1899

Ísafold, 26. ágúst 1899, 26. árg., 58. tbl., bls. 231:

Frá Alþingi
Þingslit í dag.
Fjárlögum lokið í gær, með einni umr. í efri deild, sem aðhylltist þau óbreytt eins og neðri deild hafði frá þeim gengið í síðara skiptið og á þakkir skilið fyrir að forða frumvarpinu frá að komast í sameinað þing, með þeim hvalfjöruaðgangi, sem þar tíðkast, um bitlingana.
Tekjuhallinn þó ekki nema 99 þús., í stað 140 þús. áður.
Hér skal aðeins skýrt frá úrslitum nokkurra helstu ágreiningsatriða í frumvarpinu.
Til póstvagnverða í viku hverri frá Rvík austur að Ægissíðu eða Odda veittar 600 kr. hvort árið.
Til vegar yfir Breiðdalsheiði veittar 2.500 kr. fyrra árið og 2.400 til vegar frá Skipaskaga að Blautós gegn öðru eins frá sýslubúum; og 1.700 kr. til brúar á Laxá í Dölum, þriðjungur kostnaðar. Sömul. 400 kr. til að bæta lending í Þorlákshöfn, gegn jafnmiklu frá sýslunefnd.


Ísafold, 26. ágúst 1899, 26. árg., 58. tbl., bls. 231:

Frá Alþingi
Þingslit í dag.
Fjárlögum lokið í gær, með einni umr. í efri deild, sem aðhylltist þau óbreytt eins og neðri deild hafði frá þeim gengið í síðara skiptið og á þakkir skilið fyrir að forða frumvarpinu frá að komast í sameinað þing, með þeim hvalfjöruaðgangi, sem þar tíðkast, um bitlingana.
Tekjuhallinn þó ekki nema 99 þús., í stað 140 þús. áður.
Hér skal aðeins skýrt frá úrslitum nokkurra helstu ágreiningsatriða í frumvarpinu.
Til póstvagnverða í viku hverri frá Rvík austur að Ægissíðu eða Odda veittar 600 kr. hvort árið.
Til vegar yfir Breiðdalsheiði veittar 2.500 kr. fyrra árið og 2.400 til vegar frá Skipaskaga að Blautós gegn öðru eins frá sýslubúum; og 1.700 kr. til brúar á Laxá í Dölum, þriðjungur kostnaðar. Sömul. 400 kr. til að bæta lending í Þorlákshöfn, gegn jafnmiklu frá sýslunefnd.