1900

Ísafold, 18. apríl, 27. árg, 21. tbl., bls. 84:

“Um vegi og brýr” o.s.frv.
Hinn heiðraði kollega minn; Sigurður Pétursson, hefur fundið köllun hjá sér til þess að fara að segja álit sitt “um vegi og brýr á aðalleiðinni frá Reykjavík austur í Holt”. – Hann birtir þetta álit sitt í þremur dálkum af 18. tölubl. Ísafoldar þ.á. Hann segist hafa þá ástæðu til að birta þessar athugasemdir, að “vér erum of fátækir til þess að láta nokkurt tækifæri ónotað til fræðslu um það, er reynslan sýnir að betur má fara”; og þessa reynslu þykist hann svo hafa höndum tekið með því að fara eftir veginum ríðandi snögga ferð austur í Holt um hávetur. Þar sem aðrir mennskir menn þurfa, jafnvel á sumrum, langan tíma til þess að mæla upp vegi og sjá út, hvar þá eigi að leggja, sér hann með einu augnbragði af hestbaki, hvernig þeir eiga að vera, þarna sé óþarfur krókur, þarna sé óþarflega mikill halli á veginum og þar fram eftir götunum. Þegar svo tekið er tillit til þess, að þessi maður er nýskroppinn frá examensborðinu, hefur ekki fengist neitt við vegagerð verklega, og aðeins – það ég frekast veit – séð vegi á sléttlendi, svo sem í Danmörku, en ekki í fjallalöndum, og hefur svo höfuðið fullt af lærdómi þeim, sem hann nýlega hefur lesið í (ólæsilegt orð) vegagerða kennslubók og sem að mörgu leyti alls ekki á við hér á landi, þá er það hálfbroslegt, að hann skuli koma hingað og fara að fræða menn um vegamál, sem hann hefur ekki kynnt sér betur en með þessu ferðalagi sínu um vetrartíma.
Það er því heldur ekki að búast við, að það sé neitt verulegt að græða á þessari (ólæsilegt orð). Það er aðeins ferðapistill, sem hver greindur og eftirtektarsamur maður hefði geta skrifað eins vel; þessi pistill er fullur af sleggjudómum og órökstuddum staðhæfingum; til dæmis má taka: “á þessum kafla (frá Hellisheiðinni að Gljúfurá) er brúm miður hyggilega fyrir komið og óþarfa krókar á stefnum”, - búið – engin rök; það er enginn meiri vandi að slá þessu fram heldur en að segja : “á þessum kafla er brúm mjög hyggilega fyrir komið og engir óþarfa krókar á stefnunni”. Hvort tveggja eru staðhæfingar, sem geta eins vel staðið, á meðan rök vantar. Flest annað í greininni er þessu líkt. Og þegar maður svo les einn af hinum síðustu sleggjudómunum: “Um Holtaveginn er það að segja að vegarstefnan er vel valin, liggur beinustu leið milli Þjórsárbrúar og Rauðalækjarbrúar” o.s.frv. – svo kemur löng lofrolla um Holtaveginn – þá dettur manni ósjálfrátt í hug: nú það er mágur hans, sem hann er að reyna að hjálpa; eitthvað er það að minnsta kosti undarlegt, að hann skuli ekkert hafa nema aðfinningar að veginum austur að Þjórsá, en þegar kemur austur á Holtaveginn, sem mágur hans hefur lagt, þá er þar allt með himnalagi; en verði ekki hjá því komist að geta einhvers, sem miður hefur farið; þá eru afsakanir strax við hendina (sbr. “á austari kaflanum varð eingöngu að nota sand til ofaníburðar og hann hefur fokið burt á löngum köflum”); og þetta er því undarlegra, sem mörgum öðrum sýnist sá vegur ekki hafa haldið sér vel þennan örstutta tíma sem hann hefur staðið, og virðist það fremur verið hafa hefndargjöf fyrir Holtamenn, að láta þá hafa svo illa gerðan veg.
