1900

Ísafold, 21. mars, 27. árg, 14. tbl., bls. 54:

Vegabætur og brúasmíði.
Þegar maður ferðast héðan vestan úr Dölum suður í Reykjavík, er gleðilegt að sjá, hvað vegirnir hafa fengið mikla umbót á síðastliðnum áratug, og ef svona vel verður haldið áfram í önnur tíu ár, verður að líkindum búið að gjöra þennan veg vel viðunanlegan reiðveg, ef þess verður einnig gætt, að halda honum nægilega við.
Þessar vegabætur eru að flestra áliti vel af hendi leysir; og þótt það mætti að þeim finna, að við lagningu þeirra hafi ekki verið gert ráð fyrir, að þeir yrðu nýtilegur vagnvegur, þá er það afsakanlegt, því með því móti hefði vegagerðin orðið miklu dýrari, og þar af leiðandi miðað seinna áfram; en óneitanlega liggur mest á að gera slíkan veg, sem hér um ræðir, sem fyrst reiðfæran.
En æskilegt væri að eftirleiðis yrði aksturinn hafður í huga við lagningu þessara vega, og þar sem þeir eru lagðir um sveitir, ætti að leggja svo mikið kapp á að gera þá akfæra sem framast er unnt.
Þá eru brýrnar, sem lagðar hafa verið á árnar á þessari leið, ekki síður þarfar umbætur, sem allir ferðamenn hljóta að láta sér þykja vænt um, einkum vor og haust, þegar árnar eiga annars að sér að vera lítt færar og oft ófærar.
Það er eins um brýrnar og vegabæturnar, að flestir telja þær vandaðar og vel gerðar, og því ekkert að þeim að finna.
Mig langar samt til með leyfi yðar, herra ritstjóri, að fara nokkrum orðum um þessar brýr, þótt þau hafi að geyma töluverðar aðfinningar við verk mikilsvirtra manna.
Allir hljóta að játa, að það sé nauðsynleg og sjálfsögð regla, að brýr séu gerðar svo traustar og endingargóðar, sem efnið í þeim framast leyfir og aðrar ástæður, og að það sé fyrsta og sjálfsagðasta skyldan, að þess sé gætt.
Það er einnig skoðun mín, að það sé bæði skylda og réttur hvers manns á landinu sem er að benda á, ef mannvirki þau sem kostuð eru af almenningi séu ekki þannig af hendi (ólæsileg 3-4 orð).
Ég kem ekki með þessar (ólæsilegt orð) mínar af því, að ég (ólæsilegt orð), að brýrnar sem gerðar hafa verið á þessari leið á landssjóðs kostnað, séu nægilega traustar til að bera klyfjaðar hestalestir og ríðandi fólk, og muni endast nokkuð lengi, heldur af því að mér virðist vera að ástæðulausu brugðið út af (ólæsileg 4 orð) reglum, sem bæði snerta burðarmagnið og endinguna, og það er því fremur varhugavert, að (ólæsileg 2 orð) sjást á þessum brúm, sem liggja í þjóðbraut, sem þær eru hafðar til fyrirmyndar við þess konar mannvirki á sýslu- og sveitavegum, og getur það orðið því skaðlegra í höndum þeirra manna er ekki þekkja neinar brúarsmíðareglur; sem (ólæsilegt orð) búast má við að efni í þær fáist oft ekki eins vandað og í landssjóðsbrýrnar.
Ég ætla aðeins að minnast á þær brýr , sem hér eru næstar, og það sem sagt verður um þær á auðvitað við um allar brýr með sömu gerð.
Á Haukadalsbrúnni hér í Dölum eru neðri endar á uppihaldssperrunum að norðanverðu aðeins látnir ganga að sléttum stöplinum og ekkert sæti gert fyrir þá í stöpulinn, en festir við brúarmeiðana með járngaddi spottakorn frá brún stöpulsins. Af þessu leiðir, að mikið af þunga brúarinnar liggur á þessum stað á brúarmeiðunum sjálfum, í stað þess að þunginn af miðkafla brúarinnar á með sperrunum allur að flytjast á stöpulinn. Þessu hefði verið hægt að koma við með því að láta vera stall á framhlið brúarstöpulsins fyrir neðri enda sperrukjálkanna. Ég þori að fullyrða, að það er regla bæði við húsasmíði og brúa, þegar hafðar eru sperrur til að halda uppi bita eða brúartré, að láta neðri enda sperrukjálkanna liggja á sjálfri hliðarundirstöðunni, eða sem næst henni að hægt er, hvort sem sú undirstaða er veggur á húsi, brúarstöpull eða eitthvað annað, en láta hann ekki liggja einhvers staðar á eða binda hann einhversstaðar við bitann eða brúarmeiðinn, sem sperran á að halda uppi langt frá hliðarundirstöðunni.
