1900

Ísafold, 21. apríl, 27. árg, 22. tbl., bls. 87:

Um vegi og brýr austur í Holt.
Hr. Erl. Zakaríasson, er manna mest og best hefur stjórnað vegavinnu á austurbrautinni héðan, eða sérstaklega á háheiðinni (Hellisheiði) og þaðan austur að Þjórsá, hefur sent Ísafold býsna langt svar gegn grein hr. S.P. um þann veg (18. tbl.), of langt fyrir blaðið, en lætur sér lynda heldur en ekki eftirfarandi ágrip af því.
Hann tilnefnir 3 mikilsverðar ástæður fyrir því, að Ölfusvegurinn er ekki alveg beinn; að miða þurfti við vöð á smá ánum þar, með því að ráðgert var þá, þegar vegurinn var lagður, 1892, að hafa þær óbrúaðar, vegna féleysis; að vegurinn liggur nú betur fyrir byggðina heldur en ef hann hefði verið alveg beinn; að miklu erfiðara hefði verið til ofaníburðar með beinni stefnu og viðhald kostnaðarsamara, enda vagnar og áhöld þá ekki til. Annars mikil þörf að brúa árnar, og megi gera það mjög nálægt veginum eins og hann er nú.
Hann segir hafa mátt til vegna fjárskorts að láta sér lynda veg beint upp frá Ölfusárbrú að Ingólfsfjalli; hitt hafi hver maður séð þá þegar, að æskilegra hefði verið að mörgu leyti, að fá hann lagðan beint að Köguðarhól; en dýrt hefði það orðið vegna bleytu og 2 stórra gilja m.m. á leiðinni, auk torfengis ofaníburðar, en vegur með fjallinu sem er ógerður enn – aðeins ruddur – miklu kostnaðarminni, og liggur þar einnig beinna við væntanlegu framhaldi áleiðis upp í Grímsnes og Tungur.
Hann ber á móti því, að vegurinn yfir Flóann sé neitt til muna krókóttur nema á alls einum stað, hjá Flatholti, og var sá krókur heldur kosinn en að hafa engan ofaníburð til á 5 rasta langri leið, yfir Ásana. Fráræsluskurðaskort á Flóaveginum segir hann að reynslan hafi ekki sýnt, nú full 4-5 ár. Holklaka segir hann naumast muni vart, nema þar sem vegurinn er ekki púkklagður. Skaða eða skemmd af ónotuðum uppgrefti úr skurðum segir hann óhugsandi; slíku sé ekki að dreifa nema á 2 stöðum, en á hvorugum þeirra hafi skurðirnir neitt vatn að flytja.
Þá minnist hann á, að þótt hr. S.P. segi mikla galla vera á púkklagningunni, þá nefni hann ekki nema einn; að púkkið sé víða mjórra en vegurinn er; en það sé ekki nema á stuttum köflum milli Bitru og Skeggjastaða, og sé því að kenna, að lítið var þar um grjót og illt að mylja það.
Að öðru leyti lætur hann þess getið, að hann (Erl.Z.) hafi ekki ráðið vegarstefnunni hvorki í Kömbunum né yfir Flóann; en ekkert hafi hann við hana að athuga.
Niðurlag greinarinnar er svo látandi:
“Enginn skyldi ætla, að ég álíti að ekki megi finna eitthvað að þessu verki, sérstaklega af þeim mönnum sem koma nýir af nálinni frá útlöndum og hafa séð sams konar verk þar í fullkomnasta stíl.
Þeim er annars nokkur vorkunn, verkstjórunum hér, þótt einhverju verði ábótavant hjá þeim. Við annað eyra þeirra klingir ávallt barlómsbjallan og sparnaðaráminningar, en við hitt þau ummæli, að betra hefði verið að verkið hefði kostað dálítið meira, en verið betur af hendi leyst; og það er óneitanlega satt: með því að hroða af verkinu sparar maður aurana, en lætur krónurnar fjúka.
Það fer annars ekki að verða nein sérleg heiðursstaða að vera verkstjóri, sbr. t.d. fjárlagaræðu alþingismanns Guðjóns Guðlaugssonar í sumar. Þar eru vegavinnustjórarnir gerðir ef ekki beinlínis þjófar, þá stórkostlegir fjárdráttarmenn, og það datt engum í hug að taka svari þeirra, enda telur nú eitt blaðið okkar það einn af aðalkostum Guðjóns sem þingmanns, hvað hann hafi tekið vel í hnakkann á vegagerðarmönnum.
Hvað sem skríllinn kann að hugsa eða segja, þá þykist ég viss um, að allir hyggnari og betri menn sjái öfgarnar og ósannindin í þessari ræðu, svo hún verði að falla sínum herra.
Rvík 12. apríl 1900. Erl. Zakaríasson.


