1900

Bjarki, 9. febrúar, 1900, 5. árg., 5. tbl., forsíða:

Akvegur frá Héraði til fjarða.
Á seinni árum hefur sú löngun, eins og eðlileg er, meir og meir rutt sér til rúms hjá Héraðsmönnum, að fá akveg þaðan til fjarða, svo að þeir gætu á vögnum flutt sér nauðsynjar sínar frá kauptúnunum og sjávarsíðunni.
Hér virðist nú einnig sem alvara fylgi máli, þar sem þeir á síðasta sumri fengu lagðan mílulangan akveg eftir héraðinu. Er þá næst að spyrja, hvar heppilegast sé að leggja akveginn frá Héraði til fjarða. Því skal ég svara strax afdráttarlaust og hlutdrægnislaust. Það er yfir Fjarðarheiði, en ekki yfir fagradal, eins og margir hafa þó haldið fram. Fjarðarheiði er, þrátt fyrir hæðina, svo vel löguð fyrir akveg, að ótrúlegt má virðast, og er það einnig álit lærðs mannvirkjafræðings, sem skoðað hefur leiðina. Akvegur yfir hana mun verða miklum mun ódýrari en yfir Fagradal. Vegalengdin er nær helmingi minni, viðhald á veginum yrði miklu kostnaðarminna, og það sem merkilegast er: vegurinn yrði kannski litlu erfiðari eða brattari á Fjarðarheiði en Fagradal. Enn hefur Fjarðarheiði einn kost fram yfir Fagradal og hann er sá, að yfir hana má fara hvenær sem er með hesta og æki, en oft er og verður alltaf tímunum saman ófært yfir Fagradal. Þó merkilegt sé og ótrúlegt þyki, þá eru af náttúrunnar völdum svo margir og miklir erfiðleikar á akvegalagningu eftir Fagradal, að ekki getur verið um hana að ræða, eftir mínu áliti, og síst þar sem Fjarðarheiði er jafn vel löguð fyrir akveg og sýnt hefur verið. Hver ætli sé svo tilgangurinn með að flytja Lagarfljótsbrúarefnið upp á Reyðarfjörð eins og frést hefur að væri í ráði. Kannski það sé gert af þeirri ástæðu, að ódýrara, léttara og fljótlegra sé að aka því yfir Fagradal, en t.d. yfir Fjarðarheiði, eða þá af Héraðssöndum eftir fljótinu. Sé þessi tilgangurinn, þá verð ég að gera öllum, sem hlut eiga að máli, aðvart um að Fagridalur er á vetrum gersamlega ófær til þess konar flutninga, svo ófær, að ég nenni hér ekki upp að telja alla þá galla, sem þar eru á. Fyrir þessu hef ég eigin reynslu, þar sem ég oft, og á öllum tímum árs, hef farið um Fagradal. Ég skora því fastlega á alla þá, sem hlut eiga að máli í flutningi brúarefnisins, að sjá svo um, að það verði á næsta sumri annað hvort flutt upp til Seyðisfjarðar, eða á Héraðssanda, svo strax að vetri yrði hægt að aka því að brúarstæðinu. Sökum þess að ég hef ekið yfir Fjarðarheiði bæði sumar og vetur og sjaldan haft minna í æki en fimm hestburði, þá stæði mér alveg á sama, hvort ég ætti heldur að aka brúarefninu frá Seyðisfirði yfir Fjarðarheiði, eða af Héraðssöndum. Og ekki skil ég í því, að það sé nein ástæða til þess að heimta meiri borgun fyrir að aka því yfir Fjarðarheiði, heldur en utan af söndum. En það er sjálfsagt að flytja brúarefnið á annan hvorn þessara síðastnefndu staða, en ekki til Reyðarfjarðar. Það yrði ekki til annars en auka óþarfa kostnað, þar sem það mundi reynast óumflýjanlegt að flytja það þaðan aftur á skipi, annaðhvort til Seyðisfjarðar, eða á Héraðssanda.
Að endingu er það ósk mín, að allir þeir, sem eiga hlut að máli viðvíkjandi Lagarfljótsbrúnni flýti fyrir öllu þar að lútandi svo að hún komist sem fyrst á fljótið.
Guðmundur Hávarðsson.


