1900

Austri, 8. apríl, 1900, 10. árg., 11. tbl., bls. 40:

Svar til Guðmundar Hávarðssonar.
Ég er einn af þeim mörgu, sem ekki kaupi Bjarka, en fæ þó einatt reykinn af réttum hans að láni. En þetta er nú svo sem ekki með neinni reglu sem hann ranglast hingað, og verður því oft dráttur á að ég sjái stóru stefin hans, þannig fór það þegar nr. 5 þ.á. gekk um kring, það hafði liðið æði tími frá útkomu þess, og því kom G. Hávarðsson og akvegurinn hans svo seint fyrir mínar sjónir.
En með því að þetta átti meðfram að verða dálítið svar til Guðmundar upp á þessa grein í 5. tbl. Bjarka, þá mun best að halda sig við efnið, en ekki láta farast eins og honum, er setur yfir grein sína: “Akvegur frá Héraði til Fjarða”, en helmingur greinarinnar gengur út á að fjasa um brúna á Lagarfljót, hvert henni skuli stefna o.s.frv. Það er tvennt, annað hvar heppilegast er að leggja veginn milli Fjarða og Héraðs, og flutningur á Lagarfljótsbrú. Á fyrirhuguðum akvegi ekur Guðmundur hvorki brúarefni né öðru, enda er mjög sennilegt, að brúin verði fyrr komin á laggirnar en akvegurinn, svo samband þar á milli nær engri átt.
Öllum kemur víst saman um það, beinlínis af reynslunni, að snjó tekur fyrr upp af láglendi en uppi í fjöllum. Og það er eitt af helstu spurgsmálunum, þegar um veg er að ræða, hve lengi hann standi auður. Fjarðarheiði liggur nær helmingi hærra, en Fagridalur, og ef t.d. Fjarðarheiði er undir snjó 2/3 hluta af árinu en Fagridalur ekki nema helming. Hvað segir G. um það, skyldi það engu muna?
Þar sem G. talar um vegalengdina, að hún sé nær helmingi lengri yfir Fagradal, þá fer hann þar skakkt, því Fagridalur er ekki nema rúmum þriðjungi lengri en Fjarðarheiði. Gæta verður G. þess einnig, að þegar allur vegurinn í brekkunum beggja megin þarf að vera sniðvegur, þá fer líklega leiðin að lengjast. Því þó t.d. að þessi akvegur komist nú á, þá verður líklega ekki svo mikið um hann, að þyngdarlögmál hlutanna breytist, nema ef vera kynni að einhver vindur hlypi í G. svo hann treystist til að flytja eftir þeim vegi sem beint lægi upp hverja brekku. Með öðrum orðum: Það þýðir ekkert að halda heiðinni fram fyrir hvað hún sé stutt, ef hún yrði lengst þegar öllu er á botninn hvolft; en þetta er ekki hægt að segja með vissu, því enn er óreynt hve mikið vegalengdin yfir heiðina lengist við sniðveginn.
Það er mjög svo vandalaust að segja þetta eða hitt beint út í loftið. Hvar hefur G. t.d. reynslu fyrir sé í því, að akvegur yfir heiðina verði miklum mun ódýrari eða viðhald vegarins miklu kostnaðarminna, svo og vegalengdin miklu minni en litlu erfiðari en yfir Fagradal.
Þetta er allt saman sem að segja, að best væri að setja niður Þófarafélag Guðmundar uppi á Bjólfstindinum til að þæfa (stampe) fyrir fólk, en á því yrðu nú samt einhverjir gallar trúlega.
Það eru víst margir gallar því til fyrirstöðu að Fjarðarheiði geti kallast “gott akvegarstæði”. Þó G. hlaupi yfir þá alla í sinni grein, þá eru þeir þó engu að síður auðsjáanlegir.
Skyldi kosta svo lítið að sprengja t.d. burt stórgrýtið og klappirnar, sem eru svo afar illar?
Ein fjarstæðan er það hjá G. að yfir Fjarðarheiði megi fara hvenær sem væri. Ég hefði haft gaman af að sjá hann með drógarnar sínar fannarhaustið mikla, þegar 50 manns köfuðu og tróðu hver fyrir öðrum yfir heiðina. Svo mun og mörgum sinnum oftar vera.
Að endingu verð ég að benda á það, að það er Reyðarfjörður sem af náttúrunnar hendi er miðdepill Austurlands, og því eðlilegast að vegurinn lægi þaðan. Eðlilega liggur það í augum uppi, að Reyðarfjörður á framtíð fyrir höndum og innan skamms vænti ég að hann verði vort höfuðból.
Hvað er t.d. Seley annað en ómissandi vitastöð til höfuðstaðar Austurlands, eins og akvegurinn um Fagradal er ómissandi samgöngubót til landsins.
Mýrum, 14. mars 1900.
Stefán Þórarinsson


