1900

Ísafold, 26. maí, 27. árg, 32. tbl., bls. 127:

Fádæma elja.
Það er meira en lítil elja, sem hr. landsvegafræðingnum er gefin við – lítilsvert orðaþras út af þessum manni, sem nú er aðeins ódæmdur eftir kæru hans. Enn vill hann fyrir hvern mun fá að taka til máls um sama efni en það verður nú í allra síðasta skipti í þessu blaði.
“Óhlutdrægni”.
Ritstj. Ísafoldar hefur enn fundið sér skylt að hnýta athugasemdum aftan við svar mitt í 27. tbl. og ber þar E.F. fyrir þeim ummælum sínum, að “ég hafi ætlað að reka hann frá vinnu o.s.frv.”.
Þegar svo er komið, læt ég úttalað um það atriði, því að við E.F. vil ég ekki þrátta – ég legg mig ekki niður við það – það mun sýna sig einhvern tíma, hvor okkar er sannsöglari.
Hvað hitt atriðið snertir, ber ritstjórinn það blákalt fram – eða lætur það að minnsta kosti á sér skilja, að ég hafi ekki fundið að sömu annmörkum á reikningsfærslu E.F. áður en byrjað var á veginum yfir Holtin eins og á eftir. Ég vil þá benda ritstj. á athugasemdir mínar við reikninga E.F. sumarið 1896 – þær getur hann séð á landshöfðingjaskrifstofunni – þar hef ég einmitt fundið að kvittanaskorti á reikningunum.
Svo segir ritstjórinn ennfremur: “Og sami annmarki – kvittanaskortur – var áreiðanlega á reikningum annars vegavinnustjóra í haust að minnsta kosti, án þess að sá sami hafi fengið ávítur fyrir”.
Það er ekki mitt að gefa ávítur fyrir þennan annmarka, úr því ég var ekki skipaður yfirmaður verkstjóranna; ég aðeins gerði mínar athugasemdir á reikninginn og sendi þær á landshöfðingjaskrifstofuna.
Annars skal ég taka það fram, að þessir gallar á reikningsfærslunni hjá verkstjórunum eiga ekkert skylt við það mál, sem hafið hefur verið gegn E.F., því að þó kvittanir vanti á stöku reikninga, þarf það ekki að benda á nein fjársvik; það getur verið og er vanalega aðeins athugaleysi eða hirðuleysi.
Vitneskju um fjárdrátt getur maður fyrst fengið með því að yfirheyra verkamennina um það, hvað þeir hafi tekið á móti af peningum og hvað mörg dagsverk þeir hafi unnið, og það var á þann hátt að þessi sterki grunur hefur fallið á E.F.
Að öðru leyti skal ég vísa til eftirfarandi yfirlýsingar frá landritaranum:
Þér hafið, herra ingeniur, beiðst eftir yfirlýsingar minnar um það, hvort ég hafi orðið þess var, að þér hafið veist meira að herra Einari Finnssyni í athugasemdum yðar við vegareikninga hans eftir að byrjað var á Holtaveginum 1898 en áður, og hvort ég hafi tekið eftir því, að þér hafið hallað fremur á hann í athugasemdum yðar, en aðra forstöðumenn landssjóðsvegagerða.
Báðum þessum spurningum verð ég að svara neitandi. Auðvitað er hér undanskilin kæra sú, er þér hafið sent bæjarfógeta hér, yfir herra Einari Finnsyni, fyrir fals og fjárdrátt, og rannsóknir yðar um það atriði.
Afgreiðslustofu landshöfðingja
Reykjavík 11. maí 1900.
Jón Magnússon
Þá þykist ég hafa komið með næga sönnun fyrir því, að ákærur ritstjóra gegn mér séu á engum rökum byggðar.
Rvík. 11. maí 1900. Sig. Thoroddsen.
* * *
Ójá; það er nú svo. Sönnun er það engin, að hann segir sjálfan sig vera sannorðari en E.F. Ekki er heldur vel hægt fyrir menn út í frá að vita, að hann megi ekki gefa verkstjórum ávítur. Og ætli hann geri það aldrei samt? Fyrir E.F. og öðrum í líkum sporum eru þær einar aðfinnslur til, sem til þeirra sjálfra er beint. Þeir hafa ekkert af því að segja, þótt einhverjar aðfinnslur séu til á landshöfðingjaskrifstofunni, ef þær er t.d. svo lítilsverðar, að ekki þykir takandi því að tjá þær verkstjórunum sjálfum.
Fyrir því virðist minna að græða en hann ætlaðist til á vottorði landritarans, sem oss dettur vitanlega ekki í hug að rengja. Þar með er þá slegið botni í þetta þras.