Bjarki, 9. febrúar, 1900, 5. árg., 5. tbl., forsíða:

Akvegur frá Héraði til fjarða.
Á seinni árum hefur sú löngun, eins og eðlileg er, meir og meir rutt sér til rúms hjá Héraðsmönnum, að fá akveg þaðan til fjarða, svo að þeir gætu á vögnum flutt sér nauðsynjar sínar frá kauptúnunum og sjávarsíðunni.
Hér virðist nú einnig sem alvara fylgi máli, þar sem þeir á síðasta sumri fengu lagðan mílulangan akveg eftir héraðinu. Er þá næst að spyrja, hvar heppilegast sé að leggja akveginn frá Héraði til fjarða. Því skal ég svara strax afdráttarlaust og hlutdrægnislaust. Það er yfir Fjarðarheiði, en ekki yfir fagradal, eins og margir hafa þó haldið fram. Fjarðarheiði er, þrátt fyrir hæðina, svo vel löguð fyrir akveg, að ótrúlegt má virðast, og er það einnig álit lærðs mannvirkjafræðings, sem skoðað hefur leiðina. Akvegur yfir hana mun verða miklum mun ódýrari en yfir Fagradal. Vegalengdin er nær helmingi minni, viðhald á veginum yrði miklu kostnaðarminna, og það sem merkilegast er: vegurinn yrði kannski litlu erfiðari eða brattari á Fjarðarheiði en Fagradal. Enn hefur Fjarðarheiði einn kost fram yfir Fagradal og hann er sá, að yfir hana má fara hvenær sem er með hesta og æki, en oft er og verður alltaf tímunum saman ófært yfir Fagradal. Þó merkilegt sé og ótrúlegt þyki, þá eru af náttúrunnar völdum svo margir og miklir erfiðleikar á akvegalagningu eftir Fagradal, að ekki getur verið um hana að ræða, eftir mínu áliti, og síst þar sem Fjarðarheiði er jafn vel löguð fyrir akveg og sýnt hefur verið. Hver ætli sé svo tilgangurinn með að flytja Lagarfljótsbrúarefnið upp á Reyðarfjörð eins og frést hefur að væri í ráði. Kannski það sé gert af þeirri ástæðu, að ódýrara, léttara og fljótlegra sé að aka því yfir Fagradal, en t.d. yfir Fjarðarheiði, eða þá af Héraðssöndum eftir fljótinu. Sé þessi tilgangurinn, þá verð ég að gera öllum, sem hlut eiga að máli, aðvart um að Fagridalur er á vetrum gersamlega ófær til þess konar flutninga, svo ófær, að ég nenni hér ekki upp að telja alla þá galla, sem þar eru á. Fyrir þessu hef ég eigin reynslu, þar sem ég oft, og á öllum tímum árs, hef farið um Fagradal. Ég skora því fastlega á alla þá, sem hlut eiga að máli í flutningi brúarefnisins, að sjá svo um, að það verði á næsta sumri annað hvort flutt upp til Seyðisfjarðar, eða á Héraðssanda, svo strax að vetri yrði hægt að aka því að brúarstæðinu. Sökum þess að ég hef ekið yfir Fjarðarheiði bæði sumar og vetur og sjaldan haft minna í æki en fimm hestburði, þá stæði mér alveg á sama, hvort ég ætti heldur að aka brúarefninu frá Seyðisfirði yfir Fjarðarheiði, eða af Héraðssöndum. Og ekki skil ég í því, að það sé nein ástæða til þess að heimta meiri borgun fyrir að aka því yfir Fjarðarheiði, heldur en utan af söndum. En það er sjálfsagt að flytja brúarefnið á annan hvorn þessara síðastnefndu staða, en ekki til Reyðarfjarðar. Það yrði ekki til annars en auka óþarfa kostnað, þar sem það mundi reynast óumflýjanlegt að flytja það þaðan aftur á skipi, annaðhvort til Seyðisfjarðar, eða á Héraðssanda.
Að endingu er það ósk mín, að allir þeir, sem eiga hlut að máli viðvíkjandi Lagarfljótsbrúnni flýti fyrir öllu þar að lútandi svo að hún komist sem fyrst á fljótið.
Guðmundur Hávarðsson.