1899

Ísafold, 30. ágúst 1899, 26. árg., 59. tbl., bls. 234:

Brúin á Lagarfljóti

Viðvíkjandi Lagarfljótsbrúnni fyrirhuguðu sendi verkfræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, Alþingi eftirfarandi skýringar og hefir mælst til að þær væru prentaðar hér í blaðinu:
Með því að ég að undanförnu hefi verið á sífelldu ferðalagi – kom hingað til bæjarins í gærkveldi – og með því að ég fyrst nú fyrir fáum dögum hefi fengið áætlun herra ingenieur Barths um brúna á Lagarfljóti hjá Egilsstöðum, hefi ég eðlilega ekki fyr en nú getað sent hinu hæstvirta alþingi athugasemdir mínar við áætlun þessa, sem mér að ýmsu leyti þykir athugaverð, einkum hvað flutningskostnað snertir, svo að það eru engin líkindi til, að verkið verði unnið fyrir það fé, sem áætlað er.
Herra Barth gerir ráð fyrir, að flutningskostnaður á efninu (sem verður c. 200 tons) frá Noregi verði 10.000 kr., nefnilega 50 kr. fyrir hvert tonn, en það er ætlun mín, að þessi upphæð verði allt of lítil, og varla meri en til þess að koma efninu á Héraðssand, því að flytja svo stór stykki yfir heiðarnar frá Seyðisfirði mun alveg ókleift eða að minnsta kosti miklu kostnaðarsamara. – Frá Danmörku mun flutningskostnaður á brúarefni – upp og niður – vera tæpar 40 kr. pr. Tonn og frá Noregi mundi það verða líkt; en nú þarf sérstakan skipsflutning á Héraðssand og landflutning þar, og er hvorttveggja örðugt, og yrði sá aukakostnaður að mínu áliti minnst 10 kr. pr. tonn; samtals eru þá komnar ca. 50 kr. pr. tonn; en nú er eftir að flytja allt efnið 6-7 mílur upp í land (að Einhleypingi hjá Egilsstöðum), og þó að maður geri ráð fyrir, að oftast sé að vetrarlagi gott akfæri upp eftir fljótinu, þá verður þó að beygja fyrir Kirkjubæjarfoss og gera vetrarbraut kringum hann, og ef til vill þarf að gera víðar við veg á leiðinni. Þetta allt yrði æði mikill kostnaðarauki, líklega allt að 40-50 kr. pr. tonn, ef allt gengur vel. Það er því ætlun mín, að flutningskostnaðurinn frá útlöndum að brúarstæðinu verði 90-100 kr. pr. tonn og áætlun herra Barhs sé í þessu eina atriði 8-10.000 kr. of lág.
Þá er ýmislegt fleira athugavert. Staurarekstur (Pæleramning) reiknar herra Barth 2 kr. pr. meter, eins og tíðkast í Noregi, en gáir ekki að því að slíkt er miklu dýrara hér á landi, þar sem menn eru óvanir slíku verki og auk þess þarf að kaupa sérstök verkfæri til vinnunnar, af því að hér er um óvana langa staura að ræða og má því ætla að hver meter yrði hér 1 kr. dýrari; þessi liður verður því 500 kr. of lágur.