Austri, 8. apríl, 1900, 10. árg., 11. tbl., bls. 40:

Svar til Guðmundar Hávarðssonar.
Ég er einn af þeim mörgu, sem ekki kaupi Bjarka, en fæ þó einatt reykinn af réttum hans að láni. En þetta er nú svo sem ekki með neinni reglu sem hann ranglast hingað, og verður því oft dráttur á að ég sjái stóru stefin hans, þannig fór það þegar nr. 5 þ.á. gekk um kring, það hafði liðið æði tími frá útkomu þess, og því kom G. Hávarðsson og akvegurinn hans svo seint fyrir mínar sjónir.
En með því að þetta átti meðfram að verða dálítið svar til Guðmundar upp á þessa grein í 5. tbl. Bjarka, þá mun best að halda sig við efnið, en ekki láta farast eins og honum, er setur yfir grein sína: “Akvegur frá Héraði til Fjarða”, en helmingur greinarinnar gengur út á að fjasa um brúna á Lagarfljót, hvert henni skuli stefna o.s.frv. Það er tvennt, annað hvar heppilegast er að leggja veginn milli Fjarða og Héraðs, og flutningur á Lagarfljótsbrú. Á fyrirhuguðum akvegi ekur Guðmundur hvorki brúarefni né öðru, enda er mjög sennilegt, að brúin verði fyrr komin á laggirnar en akvegurinn, svo samband þar á milli nær engri átt.
Öllum kemur víst saman um það, beinlínis af reynslunni, að snjó tekur fyrr upp af láglendi en uppi í fjöllum. Og það er eitt af helstu spurgsmálunum, þegar um veg er að ræða, hve lengi hann standi auður. Fjarðarheiði liggur nær helmingi hærra, en Fagridalur, og ef t.d. Fjarðarheiði er undir snjó 2/3 hluta af árinu en Fagridalur ekki nema helming. Hvað segir G. um það, skyldi það engu muna?
Þar sem G. talar um vegalengdina, að hún sé nær helmingi lengri yfir Fagradal, þá fer hann þar skakkt, því Fagridalur er ekki nema rúmum þriðjungi lengri en Fjarðarheiði. Gæta verður G. þess einnig, að þegar allur vegurinn í brekkunum beggja megin þarf að vera sniðvegur, þá fer líklega leiðin að lengjast. Því þó t.d. að þessi akvegur komist nú á, þá verður líklega ekki svo mikið um hann, að þyngdarlögmál hlutanna breytist, nema ef vera kynni að einhver vindur hlypi í G. svo hann treystist til að flytja eftir þeim vegi sem beint lægi upp hverja brekku. Með öðrum orðum: Það þýðir ekkert að halda heiðinni fram fyrir hvað hún sé stutt, ef hún yrði lengst þegar öllu er á botninn hvolft; en þetta er ekki hægt að segja með vissu, því enn er óreynt hve mikið vegalengdin yfir heiðina lengist við sniðveginn.
Það er mjög svo vandalaust að segja þetta eða hitt beint út í loftið. Hvar hefur G. t.d. reynslu fyrir sé í því, að akvegur yfir heiðina verði miklum mun ódýrari eða viðhald vegarins miklu kostnaðarminna, svo og vegalengdin miklu minni en litlu erfiðari en yfir Fagradal.
Þetta er allt saman sem að segja, að best væri að setja niður Þófarafélag Guðmundar uppi á Bjólfstindinum til að þæfa (stampe) fyrir fólk, en á því yrðu nú samt einhverjir gallar trúlega.
Það eru víst margir gallar því til fyrirstöðu að Fjarðarheiði geti kallast “gott akvegarstæði”. Þó G. hlaupi yfir þá alla í sinni grein, þá eru þeir þó engu að síður auðsjáanlegir.
Skyldi kosta svo lítið að sprengja t.d. burt stórgrýtið og klappirnar, sem eru svo afar illar?
Ein fjarstæðan er það hjá G. að yfir Fjarðarheiði megi fara hvenær sem væri. Ég hefði haft gaman af að sjá hann með drógarnar sínar fannarhaustið mikla, þegar 50 manns köfuðu og tróðu hver fyrir öðrum yfir heiðina. Svo mun og mörgum sinnum oftar vera.
Að endingu verð ég að benda á það, að það er Reyðarfjörður sem af náttúrunnar hendi er miðdepill Austurlands, og því eðlilegast að vegurinn lægi þaðan. Eðlilega liggur það í augum uppi, að Reyðarfjörður á framtíð fyrir höndum og innan skamms vænti ég að hann verði vort höfuðból.
Hvað er t.d. Seley annað en ómissandi vitastöð til höfuðstaðar Austurlands, eins og akvegurinn um Fagradal er ómissandi samgöngubót til landsins.
Mýrum, 14. mars 1900.
Stefán Þórarinsson