1900

Fjallkonan, 23. júní, 1900, 17. árg., 24. tbl., forsíða:

Héraðsdómur í málinu gegn Einari Finnssyni.
Hann var upp kveðinn 13. þ.m. og niðurstaðan sú, að kærði var dæmdur í 14 daga einfalt fangelsi, auk málskostnaðar, samkv. 259. gr. hegningarlaganna, fyrir að hafa “með því að draga undir sig nokkuð af verkalaunum Guðmundar Einarssonar misbeitt stöðu sinni til að afla sér ávinnings á sviksamlegan hátt”. Hann hafði talið Guðmundi þessum hærri verklaun en hann galt honum, og lét mismuninn, 36 kr. 75 a., renna í sinn sjóð; gerðist það með þeim hætti, að hann réð til sín mann þennan fyrir umsamið kaup, en lánaði hann síðan í landssjóðsvinnuna (vegavinnu) fyrir hærri daglaun en hann galt honum, og hugði sér það leyfilegt. Segir svo í dómnum því til skýringar: “Það hefur tíðkast allmikið, eftir því sem upplýst er, að ýmsir menn hafa ráðið verkamenn til ákærða, ekki aðeins vinnumenn sína, heldur og aðra, sem þeir hafa tekið einungis til að koma þeim í vinnuna; hafa menn þessir tekið til sín vegavinnulaunin, en goldið verkamanninum umsamið kaup og hirt sjálfir mismuninn. Ákærða var kunnugt um, að slíkar mannaráðningar áttu sér stað, enda áleit hann þær leyfilegar, ef verkamönnum væri eigi greidd hærri daglaun en ætla mætti að þeir ynnu fyrir, og hugði jafnvel, að sér væri sjálfum heimilt að ráða verkamenn á þennan hátt fyrir sinn reikning”.
Af öllum hinum kærunum var hann sýknaður. En þær lutu sumar að skjalafölsun, t.d. breytt eftir á dagsverkatölu hjá einum verkamanni úr 58 í 88, og látið óviðkomandi mann skrifa á kaupskrá í kvittunarskyni. Tölubreytingin fullyrti kærði að stafaði af misritun, þegar ritað var ofan í tölurnar á kaupskránni eftir á með bleki – þær höfðu fyrst verið ritaðar með blýanti, til þess að eiga hægara með, segir hann, að leiðrétta reikningsvillur, þegar hann gerði upp kaupið við verkamenn, án þess að þurfa að ónýta kaupskrána; og manninum sem hann lét skrifa fyrir annan kvittun á skrána, áleit hann sér heimilt eftir atvikum að líta svo á, sem væri húsbóndi hins. “Virðist því ekki”, segir dómarinn, “næg ástæða til þess að skoða umgetna aðferð sem skjalafals eða hlutdeild í því”.
Þá hafði ákærði (E.F.) og talið fleiri dagsverk hjá sumum verkamönnum en þeir höfðu unnið. En ýmist eru sérstök atvik að því, er gera það ósaknæmt, t.d. að hann breytir ákvæðisvinnu í daglaunavinnu, eða þá að hann hefur leitt sennileg rök að því, að það hafi orðið af vangá og honum óafvitandi, enda hins vegar vantalin allmörg dagsverk, þótt borguð hafi verið að fullu, en reikningsfærslan öll ófullkomin.
Kærði hefur áfrýjað þessum dómi til yfirréttar.


Fjallkonan, 23. júní, 1900, 17. árg., 24. tbl., forsíða:

Héraðsdómur í málinu gegn Einari Finnssyni.
Hann var upp kveðinn 13. þ.m. og niðurstaðan sú, að kærði var dæmdur í 14 daga einfalt fangelsi, auk málskostnaðar, samkv. 259. gr. hegningarlaganna, fyrir að hafa “með því að draga undir sig nokkuð af verkalaunum Guðmundar Einarssonar misbeitt stöðu sinni til að afla sér ávinnings á sviksamlegan hátt”. Hann hafði talið Guðmundi þessum hærri verklaun en hann galt honum, og lét mismuninn, 36 kr. 75 a., renna í sinn sjóð; gerðist það með þeim hætti, að hann réð til sín mann þennan fyrir umsamið kaup, en lánaði hann síðan í landssjóðsvinnuna (vegavinnu) fyrir hærri daglaun en hann galt honum, og hugði sér það leyfilegt. Segir svo í dómnum því til skýringar: “Það hefur tíðkast allmikið, eftir því sem upplýst er, að ýmsir menn hafa ráðið verkamenn til ákærða, ekki aðeins vinnumenn sína, heldur og aðra, sem þeir hafa tekið einungis til að koma þeim í vinnuna; hafa menn þessir tekið til sín vegavinnulaunin, en goldið verkamanninum umsamið kaup og hirt sjálfir mismuninn. Ákærða var kunnugt um, að slíkar mannaráðningar áttu sér stað, enda áleit hann þær leyfilegar, ef verkamönnum væri eigi greidd hærri daglaun en ætla mætti að þeir ynnu fyrir, og hugði jafnvel, að sér væri sjálfum heimilt að ráða verkamenn á þennan hátt fyrir sinn reikning”.
Af öllum hinum kærunum var hann sýknaður. En þær lutu sumar að skjalafölsun, t.d. breytt eftir á dagsverkatölu hjá einum verkamanni úr 58 í 88, og látið óviðkomandi mann skrifa á kaupskrá í kvittunarskyni. Tölubreytingin fullyrti kærði að stafaði af misritun, þegar ritað var ofan í tölurnar á kaupskránni eftir á með bleki – þær höfðu fyrst verið ritaðar með blýanti, til þess að eiga hægara með, segir hann, að leiðrétta reikningsvillur, þegar hann gerði upp kaupið við verkamenn, án þess að þurfa að ónýta kaupskrána; og manninum sem hann lét skrifa fyrir annan kvittun á skrána, áleit hann sér heimilt eftir atvikum að líta svo á, sem væri húsbóndi hins. “Virðist því ekki”, segir dómarinn, “næg ástæða til þess að skoða umgetna aðferð sem skjalafals eða hlutdeild í því”.
Þá hafði ákærði (E.F.) og talið fleiri dagsverk hjá sumum verkamönnum en þeir höfðu unnið. En ýmist eru sérstök atvik að því, er gera það ósaknæmt, t.d. að hann breytir ákvæðisvinnu í daglaunavinnu, eða þá að hann hefur leitt sennileg rök að því, að það hafi orðið af vangá og honum óafvitandi, enda hins vegar vantalin allmörg dagsverk, þótt borguð hafi verið að fullu, en reikningsfærslan öll ófullkomin.
Kærði hefur áfrýjað þessum dómi til yfirréttar.