Reikningur herra Barths á járnbjálkum og verki því, er þar að lýtur, er einnig allt of lágur, hann reiknar 20 aura pr. kgr. (10 aura pr. pd.). Járnið og vinna á því er nú í útlöndum sífellt að hækka (sökum verkfalls og annars) og þegar seinast var pantað járn í Hörgárbrúna, þá kostaði járnið í Kaupmannahöfn 32 aura pr. kgr. (16 a. pr. pd.) en auk þess leggst á kostnaður við samsetning járnbjálkanna, hnoðun á nöglum, málning o. fl. – Í Blöndubrúnni kostaði járnið með hnoðun og samsetningu á staðnum (en þó án málningar) 36 ½ aur. Pr. kgr. (18,25 a. pr. pd.) og þá var þó verðið á járni lægra en nú. Auðvitað verður hér (við Lagarfljótsbrúna) einfaldari samsetning bjálkanna, en yrði þó líklega um 30 a. pr. kgr. (15 a. pr. pd.) – Til samanburðar má geta þess að óvandaðasta járn, t.d. skeifnajárn eða því um líkt, kostar hér í Reykjavík 16 a. pd. (32 a. kgr.). – Þessi liður ætti því að vera 5.355 kr. hærri (53.550 kgr. Með 10 aura viðbót). –
Þá er ennfremur múrverkið alltof lágt reiknað, þótt litlu nemi á svo stórri áætlun, þar sem málverkið er svo lítið. – Herra Barth reiknar t.d. kostnaðinn á velhlöðnum framúr 14-15 kr. per. Kubikmeter: í hvern kúbikmeter má reikna að gangi ein tunna af sementi, sem kostar á Seyðisfirði 11-12 kr. (og sementið er að stíga í verði eins og fleira), og flutningurinn að brúarstæðinu 4-5 kr. minnst, þá kostar sementið eitt í kubikmeter af steinvegg 16-17 krónur, en þá er eftir að afla grjótsins, flytja það a, laga það og hlaða m. m.: þessi áætlun nær því ekki neinni átt. –
Ýmislegt fleira mætti til finna sem er of lágt reiknað, en í þessum atriðum, sem nefnd hafa verið og ég strax hefi rekið augun í að eins við fljótlegt álit, verður hinn aukni kostnaður hér um bil þessi:
Flutningskostnaður ¿c. 9.000 kr.
Staurakostnaður c ¿¿. 500 kr
Járnverk c. ¿¿¿¿¿. 5.300 kr
Múrverk c. ¿¿¿¿¿. 300 kr
= 15.100 kr.
Hin einasta upphæð, sem mér finnst of há hjá herra Barth, er upphæðin fyrir “Administation” (umsón og verkstjórn m.m.) 5.800 kr; það er reiknað efit útlendum mælikvarða, því að í útlöndum eru ingenieurar hátt launaðir og fá auk þess háa dagpeninga og ferðapeninga, þegar þeir fara eitthvað frá heimili sínu.
Það er skoðun mín, að Lagarfljótsbrúin, eftir því fyrirkomulagi, sem herra Barth hefir stungið uppá, muni kosta 60 þúsundir krónur eða þar yfir í stað 45.000 kr., sem Barth áætlar.
Það er engin von, að útlendingar, þótt ágætir ingenieurar séu, en enga reynslu hafa hér á landi og ekki þekkja landshætti, geti gert fullnægjandi áætlun um kostnað stórvirkja hér á landi, þar sem öllu hagar allt öðruvísi en í útlöndum, einkum með flutning og ferðalög. Slíkt lærist fyrst smátt og smátt með reynslunni. Til dæmis má taka, að Hovdenak, sem hefir talsvert orð á sér sem góður ingenieur, gerði áætlun um fasta járnbrú á Fnjóská c. 75 alna langa, að hún mundi kosta c. 17.000 kr.: en Blöndubrúin, sem er aðeins 60 álnir, kostaði rúmar 23 þúsundir, og er þar þó margfalt hægri aðflutningur og góð undirstaða (klöpp) undir stöplunum, en aðeins möl og sandur við Fnjóská, svo að þar þyrfti að reka niður langa staura; þar er ég því sannfærður um, að 75 álna brú mundi kosta 30-40 þúsund krónur.
Það er mikið mein, að ingenieur landsins sakir sífelldra ferðalaga landshorna á milli ekki getur á þingsumrum leiðbeint þingmönnum, þegar um slík efni er að ræða; þá gæti margt skýrst fyrir mönnum og margur misskilningur fallið burtu.
Reykjavík, þ. 9. dag ágústmán. 1899.
Virðingarfyllst,
Sig. Thoroddsen.