Á Hvítárbrúnni eru neðri endar uppihaldssperranna látnir ganga inn í brúarstöplana, og hlaðið utan um þá. Þetta er óþarft, því nægilegt hefði verið að láta þá liggja á þar til gerðum stalli á brúarstöplunum. Ég þori líka að fullyrða, að það er rétt regla, að hlaða aldrei utan um tré í grjótvegg, nema brýna nauðsyn beri til, og þegar ekki verður hjá því komist, þá að búa til vatnsþétt og rakaþétt lag utan um tréð, til þess að verja það fyrir raka þeim, sem ávallt kemur á steininn, þegar hitabreyting verður. Mér hefur verið sagt að “asphalt” pappi hafi verið hafður utan um sperrutrésendana á Hvítárbrúnni, en þótt svo hafi verið, get ég ekki séð, að með því séu endarnir nægilega tryggðir fyrir vætu, því tréin ganga skáhallt ofan í steinvegginn, svo vatn getur ávallt runnið ofan með trjánum, og sjá þá allir, að það hlýtur að feyja þau með tímanum.
Mér er það alveg óskiljanlegt, að aðrir eins smíðagallar og þessir skulu sjást eftir mann, sem er vanur og reyndar húsasmiður, og annars yfirhöfuð að tala einhver fjölhæfasti og atkvæðamesti smiður á landinu.
Til þess að bæta úr þessum smíðagöllum á brúnum virðist mér besta eða jafnvel eina ráðið við Hvítárbrúna, að höggva hleðsluna utan af sperrukjálkaendunum, og ganga svo frá þeim, að loft geti leikið um þá tálmunarlaust og vatn ekki staðnæmst við þá.
En Haukadalsárbrúin og þær brýr sem eru með sama frágangi og er á norðurenda hennar, er auðvitað best að bæta á þann hátt, ef hægt væri, að festa einhverri nægilega tryggri undirstöðu úr járni eða steini undir sperrukjálkaendana innan í brúarstöpulinn sjálfan. En með því að þessir brúarstöplar munu flestir hlaðnir úr mjög hörðu grjóti, og því örðugt að höggva í þá holur, yrði að líkindum hægara að festa sperruendana upp í brúarmeiðana rétt við stöpulinn með hæfilega gildum járnspöngum. Að þessu gæti að sjálfsögðu orðið mikill styrkur.
Þegar ég hef farið yfir Haukadalsárbrúna, hefur mér dottið í hug, hvað skarpi hryggurinn, sem er á miðri brúnni, líkt og mænir á húsþaki, á að þýða. Þetta húsþakslag mun vera á flestum brúnum á þessari leið, og eftir því, sem mig minnir, er hann mismunandi hár. Mér datt fyrst í hug, að hryggurinn væri til þess hafður, að vatn gæti ekki staðnæmst á brúargólfinu, en þegar ég athugaði þetta nákvæmar, sá ég að þetta gat ekki verið, því beggja vegna við hrygginn eru lægðir í brúna, og þær svo miklar, að lítill halli mun vera á brúargólfinu, þegar komið er miðja vegu frá hryggnum. Ég get því ekki betur séð en að þessi hryggur sé ´óþarfur, og hljóti að vera óþægilegur, ef um brýrnar ætti að aka þungum vagni.
Ég lýk svo þessum línum með þeirri ósk og von, að eftirleiðis verði haft í huga við allar brúarsmíðar á landinu, að þegar fram líða stundir, verði þær hafðar til að aka eftir þeim vögnum.
Hjarðarholti í febrúar 1900.
