1900

Þjóðólfur, 26. október, 52. árg, 50. tbl., bls. 206:

Um Eyrarbakkaveginn.
Í fyrravetur skrifuðu einhverjir bréfritarar úr Árnessýslu í bréf sín til “Þjóðólfs” og “Ísafoldar” fáein orð um veg þennan en af því frásögnin var sett innan um annað óviðkomandi, má vera, að því hafi ekki verið veitt eftirtekt. Þykir mér því rétt að biðja “Þjóðólf” fyrir fáeinar línur um það atriði.
Vegur sá, sem hér um ræðir, var fullgerður í fyrrahaust, og verður ekki annað sagt, en hann sé vandaður, þegar litið er til vega yfirhöfuð. Af þeirri stuttu reynslu, sem þegar er fengin, er það komið í ljós , að vegi þessum er þó ekki eins vel fyrir komið og æskilegt væri, og er þetta helst að: Fram á Breiðumýri er hann of lágur og ræsi of mjó og of grunn, en vatnsaðsókn mikil á nokkrum kafla. Fór þar ís yfir veginn í fyrravetur; hafa þó ísalög oft verið miklu meiri. Af þessu leiddi, að ofaníburður skolaðist í burtu á nokkrum stöðum. – Þegar upp að Stekkakeldu kemur, eða upp fyrir hið svonefnda Sandvíkurhús, er vegurinn hærri og ræsi víðari, enda bar þar ekki á offylli í skurðunum. – Eins og kunnugt er um Suðurland, er vegur þessi ákaflega fjölfarinn, bæði með lestir og vagna, hvort heldur er um sumar eða vetur, og án hans er nú ómögulegt að komast til Eyrarbakka eða Stokkseyrar, aðalkaupstaðanna austanfjalls; sjá því allir, að mjög ríður á, að viðhald vegarins sé gott og í tíma sé komið í veg fyrir þær skemmdir, sem vegurinn hlýtur að liggja undir, ef ekki er að gert.
Fyrst af öllu þarf að hreinsa upp úr skurðunum hnausa og rof úr stíflum eða brúm, sem látnar eru á skurðina og velta um, þegar rigningar ganga; hingað til hefur verið mikill brestur á, að þessa hafi verið gætt.
Annað atriðið er, eins og áður er sagt, að vegurinn er of lágur, jarðvegur yfir höfuð gljúpur og vatnsagafullur þar fram á mýrinni; þar hlýtur að mega til að víkka ræsi og dýpka, víkka um 2 fet, dýpka 1 fet og hlaða rofinu fyrir aðrennsli þar sem mest sækir að.
Púkkið í veginum sýnist vera vandlega gert, en það er ekki einhlítt, þegar ofaníburður ofan í það er slæmur, eins og þarna er á löngum kafla, (ofaníburðurinn víða runninn úr að mestu). Fyrir því virðist mesta nauðsyn á, að bera ofan í meiri hluta af vegi þessum að sumri komandi; mun þá ekki annað ráðlegra en sækja ofaníburð upp fyrir Ölfusárbrú eða niður á sjávarbakka. – Vitanlega er sá galli á hvorutveggja þessu, að leiðin er löng. – Samt virðist þetta liggja næst, þegar annarsstaðar á leið þessari fæst ekki nema fínn moldarsandur, er bæði fýkur úr eða rennur burt í leysingum. Í holtunum fyrir ofan Ölfusárbrúna er besti ofaníburður, fastur og haldgóður, og sé hann borinn ofan í vel púkkaðan veg, með nokkrum ofaníburði mun hann duga vel.
Í okt. 1900. S.T.


Þjóðólfur, 26. október, 52. árg, 50. tbl., bls. 206:

Um Eyrarbakkaveginn.
Í fyrravetur skrifuðu einhverjir bréfritarar úr Árnessýslu í bréf sín til “Þjóðólfs” og “Ísafoldar” fáein orð um veg þennan en af því frásögnin var sett innan um annað óviðkomandi, má vera, að því hafi ekki verið veitt eftirtekt. Þykir mér því rétt að biðja “Þjóðólf” fyrir fáeinar línur um það atriði.
Vegur sá, sem hér um ræðir, var fullgerður í fyrrahaust, og verður ekki annað sagt, en hann sé vandaður, þegar litið er til vega yfirhöfuð. Af þeirri stuttu reynslu, sem þegar er fengin, er það komið í ljós , að vegi þessum er þó ekki eins vel fyrir komið og æskilegt væri, og er þetta helst að: Fram á Breiðumýri er hann of lágur og ræsi of mjó og of grunn, en vatnsaðsókn mikil á nokkrum kafla. Fór þar ís yfir veginn í fyrravetur; hafa þó ísalög oft verið miklu meiri. Af þessu leiddi, að ofaníburður skolaðist í burtu á nokkrum stöðum. – Þegar upp að Stekkakeldu kemur, eða upp fyrir hið svonefnda Sandvíkurhús, er vegurinn hærri og ræsi víðari, enda bar þar ekki á offylli í skurðunum. – Eins og kunnugt er um Suðurland, er vegur þessi ákaflega fjölfarinn, bæði með lestir og vagna, hvort heldur er um sumar eða vetur, og án hans er nú ómögulegt að komast til Eyrarbakka eða Stokkseyrar, aðalkaupstaðanna austanfjalls; sjá því allir, að mjög ríður á, að viðhald vegarins sé gott og í tíma sé komið í veg fyrir þær skemmdir, sem vegurinn hlýtur að liggja undir, ef ekki er að gert.
Fyrst af öllu þarf að hreinsa upp úr skurðunum hnausa og rof úr stíflum eða brúm, sem látnar eru á skurðina og velta um, þegar rigningar ganga; hingað til hefur verið mikill brestur á, að þessa hafi verið gætt.
Annað atriðið er, eins og áður er sagt, að vegurinn er of lágur, jarðvegur yfir höfuð gljúpur og vatnsagafullur þar fram á mýrinni; þar hlýtur að mega til að víkka ræsi og dýpka, víkka um 2 fet, dýpka 1 fet og hlaða rofinu fyrir aðrennsli þar sem mest sækir að.
Púkkið í veginum sýnist vera vandlega gert, en það er ekki einhlítt, þegar ofaníburður ofan í það er slæmur, eins og þarna er á löngum kafla, (ofaníburðurinn víða runninn úr að mestu). Fyrir því virðist mesta nauðsyn á, að bera ofan í meiri hluta af vegi þessum að sumri komandi; mun þá ekki annað ráðlegra en sækja ofaníburð upp fyrir Ölfusárbrú eða niður á sjávarbakka. – Vitanlega er sá galli á hvorutveggja þessu, að leiðin er löng. – Samt virðist þetta liggja næst, þegar annarsstaðar á leið þessari fæst ekki nema fínn moldarsandur, er bæði fýkur úr eða rennur burt í leysingum. Í holtunum fyrir ofan Ölfusárbrúna er besti ofaníburður, fastur og haldgóður, og sé hann borinn ofan í vel púkkaðan veg, með nokkrum ofaníburði mun hann duga vel.
Í okt. 1900. S.T.