1900

Ísafold, 7. júlí, 1900, 27. árg., 44. tbl., bls. 174:

Lagarfljótsbrúin.
Skrifað er að austan, að efnið í Lagarfljótsbrúna sé komið á Eskifjörð og hefur konsúll C.D. Tulinius tekið að sér flutning á efninu upp á Hérað, um Fagradal; hann ætlar að aka því gegnum dalinn og hefur látið ryðja veg í því skyni, akbraut, eftir honum öllum. Við riðum hann nokkrir 29. maí – segir sá sem þetta skrifar – og var hann þá allur runninn; en ekki sást um það leyti nema á hæstu vörðu á Fjarðarheiði (Seyðisfjarðar), og 16. júní var ekki kominn þar upp nema stöku varða. Hún verður líklegast runnin seint í næsta mánuði (júní), af því að nú er steypirigning dag hvern.


Ísafold, 7. júlí, 1900, 27. árg., 44. tbl., bls. 174:

Lagarfljótsbrúin.
Skrifað er að austan, að efnið í Lagarfljótsbrúna sé komið á Eskifjörð og hefur konsúll C.D. Tulinius tekið að sér flutning á efninu upp á Hérað, um Fagradal; hann ætlar að aka því gegnum dalinn og hefur látið ryðja veg í því skyni, akbraut, eftir honum öllum. Við riðum hann nokkrir 29. maí – segir sá sem þetta skrifar – og var hann þá allur runninn; en ekki sást um það leyti nema á hæstu vörðu á Fjarðarheiði (Seyðisfjarðar), og 16. júní var ekki kominn þar upp nema stöku varða. Hún verður líklegast runnin seint í næsta mánuði (júní), af því að nú er steypirigning dag hvern.