1900

Austri, 16. júlí, 1900, 10. árg., 23. tbl., bls. 88:

Útskrift úr gjörðarbók sýslunefndar Suður-Múlasýslu.
.. Lagðar fram álitsgerðir um alla sýsluvegi í Suður-Múlasýslu, og kynnti sýslunefndin sér þessar álitsgerðir rækilega og fannst þær allar mjög sanngjarnar utan álitsgerðin úr Breiðdalshreppi, sem sýndi að skoðunarmennirnir höfðu algjörlega misskilið hlutverk sitt. Reikningar yfir þessar álitsgerðir voru framlagðir og samþykktir.
Sýslunefndarmaður Norðfjarðar bar fram uppástungu um að sýsluvegurinn af Oddskarði og niður til Norðfjarðar, sem nær niður að Blóðbrekku, verði framlengdur út að Nesi og var það samþykkt í einu hljóði. Allur vegurinn frá Eskifirði að Nesi í Norðfirði er því hér eftir sýsluvegur.
Sýslunefndarmaður Reyðarfjarðarhrepps varð veikur er hér var komið og vék því af fundi; í hans stað tók setu á fundinum varasýslunefndarmaður þess hrepps.
.. Rætt var á ný um hina fyrirhuguðu akbraut á Fagradal og lét nefndin í ljós eindreginn áhuga á málinu og samþykkti að skrifa landshöfðingja þar að lútandi til þess að koma málinu sem fyrst á rekspöl.
.. Var ráðstafað sýsluvegasjóðsgjaldi þ. árs.
Tekjur.
1/2 sýsluvegasjóðsgjalds kr. 600
Gjöld.
1. Til tjalds 20
2. Til Örnólfsskarðs 350
3. Til vegar frá Rangárferju að Gilsárteigsklifi 50
4. Til vegar innan Hallormstaðarháls 30
5. Til vegar undir Hátúni 60
6. Til vegar frá Hesteyri að Rima 40
7. Til vegar fyrir utan Björg í Reyðarfirði 50
Samtals kr. 600
.. Jóni Ísleifssyni falið á hendur að stjórna vegavinnu í Örnólfsskarði en sýslunefndarmönnum falið að sjá um hinar vegagerðirnar hverjum í sínum hreppi.
Oddvita sýslunefndar veittar 20 krónur fyrir ritföng, afskriftir og fleira.
Borgað fyrir húslán og átroðning við fundarhaldið kr. 75


Austri, 16. júlí, 1900, 10. árg., 23. tbl., bls. 88:

Útskrift úr gjörðarbók sýslunefndar Suður-Múlasýslu.
.. Lagðar fram álitsgerðir um alla sýsluvegi í Suður-Múlasýslu, og kynnti sýslunefndin sér þessar álitsgerðir rækilega og fannst þær allar mjög sanngjarnar utan álitsgerðin úr Breiðdalshreppi, sem sýndi að skoðunarmennirnir höfðu algjörlega misskilið hlutverk sitt. Reikningar yfir þessar álitsgerðir voru framlagðir og samþykktir.
Sýslunefndarmaður Norðfjarðar bar fram uppástungu um að sýsluvegurinn af Oddskarði og niður til Norðfjarðar, sem nær niður að Blóðbrekku, verði framlengdur út að Nesi og var það samþykkt í einu hljóði. Allur vegurinn frá Eskifirði að Nesi í Norðfirði er því hér eftir sýsluvegur.
Sýslunefndarmaður Reyðarfjarðarhrepps varð veikur er hér var komið og vék því af fundi; í hans stað tók setu á fundinum varasýslunefndarmaður þess hrepps.
.. Rætt var á ný um hina fyrirhuguðu akbraut á Fagradal og lét nefndin í ljós eindreginn áhuga á málinu og samþykkti að skrifa landshöfðingja þar að lútandi til þess að koma málinu sem fyrst á rekspöl.
.. Var ráðstafað sýsluvegasjóðsgjaldi þ. árs.
Tekjur.
1/2 sýsluvegasjóðsgjalds kr. 600
Gjöld.
1. Til tjalds 20
2. Til Örnólfsskarðs 350
3. Til vegar frá Rangárferju að Gilsárteigsklifi 50
4. Til vegar innan Hallormstaðarháls 30
5. Til vegar undir Hátúni 60
6. Til vegar frá Hesteyri að Rima 40
7. Til vegar fyrir utan Björg í Reyðarfirði 50
Samtals kr. 600
.. Jóni Ísleifssyni falið á hendur að stjórna vegavinnu í Örnólfsskarði en sýslunefndarmönnum falið að sjá um hinar vegagerðirnar hverjum í sínum hreppi.
Oddvita sýslunefndar veittar 20 krónur fyrir ritföng, afskriftir og fleira.
Borgað fyrir húslán og átroðning við fundarhaldið kr. 75