Guttormur Jónsson


Ísafold, 21. mars, 27. árg, 14. tbl., bls. 54:

Vegabætur og brúasmíði.
Þegar maður ferðast héðan vestan úr Dölum suður í Reykjavík, er gleðilegt að sjá, hvað vegirnir hafa fengið mikla umbót á síðastliðnum áratug, og ef svona vel verður haldið áfram í önnur tíu ár, verður að líkindum búið að gjöra þennan veg vel viðunanlegan reiðveg, ef þess verður einnig gætt, að halda honum nægilega við.
Þessar vegabætur eru að flestra áliti vel af hendi leysir; og þótt það mætti að þeim finna, að við lagningu þeirra hafi ekki verið gert ráð fyrir, að þeir yrðu nýtilegur vagnvegur, þá er það afsakanlegt, því með því móti hefði vegagerðin orðið miklu dýrari, og þar af leiðandi miðað seinna áfram; en óneitanlega liggur mest á að gera slíkan veg, sem hér um ræðir, sem fyrst reiðfæran.
En æskilegt væri að eftirleiðis yrði aksturinn hafður í huga við lagningu þessara vega, og þar sem þeir eru lagðir um sveitir, ætti að leggja svo mikið kapp á að gera þá akfæra sem framast er unnt.
Þá eru brýrnar, sem lagðar hafa verið á árnar á þessari leið, ekki síður þarfar umbætur, sem allir ferðamenn hljóta að láta sér þykja vænt um, einkum vor og haust, þegar árnar eiga annars að sér að vera lítt færar og oft ófærar.
Það er eins um brýrnar og vegabæturnar, að flestir telja þær vandaðar og vel gerðar, og því ekkert að þeim að finna.
Mig langar samt til með leyfi yðar, herra ritstjóri, að fara nokkrum orðum um þessar brýr, þótt þau hafi að geyma töluverðar aðfinningar við verk mikilsvirtra manna.
Allir hljóta að játa, að það sé nauðsynleg og sjálfsögð regla, að brýr séu gerðar svo traustar og endingargóðar, sem efnið í þeim framast leyfir og aðrar ástæður, og að það sé fyrsta og sjálfsagðasta skyldan, að þess sé gætt.
Það er einnig skoðun mín, að það sé bæði skylda og réttur hvers manns á landinu sem er að benda á, ef mannvirki þau sem kostuð eru af almenningi séu ekki þannig af hendi (ólæsileg 3-4 orð).
Ég kem ekki með þessar (ólæsilegt orð) mínar af því, að ég (ólæsilegt orð), að brýrnar sem gerðar hafa verið á þessari leið á landssjóðs kostnað, séu nægilega traustar til að bera klyfjaðar hestalestir og ríðandi fólk, og muni endast nokkuð lengi, heldur af því að mér virðist vera að ástæðulausu brugðið út af (ólæsileg 4 orð) reglum, sem bæði snerta burðarmagnið og endinguna, og það er því fremur varhugavert, að (ólæsileg 2 orð) sjást á þessum brúm, sem liggja í þjóðbraut, sem þær eru hafðar til fyrirmyndar við þess konar mannvirki á sýslu- og sveitavegum, og getur það orðið því skaðlegra í höndum þeirra manna er ekki þekkja neinar brúarsmíðareglur; sem (ólæsilegt orð) búast má við að efni í þær fáist oft ekki eins vandað og í landssjóðsbrýrnar.
Ég ætla aðeins að minnast á þær brýr , sem hér eru næstar, og það sem sagt verður um þær á auðvitað við um allar brýr með sömu gerð.
Á Haukadalsbrúnni hér í Dölum eru neðri endar á uppihaldssperrunum að norðanverðu aðeins látnir ganga að sléttum stöplinum og ekkert sæti gert fyrir þá í stöpulinn, en festir við brúarmeiðana með járngaddi spottakorn frá brún stöpulsins. Af þessu leiðir, að mikið af þunga brúarinnar liggur á þessum stað á brúarmeiðunum sjálfum, í stað þess að þunginn af miðkafla brúarinnar á með sperrunum allur að flytjast á stöpulinn. Þessu hefði verið hægt að koma við með því að láta vera stall á framhlið brúarstöpulsins fyrir neðri enda sperrukjálkanna. Ég þori að fullyrða, að það er regla bæði við húsasmíði og brúa, þegar hafðar eru sperrur til að halda uppi bita eða brúartré, að láta neðri enda sperrukjálkanna liggja á sjálfri hliðarundirstöðunni, eða sem næst henni að hægt er, hvort sem sú undirstaða er veggur á húsi, brúarstöpull eða eitthvað annað, en láta hann ekki liggja einhvers staðar á eða binda hann einhversstaðar við bitann eða brúarmeiðinn, sem sperran á að halda uppi langt frá hliðarundirstöðunni.
