1900

Ísafold, 27. janúar, 27. árg, 5. tbl., bls. 18:

Fréttabréf úr Árnessýslu.
Ísafold flytur fyrir stuttu ítarlega skýrslu um veginn frá Eyrarbakka og Stokkseyri að Ölfusárbrú, er þar víst allt rétt og satt sagt. Vegur þessi er hið mesta þarfaverk að vegabótum til og þykir Árnesingum og Rangæingum hann hin mesta gersemi. Því leiðara verður það, ef sú skyldi verða raunin á, að vegur þessi sé of lágur á fremsta kaflanum og vatnið beri burt hið smágerðasta og besta úr ofaníburðinum. Reyndar eru enn ekki mikil brögð að þessu, en þó vottur, enda eru nú talsverð ísalög á Breiðumýri. Auðvitað mun mega fyrirgirða skemmdir með því að dýpka framræsluskurðina o.fl.


Ísafold, 27. janúar, 27. árg, 5. tbl., bls. 18:

Fréttabréf úr Árnessýslu.
Ísafold flytur fyrir stuttu ítarlega skýrslu um veginn frá Eyrarbakka og Stokkseyri að Ölfusárbrú, er þar víst allt rétt og satt sagt. Vegur þessi er hið mesta þarfaverk að vegabótum til og þykir Árnesingum og Rangæingum hann hin mesta gersemi. Því leiðara verður það, ef sú skyldi verða raunin á, að vegur þessi sé of lágur á fremsta kaflanum og vatnið beri burt hið smágerðasta og besta úr ofaníburðinum. Reyndar eru enn ekki mikil brögð að þessu, en þó vottur, enda eru nú talsverð ísalög á Breiðumýri. Auðvitað mun mega fyrirgirða skemmdir með því að dýpka framræsluskurðina o.fl.