1901

Fjallkonan, 30. desember, 1901, 18. árg., 51. tbl., forsíða:

Stykkishólmsvegurinn.
Hr. Erlendur Zakaríasson vegfræðingur hefur nú í haust mælt veg þann sem leggja á milli Mýra og Stykkishólms, þ.e. framhald af Mýraveginum, sem lagður hefur verið undanfarin ár og gert er rað fyrir að halda áfram á næsta sumri, og Stykkishólmsvegurinn, sem alþingismaður Snæfellinga barðist fyrir á síðasta þingi.
Vegur þessi verður ærið kostnaðarsamur eftir mælingum og áætlunum vegfræðingsins. Hann gerir áætlun um að vegurinn frá Stykkishólmi og suður yfir Kerlingarskarð að Hjarðarfelli muni kosta hér um bil 13 1/2 þús. kr. Þaðan gerir hann ráð fyrir að vegurinn liggi yfir Hjarðarfellsflóa og að Laxá fyrir ofan Stóruþúfu, þaðan að Svínhól, um Hofmannaflöt, yfir Haffjarðará og Eldborgarhraun að Görðum og kostar 31 1/2 þús. kr. Þaðan vill hann leggja veginn suður hjá Barnaborgarhrauni og yfir Hítará hjá Brúarfossi; þaðan að Álftá, rétt fyrir norðan bæinn Álftá, svo að ánni Veitu fyrir neðan Álftartungu, og ofan með Urriðaá að vaðinu á henni, þar sem Mýravegurinn, sem í fyrra var lagður, kemur að henni að sunnanverðu. Þessi vegur gerir hann ráð um að kosti með brú á Hítará og Veitu 43 þús. kr. Eftir þessari áætlun þá kostar þessi vesturhluti vegarins (frá Urriðaá að Stykkishólmi) 88 þús. kr.
Þeir sem búa á Mýrunum neðanverðum vilja fá veginn lagðan aðra leið milli Barnaborgarhrauns og Urriðaár. Þeir vilja láta leggja hann niður að Krossholti og að Hítará hjá Skiphyl.
En vegfræðingurinn telur þá vegarstefnu ótæka vegna þess, að vegurinn yrði með því móti talsvert lengri og miklu dýrari, og viðhaldskostnaður þar á ofan miklu meiri. “Byggðin er að vísu þéttust með sjónum; en þeir sem þar búa nota mest sjóleiðina til vöruflutninga”.
Þennan veg er ráðgert að leggja að sumri að einhverju leyti.


Fjallkonan, 30. desember, 1901, 18. árg., 51. tbl., forsíða:

Stykkishólmsvegurinn.
Hr. Erlendur Zakaríasson vegfræðingur hefur nú í haust mælt veg þann sem leggja á milli Mýra og Stykkishólms, þ.e. framhald af Mýraveginum, sem lagður hefur verið undanfarin ár og gert er rað fyrir að halda áfram á næsta sumri, og Stykkishólmsvegurinn, sem alþingismaður Snæfellinga barðist fyrir á síðasta þingi.
Vegur þessi verður ærið kostnaðarsamur eftir mælingum og áætlunum vegfræðingsins. Hann gerir áætlun um að vegurinn frá Stykkishólmi og suður yfir Kerlingarskarð að Hjarðarfelli muni kosta hér um bil 13 1/2 þús. kr. Þaðan gerir hann ráð fyrir að vegurinn liggi yfir Hjarðarfellsflóa og að Laxá fyrir ofan Stóruþúfu, þaðan að Svínhól, um Hofmannaflöt, yfir Haffjarðará og Eldborgarhraun að Görðum og kostar 31 1/2 þús. kr. Þaðan vill hann leggja veginn suður hjá Barnaborgarhrauni og yfir Hítará hjá Brúarfossi; þaðan að Álftá, rétt fyrir norðan bæinn Álftá, svo að ánni Veitu fyrir neðan Álftartungu, og ofan með Urriðaá að vaðinu á henni, þar sem Mýravegurinn, sem í fyrra var lagður, kemur að henni að sunnanverðu. Þessi vegur gerir hann ráð um að kosti með brú á Hítará og Veitu 43 þús. kr. Eftir þessari áætlun þá kostar þessi vesturhluti vegarins (frá Urriðaá að Stykkishólmi) 88 þús. kr.
Þeir sem búa á Mýrunum neðanverðum vilja fá veginn lagðan aðra leið milli Barnaborgarhrauns og Urriðaár. Þeir vilja láta leggja hann niður að Krossholti og að Hítará hjá Skiphyl.
En vegfræðingurinn telur þá vegarstefnu ótæka vegna þess, að vegurinn yrði með því móti talsvert lengri og miklu dýrari, og viðhaldskostnaður þar á ofan miklu meiri. “Byggðin er að vísu þéttust með sjónum; en þeir sem þar búa nota mest sjóleiðina til vöruflutninga”.
Þennan veg er ráðgert að leggja að sumri að einhverju leyti.