Á Hvítárbrúnni eru neðri endar uppihaldssperranna látnir ganga inn í brúarstöplana, og hlaðið utan um þá. Þetta er óþarft, því nægilegt hefði verið að láta þá liggja á þar til gerðum stalli á brúarstöplunum. Ég þori líka að fullyrða, að það er rétt regla, að hlaða aldrei utan um tré í grjótvegg, nema brýna nauðsyn beri til, og þegar ekki verður hjá því komist, þá að búa til vatnsþétt og rakaþétt lag utan um tréð, til þess að verja það fyrir raka þeim, sem ávallt kemur á steininn, þegar hitabreyting verður. Mér hefur verið sagt að “asphalt” pappi hafi verið hafður utan um sperrutrésendana á Hvítárbrúnni, en þótt svo hafi verið, get ég ekki séð, að með því séu endarnir nægilega tryggðir fyrir vætu, því tréin ganga skáhallt ofan í steinvegginn, svo vatn getur ávallt runnið ofan með trjánum, og sjá þá allir, að það hlýtur að feyja þau með tímanum.
Mér er það alveg óskiljanlegt, að aðrir eins smíðagallar og þessir skulu sjást eftir mann, sem er vanur og reyndar húsasmiður, og annars yfirhöfuð að tala einhver fjölhæfasti og atkvæðamesti smiður á landinu.
Til þess að bæta úr þessum smíðagöllum á brúnum virðist mér besta eða jafnvel eina ráðið við Hvítárbrúna, að höggva hleðsluna utan af sperrukjálkaendunum, og ganga svo frá þeim, að loft geti leikið um þá tálmunarlaust og vatn ekki staðnæmst við þá.
En Haukadalsárbrúin og þær brýr sem eru með sama frágangi og er á norðurenda hennar, er auðvitað best að bæta á þann hátt, ef hægt væri, að festa einhverri nægilega tryggri undirstöðu úr járni eða steini undir sperrukjálkaendana innan í brúarstöpulinn sjálfan. En með því að þessir brúarstöplar munu flestir hlaðnir úr mjög hörðu grjóti, og því örðugt að höggva í þá holur, yrði að líkindum hægara að festa sperruendana upp í brúarmeiðana rétt við stöpulinn með hæfilega gildum járnspöngum. Að þessu gæti að sjálfsögðu orðið mikill styrkur.
Þegar ég hef farið yfir Haukadalsárbrúna, hefur mér dottið í hug, hvað skarpi hryggurinn, sem er á miðri brúnni, líkt og mænir á húsþaki, á að þýða. Þetta húsþakslag mun vera á flestum brúnum á þessari leið, og eftir því, sem mig minnir, er hann mismunandi hár. Mér datt fyrst í hug, að hryggurinn væri til þess hafður, að vatn gæti ekki staðnæmst á brúargólfinu, en þegar ég athugaði þetta nákvæmar, sá ég að þetta gat ekki verið, því beggja vegna við hrygginn eru lægðir í brúna, og þær svo miklar, að lítill halli mun vera á brúargólfinu, þegar komið er miðja vegu frá hryggnum. Ég get því ekki betur séð en að þessi hryggur sé ´óþarfur, og hljóti að vera óþægilegur, ef um brýrnar ætti að aka þungum vagni.
Ég lýk svo þessum línum með þeirri ósk og von, að eftirleiðis verði haft í huga við allar brúarsmíðar á landinu, að þegar fram líða stundir, verði þær hafðar til að aka eftir þeim vögnum.
Hjarðarholti í febrúar 1900.
Guttormur Jónsson