Ísafold, 26. maí, 27. árg, 32. tbl., bls. 127:

Fádæma elja.
Það er meira en lítil elja, sem hr. landsvegafræðingnum er gefin við – lítilsvert orðaþras út af þessum manni, sem nú er aðeins ódæmdur eftir kæru hans. Enn vill hann fyrir hvern mun fá að taka til máls um sama efni en það verður nú í allra síðasta skipti í þessu blaði.
“Óhlutdrægni”.
Ritstj. Ísafoldar hefur enn fundið sér skylt að hnýta athugasemdum aftan við svar mitt í 27. tbl. og ber þar E.F. fyrir þeim ummælum sínum, að “ég hafi ætlað að reka hann frá vinnu o.s.frv.”.
Þegar svo er komið, læt ég úttalað um það atriði, því að við E.F. vil ég ekki þrátta – ég legg mig ekki niður við það – það mun sýna sig einhvern tíma, hvor okkar er sannsöglari.
Hvað hitt atriðið snertir, ber ritstjórinn það blákalt fram – eða lætur það að minnsta kosti á sér skilja, að ég hafi ekki fundið að sömu annmörkum á reikningsfærslu E.F. áður en byrjað var á veginum yfir Holtin eins og á eftir. Ég vil þá benda ritstj. á athugasemdir mínar við reikninga E.F. sumarið 1896 – þær getur hann séð á landshöfðingjaskrifstofunni – þar hef ég einmitt fundið að kvittanaskorti á reikningunum.
Svo segir ritstjórinn ennfremur: “Og sami annmarki – kvittanaskortur – var áreiðanlega á reikningum annars vegavinnustjóra í haust að minnsta kosti, án þess að sá sami hafi fengið ávítur fyrir”.
Það er ekki mitt að gefa ávítur fyrir þennan annmarka, úr því ég var ekki skipaður yfirmaður verkstjóranna; ég aðeins gerði mínar athugasemdir á reikninginn og sendi þær á landshöfðingjaskrifstofuna.
Annars skal ég taka það fram, að þessir gallar á reikningsfærslunni hjá verkstjórunum eiga ekkert skylt við það mál, sem hafið hefur verið gegn E.F., því að þó kvittanir vanti á stöku reikninga, þarf það ekki að benda á nein fjársvik; það getur verið og er vanalega aðeins athugaleysi eða hirðuleysi.
Vitneskju um fjárdrátt getur maður fyrst fengið með því að yfirheyra verkamennina um það, hvað þeir hafi tekið á móti af peningum og hvað mörg dagsverk þeir hafi unnið, og það var á þann hátt að þessi sterki grunur hefur fallið á E.F.
Að öðru leyti skal ég vísa til eftirfarandi yfirlýsingar frá landritaranum:
Þér hafið, herra ingeniur, beiðst eftir yfirlýsingar minnar um það, hvort ég hafi orðið þess var, að þér hafið veist meira að herra Einari Finnssyni í athugasemdum yðar við vegareikninga hans eftir að byrjað var á Holtaveginum 1898 en áður, og hvort ég hafi tekið eftir því, að þér hafið hallað fremur á hann í athugasemdum yðar, en aðra forstöðumenn landssjóðsvegagerða.
Báðum þessum spurningum verð ég að svara neitandi. Auðvitað er hér undanskilin kæra sú, er þér hafið sent bæjarfógeta hér, yfir herra Einari Finnsyni, fyrir fals og fjárdrátt, og rannsóknir yðar um það atriði.
Afgreiðslustofu landshöfðingja
Reykjavík 11. maí 1900.
Jón Magnússon
Þá þykist ég hafa komið með næga sönnun fyrir því, að ákærur ritstjóra gegn mér séu á engum rökum byggðar.
Rvík. 11. maí 1900. Sig. Thoroddsen.
* * *
Ójá; það er nú svo. Sönnun er það engin, að hann segir sjálfan sig vera sannorðari en E.F. Ekki er heldur vel hægt fyrir menn út í frá að vita, að hann megi ekki gefa verkstjórum ávítur. Og ætli hann geri það aldrei samt? Fyrir E.F. og öðrum í líkum sporum eru þær einar aðfinnslur til, sem til þeirra sjálfra er beint. Þeir hafa ekkert af því að segja, þótt einhverjar aðfinnslur séu til á landshöfðingjaskrifstofunni, ef þær er t.d. svo lítilsverðar, að ekki þykir takandi því að tjá þær verkstjórunum sjálfum.
Fyrir því virðist minna að græða en hann ætlaðist til á vottorði landritarans, sem oss dettur vitanlega ekki í hug að rengja. Þar með er þá slegið botni í þetta þras.