1900

Þjóðólfur, 30. mars, 1900, 52. árg., 15. tbl., bls. 59:

Gistihús á Lækjarbotnum.
Eins og flestum er kunnugt, eru brýr og vegir mestu framfarirnar í landinu. Eru nú komnir góðir vegir frá Reykjavík austur á Eyrarbakka yfir þveran Flóann og yfir Holtin og eru því vetrarferðir miklu meiri en áður; en svo er eitt athugavert, að á þeirri leið er óvarðaður vegur upp í Svínahraun og getur slíkt orðið mjög að slysi á vetrardag, sbr. Indriðavilluna í vetur, og svona mætti telja mörg dæmi. Þá teljum við ferðamenn einnig mjög illa farið, að ekki skuli vera gistihús á Lækjarbotnum. Þar eru ónóg hús til gistingar og þó hljóta allir að viðurkenna, að þar þyrfti að vera reglulegt ferðamannahæli. Sannleikurinn er, að við ferðamennirnir yrðum illa staddir, ef ábúandi Lækjarbotna hýsti engan mann, eins og búast mætti við undir svona löguðum kringumstæðum, þar sem ábúandinn þar hefur beiðst styrks, en ekki fengið, en ábúandinn á Kolviðarhóli hefur 150 kr. styrk árlega, leigulausa íbúð í húsinu og ókeypis ljós og má telja það eitt hið þarfasta, er veitt hefur verið af því opinbera, því að ekki væri gott að menn yrðu reknir á dyr inn á fjöllum. Að vísu kunna menn að segja, að Lækjarbotnar séu sveitajörð, en svo mikið er víst, að allir hagar eru þar stórskemmdir sökum umferðarinnar og mikið ónæði og uppistöður þar.
Það er því einhuga vilji og ósk allra þeirra, er um þennan veg fara, að stjórn landsins veiti styrk til þess að reist verði gistihús á Lækjarbotnum og að ábúandi Lækjarbotna fengi styrk sem sæluhúsvörður þar.
Ferðamaður.


Þjóðólfur, 30. mars, 1900, 52. árg., 15. tbl., bls. 59:

Gistihús á Lækjarbotnum.
Eins og flestum er kunnugt, eru brýr og vegir mestu framfarirnar í landinu. Eru nú komnir góðir vegir frá Reykjavík austur á Eyrarbakka yfir þveran Flóann og yfir Holtin og eru því vetrarferðir miklu meiri en áður; en svo er eitt athugavert, að á þeirri leið er óvarðaður vegur upp í Svínahraun og getur slíkt orðið mjög að slysi á vetrardag, sbr. Indriðavilluna í vetur, og svona mætti telja mörg dæmi. Þá teljum við ferðamenn einnig mjög illa farið, að ekki skuli vera gistihús á Lækjarbotnum. Þar eru ónóg hús til gistingar og þó hljóta allir að viðurkenna, að þar þyrfti að vera reglulegt ferðamannahæli. Sannleikurinn er, að við ferðamennirnir yrðum illa staddir, ef ábúandi Lækjarbotna hýsti engan mann, eins og búast mætti við undir svona löguðum kringumstæðum, þar sem ábúandinn þar hefur beiðst styrks, en ekki fengið, en ábúandinn á Kolviðarhóli hefur 150 kr. styrk árlega, leigulausa íbúð í húsinu og ókeypis ljós og má telja það eitt hið þarfasta, er veitt hefur verið af því opinbera, því að ekki væri gott að menn yrðu reknir á dyr inn á fjöllum. Að vísu kunna menn að segja, að Lækjarbotnar séu sveitajörð, en svo mikið er víst, að allir hagar eru þar stórskemmdir sökum umferðarinnar og mikið ónæði og uppistöður þar.
Það er því einhuga vilji og ósk allra þeirra, er um þennan veg fara, að stjórn landsins veiti styrk til þess að reist verði gistihús á Lækjarbotnum og að ábúandi Lækjarbotna fengi styrk sem sæluhúsvörður þar.
Ferðamaður.