Það er auðvitað alltaf fallegt að vilja hjálpa bágstöddum mági sínum, en þó því aðeins, að maður halli ekki réttu máli og geri ekki öðrum rangt til. Yfirhöfuð virðist þessi alda vera runnin meira frá máginum – sem var fylgdarmaður S.P. austur og sem líklega þykist eiga mér grátt að gjalda – heldur en frá greinarhöfundinum sjálfum, því annars hefði legið nær fyrir S.P. – fyrst hann endilega vildi fræða okkur um eitthvað – að segja oss dálítið um ásigkomulag húsabygginganna þar austur frá – til þess var ferðin farin – eða var ef til vill ekkert þar að að finna, eða var það ef til vill ekki eins bráðnauðsynlegt og þetta um vegina?
Ég skal svo ekki lengja þetta mál – ég skal svara honum seinna, ef hann kemur með einhverjar rökstuddar aðfinningar – en bæði af því að þetta snertir mig að nokkru leyti, þar sem ég hef mælt upp nokkuð af þessari leið, og svo af því að það var einhverskonar “autoritets” stimpill eða “myndugleika” bragð að þessari grein, og ég gat ímyndað mér, að margir menn kynnu að halda, að það væri sérlega mikið að marka, hvað þessi maður segði, þá vildi ég sýna mönnum fram á, hvað mikið er varið í þessa “autoritet” þegar hún kemur fram eins og hér í þessu máli. Yfirleitt held ég að landið myndi ekki stórtapa við það, þó að hinn heiðraði greinarhöfundur sýndi af sér þá þolinmæði og þá sjálfsafneitun, að láta ekki sitt ljós skína í vegamálum fyrr en hann hefur fengið einhverja verklega æfingu og reynslu í þeim efnum, því að af sleggjudómum höfum við Íslendingar meira en nóg, svo mikið að varla er á það bætandi.
Reykjavík 9. apr. 1900.
Sig. Thoroddsen ingeniör.


Ísafold, 18. apríl, 27. árg, 21. tbl., bls. 84:

“Um vegi og brýr” o.s.frv.
Hinn heiðraði kollega minn; Sigurður Pétursson, hefur fundið köllun hjá sér til þess að fara að segja álit sitt “um vegi og brýr á aðalleiðinni frá Reykjavík austur í Holt”. – Hann birtir þetta álit sitt í þremur dálkum af 18. tölubl. Ísafoldar þ.á. Hann segist hafa þá ástæðu til að birta þessar athugasemdir, að “vér erum of fátækir til þess að láta nokkurt tækifæri ónotað til fræðslu um það, er reynslan sýnir að betur má fara”; og þessa reynslu þykist hann svo hafa höndum tekið með því að fara eftir veginum ríðandi snögga ferð austur í Holt um hávetur. Þar sem aðrir mennskir menn þurfa, jafnvel á sumrum, langan tíma til þess að mæla upp vegi og sjá út, hvar þá eigi að leggja, sér hann með einu augnbragði af hestbaki, hvernig þeir eiga að vera, þarna sé óþarfur krókur, þarna sé óþarflega mikill halli á veginum og þar fram eftir götunum. Þegar svo tekið er tillit til þess, að þessi maður er nýskroppinn frá examensborðinu, hefur ekki fengist neitt við vegagerð verklega, og aðeins – það ég frekast veit – séð vegi á sléttlendi, svo sem í Danmörku, en ekki í fjallalöndum, og hefur svo höfuðið fullt af lærdómi þeim, sem hann nýlega hefur lesið í (ólæsilegt orð) vegagerða kennslubók og sem að mörgu leyti alls ekki á við hér á landi, þá er það hálfbroslegt, að hann skuli koma hingað og fara að fræða menn um vegamál, sem hann hefur ekki kynnt sér betur en með þessu ferðalagi sínu um vetrartíma.
