1900

Austri, 10. desember, 1900, 10. árg., 48. tbl., bls. 156:

Lagarfljótsbrúin.
Sumt af viðunum hefur nú þegar verið flutt upp að brúarstæðinu, og hinu þyngsta af efninu verður svo ekið upp Fagradal, er hentugir sleðar koma nú í þ.m. með gufuskipunum frá útlöndum.
En grjót mun enn óupptekið í brúarsporðana o.fl.; og er það óheppilegt, að landshöfðingi og vegfræðingur landsins skyldu eigi hafa þá fyrirhyggju, að semja um upptöku grjótsins í haust við þá bændur, er næstir búa brúarstæðinu, því hætt er við, að héðan af verði dýrara að taka grjótið upp eins og það nú er allt gaddað niður og ólosað um það. Er vonandi, að það verði eigi lengi dregið, að fá einhverja áreiðanlega menn til þess sem fyrst að taka grjótið upp og aka því að brúarstæðinu í tæka tíð. Og viljum vér í því efni leyfa oss að benda á þá Jón Bergsson á Egilsstöðum og Kristján Kristjánsson á Ekkjufelli, til þess að sjá um grjótið til brúarinnar, sinn hvoru megin Lagarfljóts.


Austri, 10. desember, 1900, 10. árg., 48. tbl., bls. 156:

Lagarfljótsbrúin.
Sumt af viðunum hefur nú þegar verið flutt upp að brúarstæðinu, og hinu þyngsta af efninu verður svo ekið upp Fagradal, er hentugir sleðar koma nú í þ.m. með gufuskipunum frá útlöndum.
En grjót mun enn óupptekið í brúarsporðana o.fl.; og er það óheppilegt, að landshöfðingi og vegfræðingur landsins skyldu eigi hafa þá fyrirhyggju, að semja um upptöku grjótsins í haust við þá bændur, er næstir búa brúarstæðinu, því hætt er við, að héðan af verði dýrara að taka grjótið upp eins og það nú er allt gaddað niður og ólosað um það. Er vonandi, að það verði eigi lengi dregið, að fá einhverja áreiðanlega menn til þess sem fyrst að taka grjótið upp og aka því að brúarstæðinu í tæka tíð. Og viljum vér í því efni leyfa oss að benda á þá Jón Bergsson á Egilsstöðum og Kristján Kristjánsson á Ekkjufelli, til þess að sjá um grjótið til brúarinnar, sinn hvoru megin Lagarfljóts.