1900

Austri, 17. maí, 1900, 10. árg., 18. tbl., forsíða:

Ofan úr sveit – utan frá sjó.
.. Að því er snertir samgöngumálin, þá ættum vér að mestu að láta sitja við það sem komið er fyrst um sinn; halda aðeins við þeim vegum og brúm, sem þegar eru lagðar, en hætta oss ekki út á hálan ís með dýra vegi eins og flutningabrautir eða akvegi, á meðan vér hvorki höfum næga þekkingu til slíkra vegalagninga né neitt verulega eftir þeim að flytja; hestahaldið minnkar heldur ekki fyrir það að neinum mun, því eins þurfum vér á hestum að halda eftir sem áður til heyflutninga, sem víða eru all erfiðir, og ýmislegs annars, sem flutningabrautir yrðu eigi notaðar til. Það hefur líka verið haft eftir norska verkfræðingnum, sem skoðaði brúarstæðið á Lagarfljóti, að hann álítur miklu af því fé, sem vér höfum lagt til vegabóta hjá oss, alveg á glæ kastað. Þetta stóð í “Bjarka” einu sinni, hvort sem það er satt eða ekki. En hvað sem nú um það er, þá er vonandi að komandi þing líti í kringum sig áður en þau veita mikið fé til nýrra vegalagninga fyrst um sinn. Vér getum vel rutt okkar gömlu vegi og notað þá enn um langan tíma, ekki síst þar sem allar landsins víkur og vogar eru nú bráðum löggiltar, og verslun komin á flestar löggiltar hafnir, svo að aðdrættirnir eru nú orðnir miklu léttari en áður. Sömuleiðis eru nú samgöngur vorar á sjó orðnar vel viðunanlegar, og hér á Austfjörðum mega þær heita ágætar. Þeir yrðu oss nokkuð dýrir aðrir eins samgöngumálagarpar og síra Jens, ef þingið hlypi eftir hverri flugu, er hann reynir að koma í menn þess í þá átt, og vonandi er að Dalamenn sendi ekki oftar annan eins stórpólitískan físibelg inn á þing.
Ritað á Gvöndardaginn 1900.
Þorgeir í Vík.


Austri, 17. maí, 1900, 10. árg., 18. tbl., forsíða:

Ofan úr sveit – utan frá sjó.
.. Að því er snertir samgöngumálin, þá ættum vér að mestu að láta sitja við það sem komið er fyrst um sinn; halda aðeins við þeim vegum og brúm, sem þegar eru lagðar, en hætta oss ekki út á hálan ís með dýra vegi eins og flutningabrautir eða akvegi, á meðan vér hvorki höfum næga þekkingu til slíkra vegalagninga né neitt verulega eftir þeim að flytja; hestahaldið minnkar heldur ekki fyrir það að neinum mun, því eins þurfum vér á hestum að halda eftir sem áður til heyflutninga, sem víða eru all erfiðir, og ýmislegs annars, sem flutningabrautir yrðu eigi notaðar til. Það hefur líka verið haft eftir norska verkfræðingnum, sem skoðaði brúarstæðið á Lagarfljóti, að hann álítur miklu af því fé, sem vér höfum lagt til vegabóta hjá oss, alveg á glæ kastað. Þetta stóð í “Bjarka” einu sinni, hvort sem það er satt eða ekki. En hvað sem nú um það er, þá er vonandi að komandi þing líti í kringum sig áður en þau veita mikið fé til nýrra vegalagninga fyrst um sinn. Vér getum vel rutt okkar gömlu vegi og notað þá enn um langan tíma, ekki síst þar sem allar landsins víkur og vogar eru nú bráðum löggiltar, og verslun komin á flestar löggiltar hafnir, svo að aðdrættirnir eru nú orðnir miklu léttari en áður. Sömuleiðis eru nú samgöngur vorar á sjó orðnar vel viðunanlegar, og hér á Austfjörðum mega þær heita ágætar. Þeir yrðu oss nokkuð dýrir aðrir eins samgöngumálagarpar og síra Jens, ef þingið hlypi eftir hverri flugu, er hann reynir að koma í menn þess í þá átt, og vonandi er að Dalamenn sendi ekki oftar annan eins stórpólitískan físibelg inn á þing.
Ritað á Gvöndardaginn 1900.
Þorgeir í Vík.