1900

Þjóðólfur, 52. árgangur, smáfréttir úr ýmsum tbl. árið 1900:

Smáfréttir úr Þjóðólfi árið 1900.
9. mars, 11. tbl., bls. 43:
Brú á Norðurá í Skagafirði, smíðuð næstl. sumar, hefur fokið og brotnað í spón.

27. apríl, 19. tbl., bls 75:
Sýslufundur Árnesinga. Meðal helstu mála af 60 sem tekin voru fyrir: “Skorað á amtsráð að varðaður sé vegurinn frá Svínahrauni að Lækjarbotnum, sömuleiðis Mosfellsheiði”.

5. júní, 26. tbl., bls. 102:
Á þingmálafundi í Norður-Þingeyjarsýslu voru samgöngumál m.a. á dagskrá: “Brúin á Jökulsá í Axarfirði. Fundinum blandast ekki hugur um, að nauðsynin á brú yfir Jökulsá sé svo afarbrýn að landssjóður sé skyldur, að leggja fram fé til hennar, þegar á næsta þingi, og það því fremur , sem nær ekkert er lagt til samgöngubóta af landsfé í Norður-Þingeyjarsýslu í samanburði við aðrar sýslur landsins.”

15. júní, 28. tbl., bls. 111:
Í frétt úr Húnavatnssýslu er vikið að vegamálum: “Nú kvað vera byrjað að leggja nýjan veg út með Hrútafirði að austan, en margan furðar á, að ekki skyldi heldur vera byrjað á vegagerðinni yfir Hrútafjarðarháls; þar er þó áreiðanlega brýnni þörf á nýrri vegagerð; svo myndi það hafa reynst, ef rækilega hefði verið aðgætt.”

13. júlí, 33. tbl., bls. 130:
Á almennum kjósendafundi fyrir Sauðanes- og Svalbarðshreppa var m.a. samþykkt áskorun: “Að fé verði lagt fram sem fyrst af landssjóði til að brúa Jökulsá í Axarfirði”.


Þjóðólfur, 52. árgangur, smáfréttir úr ýmsum tbl. árið 1900:

Smáfréttir úr Þjóðólfi árið 1900.
9. mars, 11. tbl., bls. 43:
Brú á Norðurá í Skagafirði, smíðuð næstl. sumar, hefur fokið og brotnað í spón.

27. apríl, 19. tbl., bls 75:
Sýslufundur Árnesinga. Meðal helstu mála af 60 sem tekin voru fyrir: “Skorað á amtsráð að varðaður sé vegurinn frá Svínahrauni að Lækjarbotnum, sömuleiðis Mosfellsheiði”.

5. júní, 26. tbl., bls. 102:
Á þingmálafundi í Norður-Þingeyjarsýslu voru samgöngumál m.a. á dagskrá: “Brúin á Jökulsá í Axarfirði. Fundinum blandast ekki hugur um, að nauðsynin á brú yfir Jökulsá sé svo afarbrýn að landssjóður sé skyldur, að leggja fram fé til hennar, þegar á næsta þingi, og það því fremur , sem nær ekkert er lagt til samgöngubóta af landsfé í Norður-Þingeyjarsýslu í samanburði við aðrar sýslur landsins.”

15. júní, 28. tbl., bls. 111:
Í frétt úr Húnavatnssýslu er vikið að vegamálum: “Nú kvað vera byrjað að leggja nýjan veg út með Hrútafirði að austan, en margan furðar á, að ekki skyldi heldur vera byrjað á vegagerðinni yfir Hrútafjarðarháls; þar er þó áreiðanlega brýnni þörf á nýrri vegagerð; svo myndi það hafa reynst, ef rækilega hefði verið aðgætt.”

13. júlí, 33. tbl., bls. 130:
Á almennum kjósendafundi fyrir Sauðanes- og Svalbarðshreppa var m.a. samþykkt áskorun: “Að fé verði lagt fram sem fyrst af landssjóði til að brúa Jökulsá í Axarfirði”.