi staðið á sýslusjóðsreikningum síðastliðið vor. Sá reikningur var aldrei fenginn í hendur endurskoðanda sýslusjóðsreikninganna til yfirlits, heldur fékk sýslumaður annan sýslunefndarmann til að endurskoða hann og bar reikninginn að sögn aldrei undir atkvæði á sýslufundi, og ekki komst hann í hendur amtsráðsins á amtráðsfundinum. Um veginn suður frá Búðardal hefur sýslumaður að vísu sagt (sjálfsagt í gamni) að hann ætlaði að telja hann með á Laxárbrúarreikningnum, því brúin sjálf mundi ekki kosta 5.100 kr., og yrði hann því að grípa til þessa ráðs, til að ná í 1700 kr. úr landssjóði, en hitt er þó trúlegra, að hann annaðhvort borgi kostnaðinn sjálfur, eða reyni að fá hann borinn upp á annan hátt og með betri ráðum.
Hvort sem sýslumaður á það nú skilið eða ekki, þá er það þó víst, að margur nöldrar ofan í barm sér yfir öllu þessu; en hærra kemst það heldur ekki. Menn vita að eftirlitið heyrir yfirboðurum til; en svo eru þeir þagmælskir og umburðarlyndir, að ekki er hætt við að hátt sé kallað um það, þótt smábrestir sjáist á embættisfærslunni stöku sinnum, svo sem að sýslumaðurinn gleymi að halda manntalsþing á tilsettum degi og komi fyrst einum degi síðar og safni þá að sér nokkrum mönnum til að votta, að þing hafi verið sett, eins og altalað er að gerst hafi vorið 1900 í Saurbæjarhreppi. En vorkunn er Suðurdalamönnum, þótt þeir vilji ekki una við neitt minna en búsettan ráðgjafa til að líta eftir í landinu, og fylgi því Birgi sýslumanni við kosninguna í vor komandi, ef það er satt, að þeir séu fulltrúa um, að enginn óski heitara eftir búsettum ráðgjafa og betra eftirliti en hann. Prestur þeirra kvað líka vera mjög fylgjandi sýslumanni til kosninga (eftir sögn sýslum. sjálfs), en hlýtur fyrir skop og ákúrur hjá honum á bak. – Laun heimsins eru vanþakklæti.
Búðadal, 3.des. 1901
Jón Jónasson


Ísafold, 28. desember, 1901, 28. árg., 81. tbl., forsíða:

Úr Dölum vestan.
_ Sumarið 1899 sótti sýslumaður um styrk úr landssjóði til brúargerðar á Laxá í Laxárdal á sýsluvegi, án þess að honum hafði verið falið það á hendur á sýslufundi. Veitti Alþingi til þess 1700 kr. á móti 2/3 frá sýslunni. Næsta vor fór hann fram á, að sýslunefndin veitti fé til brúarinnar, og samþykkti hún þá að veita 1700 kr. úr sýslusjóði, en hitt átti að fást á annan hátt (með samskotum etc.). Svo er sagt, að aldrei væri þessi fjárveiting borin undir atkvæði á sýslufundinum og engin ályktun var gerð um framkvæmd verksins, en sýslumaður fann sér skylt að taka að sér umsjón þess. Lét hann í fyrra byrja á að hlaða brúarstöplana, en eigi var því lokið fyrr en í haust, eftir að frost voru komin. Efnið í sjálfa brúna kom snemma síðastliðið sumar, og lá síðan ósnert í Búðardal til hausts. Væntu menn að sýslumaður léti byrja á brúarsmíðinni, er hann kom heim af þingi, en eigi varð af því. Var fyrst byrjað á verkinu, er vika var liðin af nóvember. Yfirsmiður við brúna var Vilhjálmur Ingvarsson frá Bæ í Hrútafirði og hafði hann með sér 2 menn að norðan, en sýslumaður átti að leggja til aðra 2 smiði, samkvæmt skriflegum samningi, er gerður var um verkið, en þeir menn komu aldrei. Tíð var fyrst hagstæð, meðan á brúarsmíðinni stóð; gerði frost svo hörð, að ís lagði á Laxá. En er svo langt var komið verkinu, að búið var að reisa smíðapalla milli stólpanna, til að standa á, og renna máttarviðunum eftir, og búið að koma stærstu trjánum út á pallana og langt komið að festa þá saman, þá brá til þíðu og braut þá áin pallana, en brúin féll í ána og brotnaði, svo hætta varð við verkið; verður nú Laxá brúarlaus í vetur.
