1900

Fjallkonan, 19. nóvember, 1900, 17. árg., 45. tbl., bls. 4:

Vegagerðir.
Tómas Petersen vegameistari vann að aðgerð á Flóaveginum og stóð fyrir vegabót á Hellisheiðarveginum í Fóelluvötnum. Hann byrjaði 28. maí í Fóelluvötnum. Þar var hlaðinn upp vegur á kafla, sem var algjörlega orðinn ónýtur; vegur þessi var hlaðinn fyrir um það bil 12 árum undir forstöðu Hovdenaks, og hefur aldrei verið gert við hann neitt að mun á þeim kafla. Við þessa vegagerð voru 10 manns og 8 vagnhestar, kaup verkamanna kr. 2,50-3,30, og hestaleiga 60 au. um daginn.
Þessi vegagerð kostaði 1.175 kr.
Eftir það vegabótinni var lokið í Fóelluvötnum, sem hætta varð við, af því bráða nauðsyn var til að gera við Flóaveginn, fór Tómas Petersen austur þangað til þess að bera ofan í hann. Var byrjað á því verki 9. júlí, og hætt 3. okt. Borið var ofan í veginn, og allt lausagrjót sem stóð upp úr veginum mulið sundur á 10n kílómetra kafla, eða frá skammt austan við Ölfusárbrú og austur fyrir Skeggjastaði (skammt fyrir austan Hraungerði). Ofaníburður hefur ekki fengist þar góður, en vegagerðarmenn álitu, að þeir hefðu fundið allgóðan ofaníburð austan við Skeggjastaði, sem fannst þó svo seint, að hann varð ekki notaður nema í nokkuð af veginum. Við (ólæsileg 5-7 orð) vagnhestar 10. Kaup og hestaleiga eins og í Fóelluvötnum.
Kostnaðurinn við þessa vegabót var rúmlega 4 1/2 þúsund.


Fjallkonan, 19. nóvember, 1900, 17. árg., 45. tbl., bls. 4:

Vegagerðir.
Tómas Petersen vegameistari vann að aðgerð á Flóaveginum og stóð fyrir vegabót á Hellisheiðarveginum í Fóelluvötnum. Hann byrjaði 28. maí í Fóelluvötnum. Þar var hlaðinn upp vegur á kafla, sem var algjörlega orðinn ónýtur; vegur þessi var hlaðinn fyrir um það bil 12 árum undir forstöðu Hovdenaks, og hefur aldrei verið gert við hann neitt að mun á þeim kafla. Við þessa vegagerð voru 10 manns og 8 vagnhestar, kaup verkamanna kr. 2,50-3,30, og hestaleiga 60 au. um daginn.
Þessi vegagerð kostaði 1.175 kr.
Eftir það vegabótinni var lokið í Fóelluvötnum, sem hætta varð við, af því bráða nauðsyn var til að gera við Flóaveginn, fór Tómas Petersen austur þangað til þess að bera ofan í hann. Var byrjað á því verki 9. júlí, og hætt 3. okt. Borið var ofan í veginn, og allt lausagrjót sem stóð upp úr veginum mulið sundur á 10n kílómetra kafla, eða frá skammt austan við Ölfusárbrú og austur fyrir Skeggjastaði (skammt fyrir austan Hraungerði). Ofaníburður hefur ekki fengist þar góður, en vegagerðarmenn álitu, að þeir hefðu fundið allgóðan ofaníburð austan við Skeggjastaði, sem fannst þó svo seint, að hann varð ekki notaður nema í nokkuð af veginum. Við (ólæsileg 5-7 orð) vagnhestar 10. Kaup og hestaleiga eins og í Fóelluvötnum.
Kostnaðurinn við þessa vegabót var rúmlega 4 1/2 þúsund.