1900

Austri, 10. mars, 1900, 10. árg., 8. tbl., forsíða:

Fagridalur og Lagarfljótsbrúin.
Það hefur verið tekið fram í Bjarka, að það mundi tefja fyrir byggingunni á Lagarfljótsbrúnni, ef viðurinn og annað efni til brúarinnar yrði lagt upp í Reyðarfirði, af því aldrei kæmi akfæri á Fagradal á vetrum.
En þetta er hreinasti heilaspuni. Vér höfum átt tal við marga Reyðfirðinga, sem eru Fagradal nákunnugir, og hafa þeir allir fullyrt, að það væri jafnan gott akfæri á Fagradal er út á liði, brattinn lítill upp dalinn og hliðbratti eigi teljandi, nema á stuttum spöl.
Síðast áttum vér tal um þetta við Kjartan Pétursson frá Eskifjarðarseli, sem er Fagradal nákunnugur, og fullyrti hann, að það væri akfæri gott á Fagradal á hverjum vetri er útá liði.
Stórkaupmaður Thor E. Tuliníus, sem sagt er að tekið hafi að sér að flytja upp hingað brúarviðinn, er borinn og barnfæddur á Eskifirði og þar upp alinn, og því Fagradal nákunnugur og hefur sjálfsagt valið að skipa upp brúarviðnum á Reyðarfirði, einmitt af því að honum var kunnugt um akfærið á Fagradal.
Það er því svo langt frá því, að það mundi tefja fyrir því að brúin kæmist á Lagarfljót, að brúarviðurinn yrði lagður upp á Reyðarfirði, að það getur vel flýtt fyrir brúarsmíðinni um heilt ár, því það má vel flytja brúarviðinn upp sama veturinn til Reyðarfjarðar og aka honum þegar yfir Fagradal. T.d. mætti flytja efnisviðinn í Lagarfljótsbrúna núna í marsmánuði upp á Reyðarfjörð og aka honum þaðan jafn harðan upp að brúarstæðinu, og þá yrði hægt að byggja brúna í sumar, en ekki fyrr en að sumri 1901, ef brúarefnið væri flutt upp á Héraðssand – að ótöldum þeim vandræðum, sem geta orðið á því að koma brúarefninu þar í land, og hlyti flutningur þangað því að kosta meira. – En að aka upp Fagradal og upp Fjarðarheiði er ekki samjafnandi sökum bratta og hæðarmunar.


Austri, 10. mars, 1900, 10. árg., 8. tbl., forsíða:

Fagridalur og Lagarfljótsbrúin.
Það hefur verið tekið fram í Bjarka, að það mundi tefja fyrir byggingunni á Lagarfljótsbrúnni, ef viðurinn og annað efni til brúarinnar yrði lagt upp í Reyðarfirði, af því aldrei kæmi akfæri á Fagradal á vetrum.
En þetta er hreinasti heilaspuni. Vér höfum átt tal við marga Reyðfirðinga, sem eru Fagradal nákunnugir, og hafa þeir allir fullyrt, að það væri jafnan gott akfæri á Fagradal er út á liði, brattinn lítill upp dalinn og hliðbratti eigi teljandi, nema á stuttum spöl.
Síðast áttum vér tal um þetta við Kjartan Pétursson frá Eskifjarðarseli, sem er Fagradal nákunnugur, og fullyrti hann, að það væri akfæri gott á Fagradal á hverjum vetri er útá liði.
Stórkaupmaður Thor E. Tuliníus, sem sagt er að tekið hafi að sér að flytja upp hingað brúarviðinn, er borinn og barnfæddur á Eskifirði og þar upp alinn, og því Fagradal nákunnugur og hefur sjálfsagt valið að skipa upp brúarviðnum á Reyðarfirði, einmitt af því að honum var kunnugt um akfærið á Fagradal.
Það er því svo langt frá því, að það mundi tefja fyrir því að brúin kæmist á Lagarfljót, að brúarviðurinn yrði lagður upp á Reyðarfirði, að það getur vel flýtt fyrir brúarsmíðinni um heilt ár, því það má vel flytja brúarviðinn upp sama veturinn til Reyðarfjarðar og aka honum þegar yfir Fagradal. T.d. mætti flytja efnisviðinn í Lagarfljótsbrúna núna í marsmánuði upp á Reyðarfjörð og aka honum þaðan jafn harðan upp að brúarstæðinu, og þá yrði hægt að byggja brúna í sumar, en ekki fyrr en að sumri 1901, ef brúarefnið væri flutt upp á Héraðssand – að ótöldum þeim vandræðum, sem geta orðið á því að koma brúarefninu þar í land, og hlyti flutningur þangað því að kosta meira. – En að aka upp Fagradal og upp Fjarðarheiði er ekki samjafnandi sökum bratta og hæðarmunar.