Sumir kenna nú hirðuleysi sýslumanns um, að svona fór; þykir sem honum hefði eigi verið vorkunn að láta smíða brúna fyrr, eða að minnsta kosti hraða smíðinni meir en gert var, eftir að byrjað var, og á meðan góð var tíð. Óhætt er að fullyrða, að ekki hefði svona farið, hefði hann staðið við samninginn að sínu leyti og lagt til 2 smiði; brúin þá komin á, áður en áin ruddi sig. Er nú hætt við, að nokkur kurr verði út af þessu, eigi síður en út af brúargerðinni á Tungu í Miðdölum, sem sýslumaður hefur líka staðið fyrir. Sú brú er á þjóðvegi og kostuð að nokkru úr landssjóði. Til að smíða brúna fékk hann mann, sem óvanur var brúarsmíðum, og gerði hann hana eftir fyrirsögn sýslumanns sjálfs. Nú eru rúm 3 ár síðan byrjað var á brúarstöplunum og meira en 2 ár síðan byrjað var á trésmíðinni, en þó er henni eigi lokið enn, en einn máttarviður í brúnni brotinn, svo naumast mun hættulaust að fara um hana með hesta.
Hvort nokkur ber ábyrgð á því, hvernig komið er, er mér ókunnugt um, en hitt veit ég, að sagt er, að sýslumaður sé búinn að fá fé það, er veitt var til brúarinnar, landssjóðsféð jafnvel líka; en ekki veit ég, hvort satt er.
Vegagerð hefur sýslumaður látið byrja á í haust suður frá Búðardal, og (ólæsileg tvö orð) á annað hundrað faðma langur (ólæsileg nokkur orð) þó aldrei mölborinn og má því heita ófær orðinn. En það þykir markverðast við vegabætur þessar, að til þeirra kvað ekki vera veitt neitt fé úr sýslusjóði eða annarsstaðar af opinberu fé, og eru þær því líklega gerðar á kostnað sýslumanns. Það mun ósatt vera, að kostnaðurinn við veginn fyrir sunnan Laxá hafi staðið á sýslusjóðsreikningum síðastliðið vor. Sá reikningur var aldrei fenginn í hendur endurskoðanda sýslusjóðsreikninganna til yfirlits, heldur fékk sýslumaður annan sýslunefndarmann til að endurskoða hann og bar reikninginn að sögn aldrei undir atkvæði á sýslufundi, og ekki komst hann í hendur amtsráðsins á amtráðsfundinum. Um veginn suður frá Búðardal hefur sýslumaður að vísu sagt (sjálfsagt í gamni) að hann ætlaði að telja hann með á Laxárbrúarreikningnum, því brúin sjálf mundi ekki kosta 5.100 kr., og yrði hann því að grípa til þessa ráðs, til að ná í 1700 kr. úr landssjóði, en hitt er þó trúlegra, að hann annaðhvort borgi kostnaðinn sjálfur, eða reyni að fá hann borinn upp á annan hátt og með betri ráðum.
Hvort sem sýslumaður á það nú skilið eða ekki, þá er það þó víst, að margur nöldrar ofan í barm sér yfir öllu þessu; en hærra kemst það heldur ekki. Menn vita að eftirlitið heyrir yfirboðurum til; en svo eru þeir þagmælskir og umburðarlyndir, að ekki er hætt við að hátt sé kallað um það, þótt smábrestir sjáist á embættisfærslunni stöku sinnum, svo sem að sýslumaðurinn gleymi að halda manntalsþing á tilsettum degi og komi fyrst einum degi síðar og safni þá að sér nokkrum mönnum til að votta, að þing hafi verið sett, eins og altalað er að gerst hafi vorið 1900 í Saurbæjarhreppi. En vorkunn er Suðurdalamönnum, þótt þeir vilji ekki una við neitt minna en búsettan ráðgjafa til að líta eftir í landinu, og fylgi því Birgi sýslumanni við kosninguna í vor komandi, ef það er satt, að þeir séu fulltrúa um, að enginn óski heitara eftir búsettum ráðgjafa og betra eftirliti en hann. Prestur þeirra kvað líka vera mjög fylgjandi sýslumanni til kosninga (eftir sögn sýslum. sjálfs), en hlýtur fyrir skop og ákúrur hjá honum á bak. – Laun heimsins eru vanþakklæti.
Búðadal, 3.des. 1901
Jón Jónasson