Það er því heldur ekki að búast við, að það sé neitt verulegt að græða á þessari (ólæsilegt orð). Það er aðeins ferðapistill, sem hver greindur og eftirtektarsamur maður hefði geta skrifað eins vel; þessi pistill er fullur af sleggjudómum og órökstuddum staðhæfingum; til dæmis má taka: “á þessum kafla (frá Hellisheiðinni að Gljúfurá) er brúm miður hyggilega fyrir komið og óþarfa krókar á stefnum”, - búið – engin rök; það er enginn meiri vandi að slá þessu fram heldur en að segja : “á þessum kafla er brúm mjög hyggilega fyrir komið og engir óþarfa krókar á stefnunni”. Hvort tveggja eru staðhæfingar, sem geta eins vel staðið, á meðan rök vantar. Flest annað í greininni er þessu líkt. Og þegar maður svo les einn af hinum síðustu sleggjudómunum: “Um Holtaveginn er það að segja að vegarstefnan er vel valin, liggur beinustu leið milli Þjórsárbrúar og Rauðalækjarbrúar” o.s.frv. – svo kemur löng lofrolla um Holtaveginn – þá dettur manni ósjálfrátt í hug: nú það er mágur hans, sem hann er að reyna að hjálpa; eitthvað er það að minnsta kosti undarlegt, að hann skuli ekkert hafa nema aðfinningar að veginum austur að Þjórsá, en þegar kemur austur á Holtaveginn, sem mágur hans hefur lagt, þá er þar allt með himnalagi; en verði ekki hjá því komist að geta einhvers, sem miður hefur farið; þá eru afsakanir strax við hendina (sbr. “á austari kaflanum varð eingöngu að nota sand til ofaníburðar og hann hefur fokið burt á löngum köflum”); og þetta er því undarlegra, sem mörgum öðrum sýnist sá vegur ekki hafa haldið sér vel þennan örstutta tíma sem hann hefur staðið, og virðist það fremur verið hafa hefndargjöf fyrir Holtamenn, að láta þá hafa svo illa gerðan veg.
Það er auðvitað alltaf fallegt að vilja hjálpa bágstöddum mági sínum, en þó því aðeins, að maður halli ekki réttu máli og geri ekki öðrum rangt til. Yfirhöfuð virðist þessi alda vera runnin meira frá máginum – sem var fylgdarmaður S.P. austur og sem líklega þykist eiga mér grátt að gjalda – heldur en frá greinarhöfundinum sjálfum, því annars hefði legið nær fyrir S.P. – fyrst hann endilega vildi fræða okkur um eitthvað – að segja oss dálítið um ásigkomulag húsabygginganna þar austur frá – til þess var ferðin farin – eða var ef til vill ekkert þar að að finna, eða var það ef til vill ekki eins bráðnauðsynlegt og þetta um vegina?
Ég skal svo ekki lengja þetta mál – ég skal svara honum seinna, ef hann kemur með einhverjar rökstuddar aðfinningar – en bæði af því að þetta snertir mig að nokkru leyti, þar sem ég hef mælt upp nokkuð af þessari leið, og svo af því að það var einhverskonar “autoritets” stimpill eða “myndugleika” bragð að þessari grein, og ég gat ímyndað mér, að margir menn kynnu að halda, að það væri sérlega mikið að marka, hvað þessi maður segði, þá vildi ég sýna mönnum fram á, hvað mikið er varið í þessa “autoritet” þegar hún kemur fram eins og hér í þessu máli. Yfirleitt held ég að landið myndi ekki stórtapa við það, þó að hinn heiðraði greinarhöfundur sýndi af sér þá þolinmæði og þá sjálfsafneitun, að láta ekki sitt ljós skína í vegamálum fyrr en hann hefur fengið einhverja verklega æfingu og reynslu í þeim efnum, því að af sleggjudómum höfum við Íslendingar meira en nóg, svo mikið að varla er á það bætandi.
Reykjavík 9. apr. 1900.
Sig. Thoroddsen ingeniör.