Ísafold, 21. apríl, 27. árg, 22. tbl., bls. 87:

Um vegi og brýr austur í Holt.
Hr. Erl. Zakaríasson, er manna mest og best hefur stjórnað vegavinnu á austurbrautinni héðan, eða sérstaklega á háheiðinni (Hellisheiði) og þaðan austur að Þjórsá, hefur sent Ísafold býsna langt svar gegn grein hr. S.P. um þann veg (18. tbl.), of langt fyrir blaðið, en lætur sér lynda heldur en ekki eftirfarandi ágrip af því.
Hann tilnefnir 3 mikilsverðar ástæður fyrir því, að Ölfusvegurinn er ekki alveg beinn; að miða þurfti við vöð á smá ánum þar, með því að ráðgert var þá, þegar vegurinn var lagður, 1892, að hafa þær óbrúaðar, vegna féleysis; að vegurinn liggur nú betur fyrir byggðina heldur en ef hann hefði verið alveg beinn; að miklu erfiðara hefði verið til ofaníburðar með beinni stefnu og viðhald kostnaðarsamara, enda vagnar og áhöld þá ekki til. Annars mikil þörf að brúa árnar, og megi gera það mjög nálægt veginum eins og hann er nú.
Hann segir hafa mátt til vegna fjárskorts að láta sér lynda veg beint upp frá Ölfusárbrú að Ingólfsfjalli; hitt hafi hver maður séð þá þegar, að æskilegra hefði verið að mörgu leyti, að fá hann lagðan beint að Köguðarhól; en dýrt hefði það orðið vegna bleytu og 2 stórra gilja m.m. á leiðinni, auk torfengis ofaníburðar, en vegur með fjallinu sem er ógerður enn – aðeins ruddur – miklu kostnaðarminni, og liggur þar einnig beinna við væntanlegu framhaldi áleiðis upp í Grímsnes og Tungur.
Hann ber á móti því, að vegurinn yfir Flóann sé neitt til muna krókóttur nema á alls einum stað, hjá Flatholti, og var sá krókur heldur kosinn en að hafa engan ofaníburð til á 5 rasta langri leið, yfir Ásana. Fráræsluskurðaskort á Flóaveginum segir hann að reynslan hafi ekki sýnt, nú full 4-5 ár. Holklaka segir hann naumast muni vart, nema þar sem vegurinn er ekki púkklagður. Skaða eða skemmd af ónotuðum uppgrefti úr skurðum segir hann óhugsandi; slíku sé ekki að dreifa nema á 2 stöðum, en á hvorugum þeirra hafi skurðirnir neitt vatn að flytja.
Þá minnist hann á, að þótt hr. S.P. segi mikla galla vera á púkklagningunni, þá nefni hann ekki nema einn; að púkkið sé víða mjórra en vegurinn er; en það sé ekki nema á stuttum köflum milli Bitru og Skeggjastaða, og sé því að kenna, að lítið var þar um grjót og illt að mylja það.
Að öðru leyti lætur hann þess getið, að hann (Erl.Z.) hafi ekki ráðið vegarstefnunni hvorki í Kömbunum né yfir Flóann; en ekkert hafi hann við hana að athuga.
Niðurlag greinarinnar er svo látandi:
“Enginn skyldi ætla, að ég álíti að ekki megi finna eitthvað að þessu verki, sérstaklega af þeim mönnum sem koma nýir af nálinni frá útlöndum og hafa séð sams konar verk þar í fullkomnasta stíl.
Þeim er annars nokkur vorkunn, verkstjórunum hér, þótt einhverju verði ábótavant hjá þeim. Við annað eyra þeirra klingir ávallt barlómsbjallan og sparnaðaráminningar, en við hitt þau ummæli, að betra hefði verið að verkið hefði kostað dálítið meira, en verið betur af hendi leyst; og það er óneitanlega satt: með því að hroða af verkinu sparar maður aurana, en lætur krónurnar fjúka.
Það fer annars ekki að verða nein sérleg heiðursstaða að vera verkstjóri, sbr. t.d. fjárlagaræðu alþingismanns Guðjóns Guðlaugssonar í sumar. Þar eru vegavinnustjórarnir gerðir ef ekki beinlínis þjófar, þá stórkostlegir fjárdráttarmenn, og það datt engum í hug að taka svari þeirra, enda telur nú eitt blaðið okkar það einn af aðalkostum Guðjóns sem þingmanns, hvað hann hafi tekið vel í hnakkann á vegagerðarmönnum.
Hvað sem skríllinn kann að hugsa eða segja, þá þykist ég viss um, að allir hyggnari og betri menn sjái öfgarnar og ósannindin í þessari ræðu, svo hún verði að falla sínum herra.
Rvík 12. apríl 1900. Erl. Zakaríasson.