1900

Fjallkonan, 10. nóvember, 1900, 17. árg., 44. tbl., bls. 2:

Vegagerðir.
Í sumar hafa farið fram ýmsar vegagerðir á kostnað landssjóðs, og mun þeirra verða getið í þessu blaði.
Árni Zakaríusson vegagerðarmeistari stóð fyrir vegagerð í Mýrasýslu ofanverðri og Borgarfjarðarsýslu. Hann byrjaði 17. maí og hætti 4. okt. Helsta vegagerðin var á Grjóthálsi milli Þverrárhlíðar og Norðurárdals. Hefur þar áður verið grýttur og seinfarinn vegur. Þar var byrjað á hálsinum sem hætt var 1899. Hálsinn er áa á milli 6500 m. Vegur var gerður á 4190 m; þverrennur 23; ruddir 380 m. Gerður var vegur fyrir neðan Dýrastaði hjá Sandhólum og brú yfir læk milli Dýrastaða og Hreimstaða og víðar voru gerðir talsverðir vegabútar í Norðurárdalnum. Gert var við veg í Reykholtsdal, og loks gerður 660 metra vegur á Draganum. Stöplar á Örnólfsdalsá “kústaðir upp” og brúin skrúfuð upp eftir fyrirsögn Sig. Thoroddsen landsverkfræðings.
Verkamenn voru flestir 33.
Meðal dagkaup var kr. 2,83 1/2. Alls mun hafa verið eytt til þessara vegastarfa nær 10.000 kr.
Erlendur Zakaríusson vegameist. stóð fyrir vegagerð frá Borgarnesi vestur Mýrarnar, hinum fyrirhugaða Stykkishólsmvegi. Hann byrjaði 16. maí og hætti 17, okt. Byrjað var við Borgarnes og vegurinn lagður um Borg Laugárfoss að Urriðá; það eru 10 3/4 kílómetrar. Á honum eru 3 brýr, frá 8-14 álna langar og um 30 þverrennur, flestar stórar, 6-7 fet og allt að 11 fetum. Vegarstæðið var mjög blautt og hefur orðið að hafa veginn mjög háan vegna (ólæsileg lína) er svo gljúpur; víða alófært kviksyndi.
Ofaníburður var nógur og góður.
Bændur, sem land áttu að veginum, sýndu verkinu velvild og tilhliðrun.
Vegaslitur hafa verið á þessu svæði, ófær að kalla; mun vera óhætt að fullyrða, að meiri vegleysa muni hvergi í byggð hér á landi eins og frá Borgarnesi að Hítará.
Af veginum eru ógerðir 13-15 kílómetrar vestur að Hítará, sem bráðnauðsynlegt er að gera.
Verkamenn voru í vor og haust 50-60, en um sláttinn milli 40-50. Vagnhestar 22 (66 au. um daginn, eins og víðast mun vera); vagnar 11.
Kostnaðurinn við þessa vegagerð er um 21 þús. krónur.
Magnús Vigfússon vegameist. stóð fyrir vegbótum í Norður-Múlasýslu, á Smjörvatnsheiði og í Hróarstungu.
Á Smjörvatnsheiði hefur engin vegabót verið gerð í 60 ár. Vegarlengdin er 3 3/4 míl; var þar ruddur vegur og hlaðnar vörður.
Í Hróarstungu vann hann að vegi, sem Páll Jónsson hefur lagt; var borið ofan í hann og hlaðinn vegarspotti við Jökulsá.
Verkamenn 12 lengst af og daglaun frá kr. 2,50-3,25.
Öll þessi vegagerð kostaði tæplega hálft fjórða þús. kr.


Fjallkonan, 10. nóvember, 1900, 17. árg., 44. tbl., bls. 2:

Vegagerðir.
Í sumar hafa farið fram ýmsar vegagerðir á kostnað landssjóðs, og mun þeirra verða getið í þessu blaði.
Árni Zakaríusson vegagerðarmeistari stóð fyrir vegagerð í Mýrasýslu ofanverðri og Borgarfjarðarsýslu. Hann byrjaði 17. maí og hætti 4. okt. Helsta vegagerðin var á Grjóthálsi milli Þverrárhlíðar og Norðurárdals. Hefur þar áður verið grýttur og seinfarinn vegur. Þar var byrjað á hálsinum sem hætt var 1899. Hálsinn er áa á milli 6500 m. Vegur var gerður á 4190 m; þverrennur 23; ruddir 380 m. Gerður var vegur fyrir neðan Dýrastaði hjá Sandhólum og brú yfir læk milli Dýrastaða og Hreimstaða og víðar voru gerðir talsverðir vegabútar í Norðurárdalnum. Gert var við veg í Reykholtsdal, og loks gerður 660 metra vegur á Draganum. Stöplar á Örnólfsdalsá “kústaðir upp” og brúin skrúfuð upp eftir fyrirsögn Sig. Thoroddsen landsverkfræðings.
Verkamenn voru flestir 33.
Meðal dagkaup var kr. 2,83 1/2. Alls mun hafa verið eytt til þessara vegastarfa nær 10.000 kr.
Erlendur Zakaríusson vegameist. stóð fyrir vegagerð frá Borgarnesi vestur Mýrarnar, hinum fyrirhugaða Stykkishólsmvegi. Hann byrjaði 16. maí og hætti 17, okt. Byrjað var við Borgarnes og vegurinn lagður um Borg Laugárfoss að Urriðá; það eru 10 3/4 kílómetrar. Á honum eru 3 brýr, frá 8-14 álna langar og um 30 þverrennur, flestar stórar, 6-7 fet og allt að 11 fetum. Vegarstæðið var mjög blautt og hefur orðið að hafa veginn mjög háan vegna (ólæsileg lína) er svo gljúpur; víða alófært kviksyndi.
Ofaníburður var nógur og góður.
Bændur, sem land áttu að veginum, sýndu verkinu velvild og tilhliðrun.
Vegaslitur hafa verið á þessu svæði, ófær að kalla; mun vera óhætt að fullyrða, að meiri vegleysa muni hvergi í byggð hér á landi eins og frá Borgarnesi að Hítará.
Af veginum eru ógerðir 13-15 kílómetrar vestur að Hítará, sem bráðnauðsynlegt er að gera.
Verkamenn voru í vor og haust 50-60, en um sláttinn milli 40-50. Vagnhestar 22 (66 au. um daginn, eins og víðast mun vera); vagnar 11.
Kostnaðurinn við þessa vegagerð er um 21 þús. krónur.
Magnús Vigfússon vegameist. stóð fyrir vegbótum í Norður-Múlasýslu, á Smjörvatnsheiði og í Hróarstungu.
Á Smjörvatnsheiði hefur engin vegabót verið gerð í 60 ár. Vegarlengdin er 3 3/4 míl; var þar ruddur vegur og hlaðnar vörður.
Í Hróarstungu vann hann að vegi, sem Páll Jónsson hefur lagt; var borið ofan í hann og hlaðinn vegarspotti við Jökulsá.
Verkamenn 12 lengst af og daglaun frá kr. 2,50-3,25.
Öll þessi vegagerð kostaði tæplega hálft fjórða þús. kr.