1900

Þjóðólfur, 12. janúar, 1900, 52. árg., 2. tbl., bls. 8:

Rannsókn
hefur verið haldin hér í bænum um hátíðarnar og síðar, gegn Einari Finnssyni vegfræðingi fyrir einhverja miður skjallega meðferð á landssjóðsfé í vegagerðarreikningum þeim, er hann hefur átt að sjá um. Aðalkærandinn mun vera Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, sem er umsjónarmaður vegagerðanna og á að hafa eftirlit með reikningunum. Hvort sakamál verður höfðað gegn Einari, er enn óvíst, því að rannsóknum mun ekki enn lokið. Þjóðólfur mun á sínum tíma skýra frá því, hvernig rannsóknum þessum lýkur.


Þjóðólfur, 12. janúar, 1900, 52. árg., 2. tbl., bls. 8:

Rannsókn
hefur verið haldin hér í bænum um hátíðarnar og síðar, gegn Einari Finnssyni vegfræðingi fyrir einhverja miður skjallega meðferð á landssjóðsfé í vegagerðarreikningum þeim, er hann hefur átt að sjá um. Aðalkærandinn mun vera Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, sem er umsjónarmaður vegagerðanna og á að hafa eftirlit með reikningunum. Hvort sakamál verður höfðað gegn Einari, er enn óvíst, því að rannsóknum mun ekki enn lokið. Þjóðólfur mun á sínum tíma skýra frá því, hvernig rannsóknum þessum lýkur.