Ísafold, 30. ágúst 1899, 26. árg., 59. tbl., bls. 234:

Brúin á Lagarfljóti

Viðvíkjandi Lagarfljótsbrúnni fyrirhuguðu sendi verkfræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, Alþingi eftirfarandi skýringar og hefir mælst til að þær væru prentaðar hér í blaðinu:
Með því að ég að undanförnu hefi verið á sífelldu ferðalagi – kom hingað til bæjarins í gærkveldi – og með því að ég fyrst nú fyrir fáum dögum hefi fengið áætlun herra ingenieur Barths um brúna á Lagarfljóti hjá Egilsstöðum, hefi ég eðlilega ekki fyr en nú getað sent hinu hæstvirta alþingi athugasemdir mínar við áætlun þessa, sem mér að ýmsu leyti þykir athugaverð, einkum hvað flutningskostnað snertir, svo að það eru engin líkindi til, að verkið verði unnið fyrir það fé, sem áætlað er.
Herra Barth gerir ráð fyrir, að flutningskostnaður á efninu (sem verður c. 200 tons) frá Noregi verði 10.000 kr., nefnilega 50 kr. fyrir hvert tonn, en það er ætlun mín, að þessi upphæð verði allt of lítil, og varla meri en til þess að koma efninu á Héraðssand, því að flytja svo stór stykki yfir heiðarnar frá Seyðisfirði mun alveg ókleift eða að minnsta kosti miklu kostnaðarsamara. – Frá Danmörku mun flutningskostnaður á brúarefni – upp og niður – vera tæpar 40 kr. pr. Tonn og frá Noregi mundi það verða líkt; en nú þarf sérstakan skipsflutning á Héraðssand og landflutning þar, og er hvorttveggja örðugt, og yrði sá aukakostnaður að mínu áliti minnst 10 kr. pr. tonn; samtals eru þá komnar ca. 50 kr. pr. tonn; en nú er eftir að flytja allt efnið 6-7 mílur upp í land (að Einhleypingi hjá Egilsstöðum), og þó að maður geri ráð fyrir, að oftast sé að vetrarlagi gott akfæri upp eftir fljótinu, þá verður þó að beygja fyrir Kirkjubæjarfoss og gera vetrarbraut kringum hann, og ef til vill þarf að gera víðar við veg á leiðinni. Þetta allt yrði æði mikill kostnaðarauki, líklega allt að 40-50 kr. pr. tonn, ef allt gengur vel. Það er því ætlun mín, að flutningskostnaðurinn frá útlöndum að brúarstæðinu verði 90-100 kr. pr. tonn og áætlun herra Barhs sé í þessu eina atriði 8-10.000 kr. of lág.
Þá er ýmislegt fleira athugavert. Staurarekstur (Pæleramning) reiknar herra Barth 2 kr. pr. meter, eins og tíðkast í Noregi, en gáir ekki að því að slíkt er miklu dýrara hér á landi, þar sem menn eru óvanir slíku verki og auk þess þarf að kaupa sérstök verkfæri til vinnunnar, af því að hér er um óvana langa staura að ræða og má því ætla að hver meter yrði hér 1 kr. dýrari; þessi liður verður því 500 kr. of lágur.
