1900

Ísafold, 21. júlí, 1900, 27. árg., 47. tbl., viðaukablað:

Sýslufundargerðir Kjósar- og Gullbringusýslu.
.. Oddvita falið að annast um, að allar hreppsnefndir í sýslunni sendi reikninga hreppavegasjóðanna fyrir 1899, og framvegis árlega; og var oddvita ennfremur falið að úrskurða reikningana fyrir 1899.
Samþykkt að veita til vegabóta komandi sumar:
Til brúarinnar við Rósuselsvötn kr. 30
Til lagfæringar á veginum á Njarðvíkurfitjum 60
Til lagfæringar veginum um Reiðskarð 45
Til brúarinnar við Latarholt 65
Til vegagerðar frá Hafnarfirði út á Álftanes 800
Var sýslunefndaroddvita ásamt sýslunefndarmönnum Garða og Bessastaðahreppa og hreppsnefndum þeirra falið að koma vegagerðinni á Álftanesi til framkvæmda. Í hinum hreppunum annast sýslunefndarmaður hreppsins vegabótina.
Var samþykkt að sýsluvegakafli sá, er legið hefur frá Selskarði að Brekkuhliði, verði færður þannig, að hann verði lagður frá Selskarði að Bessastaðagranda, og þannig sameinaður hreppavegi þeim er þar liggur að Bessastöðum og á Norðurnesið.
Hreppsnefnd Garðahrepps veitt heimild til að taka allt að 750 kr. lán upp á hreppsvegasjóð hreppsins, gegn ábyrgð sýslunefndarinnar.


Ísafold, 21. júlí, 1900, 27. árg., 47. tbl., viðaukablað:

Sýslufundargerðir Kjósar- og Gullbringusýslu.
.. Oddvita falið að annast um, að allar hreppsnefndir í sýslunni sendi reikninga hreppavegasjóðanna fyrir 1899, og framvegis árlega; og var oddvita ennfremur falið að úrskurða reikningana fyrir 1899.
Samþykkt að veita til vegabóta komandi sumar:
Til brúarinnar við Rósuselsvötn kr. 30
Til lagfæringar á veginum á Njarðvíkurfitjum 60
Til lagfæringar veginum um Reiðskarð 45
Til brúarinnar við Latarholt 65
Til vegagerðar frá Hafnarfirði út á Álftanes 800
Var sýslunefndaroddvita ásamt sýslunefndarmönnum Garða og Bessastaðahreppa og hreppsnefndum þeirra falið að koma vegagerðinni á Álftanesi til framkvæmda. Í hinum hreppunum annast sýslunefndarmaður hreppsins vegabótina.
Var samþykkt að sýsluvegakafli sá, er legið hefur frá Selskarði að Brekkuhliði, verði færður þannig, að hann verði lagður frá Selskarði að Bessastaðagranda, og þannig sameinaður hreppavegi þeim er þar liggur að Bessastöðum og á Norðurnesið.
Hreppsnefnd Garðahrepps veitt heimild til að taka allt að 750 kr. lán upp á hreppsvegasjóð hreppsins, gegn ábyrgð sýslunefndarinnar.