1900

Ísafold, 28. júlí, 1900, 27. árg., 47. tbl., bls. 186:

Amtsráðsfundur í suðuramtinu.
.. Samþykkt var 2000 kr. lántökuheimild fyrir Borgarfjarðarsýslur til vegagerðar um Leirársveit. Sömuleiðis 300 kr. lántökuleyfi til 5 ára handa sýslusjóði Gullbringu- og Kjósarsýslu til vegagerðar frá Hafnarfirði áleiðis að Görðum.
.. Amtsráðið lagði með málaleitun frá sýslunefnd Árnesinga um, að vegurinn frá Svínahrauni niður að Lækjarbotnum yrði sem fyrst varðaður og sömuleiðis að Mosfellsheiðarvegur yrði allur varðaður milli byggða.
Sama sýslunefnd vildi og fá gert við verstu torfærur yfir Grindaskörð. En amtsráðinu þótti vanta kostnaðaráætlun og beiðni um tiltekinn fjárstyrk.
Guðna Þorbergssyni, sæluhúsverði á Kolviðarhóli, veittur 150 kr. styrkur.
Samþykkt var, að sýsluvegurinn í Landmannahreppi og Holtahreppi skyldi liggja eftirleiðis frá Gömlu-Lækjarbotnum fyrir austan Holtsmúla og Köldukinn suður Marteinstungusnasir hjá Bjálmholti og þaðan beina leið á þjóðveginn vestanvert við Moldartungu; en að gamli sýsluvegurinn frá Lækjarbotnum að Hjallanesi út að Króki legðist niður.


Ísafold, 28. júlí, 1900, 27. árg., 47. tbl., bls. 186:

Amtsráðsfundur í suðuramtinu.
.. Samþykkt var 2000 kr. lántökuheimild fyrir Borgarfjarðarsýslur til vegagerðar um Leirársveit. Sömuleiðis 300 kr. lántökuleyfi til 5 ára handa sýslusjóði Gullbringu- og Kjósarsýslu til vegagerðar frá Hafnarfirði áleiðis að Görðum.
.. Amtsráðið lagði með málaleitun frá sýslunefnd Árnesinga um, að vegurinn frá Svínahrauni niður að Lækjarbotnum yrði sem fyrst varðaður og sömuleiðis að Mosfellsheiðarvegur yrði allur varðaður milli byggða.
Sama sýslunefnd vildi og fá gert við verstu torfærur yfir Grindaskörð. En amtsráðinu þótti vanta kostnaðaráætlun og beiðni um tiltekinn fjárstyrk.
Guðna Þorbergssyni, sæluhúsverði á Kolviðarhóli, veittur 150 kr. styrkur.
Samþykkt var, að sýsluvegurinn í Landmannahreppi og Holtahreppi skyldi liggja eftirleiðis frá Gömlu-Lækjarbotnum fyrir austan Holtsmúla og Köldukinn suður Marteinstungusnasir hjá Bjálmholti og þaðan beina leið á þjóðveginn vestanvert við Moldartungu; en að gamli sýsluvegurinn frá Lækjarbotnum að Hjallanesi út að Króki legðist niður.