Reikningur herra Barths á járnbjálkum og verki því, er þar að lýtur, er einnig allt of lágur, hann reiknar 20 aura pr. kgr. (10 aura pr. pd.). Járnið og vinna á því er nú í útlöndum sífellt að hækka (sökum verkfalls og annars) og þegar seinast var pantað járn í Hörgárbrúna, þá kostaði járnið í Kaupmannahöfn 32 aura pr. kgr. (16 a. pr. pd.) en auk þess leggst á kostnaður við samsetning járnbjálkanna, hnoðun á nöglum, málning o. fl. – Í Blöndubrúnni kostaði járnið með hnoðun og samsetningu á staðnum (en þó án málningar) 36 ½ aur. Pr. kgr. (18,25 a. pr. pd.) og þá var þó verðið á járni lægra en nú. Auðvitað verður hér (við Lagarfljótsbrúna) einfaldari samsetning bjálkanna, en yrði þó líklega um 30 a. pr. kgr. (15 a. pr. pd.) – Til samanburðar má geta þess að óvandaðasta járn, t.d. skeifnajárn eða því um líkt, kostar hér í Reykjavík 16 a. pd. (32 a. kgr.). – Þessi liður ætti því að vera 5.355 kr. hærri (53.550 kgr. Með 10 aura viðbót). –
Þá er ennfremur múrverkið alltof lágt reiknað, þótt litlu nemi á svo stórri áætlun, þar sem málverkið er svo lítið. – Herra Barth reiknar t.d. kostnaðinn á velhlöðnum framúr 14-15 kr. per. Kubikmeter: í hvern kúbikmeter má reikna að gangi ein tunna af sementi, sem kostar á Seyðisfirði 11-12 kr. (og sementið er að stíga í verði eins og fleira), og flutningurinn að brúarstæðinu 4-5 kr. minnst, þá kostar sementið eitt í kubikmeter af steinvegg 16-17 krónur, en þá er eftir að afla grjótsins, flytja það a, laga það og hlaða m. m.: þessi áætlun nær því ekki neinni átt. –
Ýmislegt fleira mætti til finna sem er of lágt reiknað, en í þessum atriðum, sem nefnd hafa verið og ég strax hefi rekið augun í að eins við fljótlegt álit, verður hinn aukni kostnaður hér um bil þessi:
Flutningskostnaður ¿c. 9.000 kr.
Staurakostnaður c ¿¿. 500 kr
Járnverk c. ¿¿¿¿¿. 5.300 kr
Múrverk c. ¿¿¿¿¿. 300 kr
= 15.100 kr.
Hin einasta upphæð, sem mér finnst of há hjá herra Barth, er upphæðin fyrir “Administation” (umsón og verkstjórn m.m.) 5.800 kr; það er reiknað efit útlendum mælikvarða, því að í útlöndum eru ingenieurar hátt launaðir og fá auk þess háa dagpeninga og ferðapeninga, þegar þeir fara eitthvað frá heimili sínu.
Það er skoðun mín, að Lagarfljótsbrúin, eftir því fyrirkomulagi, sem herra Barth hefir stungið uppá, muni kosta 60 þúsundir krónur eða þar yfir í stað 45.000 kr., sem Barth áætlar.
Það er engin von, að útlendingar, þótt ágætir ingenieurar séu, en enga reynslu hafa hér á landi og ekki þekkja landshætti, geti gert fullnægjandi áætlun um kostnað stórvirkja hér á landi, þar sem öllu hagar allt öðruvísi en í útlöndum, einkum með flutning og ferðalög. Slíkt lærist fyrst smátt og smátt með reynslunni. Til dæmis má taka, að Hovdenak, sem hefir talsvert orð á sér sem góður ingenieur, gerði áætlun um fasta járnbrú á Fnjóská c. 75 alna langa, að hún mundi kosta c. 17.000 kr.: en Blöndubrúin, sem er aðeins 60 álnir, kostaði rúmar 23 þúsundir, og er þar þó margfalt hægri aðflutningur og góð undirstaða (klöpp) undir stöplunum, en aðeins möl og sandur við Fnjóská, svo að þar þyrfti að reka niður langa staura; þar er ég því sannfærður um, að 75 álna brú mundi kosta 30-40 þúsund krónur.
Það er mikið mein, að ingenieur landsins sakir sífelldra ferðalaga landshorna á milli ekki getur á þingsumrum leiðbeint þingmönnum, þegar um slík efni er að ræða; þá gæti margt skýrst fyrir mönnum og margur misskilningur fallið burtu.
Reykjavík, þ. 9. dag ágústmán. 1899.
Virðingarfyllst,
Sig. Thoroddsen.