1898

Ísafold, 15. janúar 1898, 25. árg., 3. tbl., bls. 11:

Skipting Kjósar- og Gullbringusýslu
Í 81. og 82. tbl. Ísafoldar hefir Guðm. Guðmundsson, sýslunefndarmaður í Landakoti, reynt að sýna almenningi í mjög langri grein, hversu ummæli mín um skipting Kjósar- og Gullbringusýslu hafi verið fjarri sanni.
Ég skal nú eigi taka annað til skoðunar en það, sem mér annaðhvort sýnist gjörsamlega rangt eða nauðavillandi í grein sýslunefndarmannsins.
¿¿
Ekki mun reikningur hans um vegabótagjald beggja sýslnanna öllu réttari. Ég skal þó sleppa því, að hann telur það aðeins um 19 ár, sem Kjósarsýsla hefir goldið í vegasjóðinn, en um 21 ár, það, sem henni hefir verið lagt til veganna, auðsjáanlega til að geta fengið þá upphæðina í frekari. Ekki skal ég heldur fá mér það til, þó að hann telji Elliðaárbrýrnar til vegabóta í Kjósarsýslu (raunar hélt ég að allir sýslunefndarmennirnir mundu vita, að Elliðaárnar eru á sýslumörkum og að brýrnar hljóta því að teljast til vegabóta í báðum sýslunum eftir réttu hlutfalli); en ég efast fyllilega um, að nokkur heil brú sé í reikningunum, og skal ég nú færa rök að því.
Fram á milli 1880 og 1890 voru sýsluvegirnir í Kjósarsýslu margfalt meiri en þeir eru nú. Mikið af þeim er síðan horfið inn í póstvegina. Framan af var því miklu meira lagt til veganna í Kjósarsýslu en á síðari árum, eins og gefur að skilja. Því miður hef ég ekki skýrslu, nema um tíu ár, yfir upphæðir þess fjár, sem varið hefir verið til sýsluveganna í Kjósarsýslu, en það eru þau 4 árin 1878 til 1881, öll árin meðtalin; þá voru lagðar 1200 kr. til vegabóta í Kjósarsýslu, og árin 1892 til 1897, öll árin talin, voru þá lagðar 660 kr. til vegabóta í sömu sýslu. Þessar tvær upphæðir, sem veittar hafa verið á 10 árum, eru hvergi nærri 2.000 kr. Eftir reikningi sýslunefndarmannsins hefði því á þeim 11 árum, sem vantar (hann telur sem sé 21 ár), átt að verja til Kjósarsýslu yfir 3.500 kr., en það getur með engu móti staðist. En hvað sem þessu líður, þá þarf enginn að sjá ofsjónum yfir því, að sýslunefndarmennirnir úr Kjósarsýslu dragi framvegis mjög “ríflegan hlut” úr sýsluvegasjóðnum, þar sem út lítur fyrir, að á næstu 28 árum gangi fram að helmingi alls vegabótagjaldsins í 2 hreppana í Gullbringusýslu.
Reynivöllum, 17. des. 1897.
Þorkell Bjarnason.


Ísafold, 15. janúar 1898, 25. árg., 3. tbl., bls. 11:

Skipting Kjósar- og Gullbringusýslu
Í 81. og 82. tbl. Ísafoldar hefir Guðm. Guðmundsson, sýslunefndarmaður í Landakoti, reynt að sýna almenningi í mjög langri grein, hversu ummæli mín um skipting Kjósar- og Gullbringusýslu hafi verið fjarri sanni.
Ég skal nú eigi taka annað til skoðunar en það, sem mér annaðhvort sýnist gjörsamlega rangt eða nauðavillandi í grein sýslunefndarmannsins.
¿¿
Ekki mun reikningur hans um vegabótagjald beggja sýslnanna öllu réttari. Ég skal þó sleppa því, að hann telur það aðeins um 19 ár, sem Kjósarsýsla hefir goldið í vegasjóðinn, en um 21 ár, það, sem henni hefir verið lagt til veganna, auðsjáanlega til að geta fengið þá upphæðina í frekari. Ekki skal ég heldur fá mér það til, þó að hann telji Elliðaárbrýrnar til vegabóta í Kjósarsýslu (raunar hélt ég að allir sýslunefndarmennirnir mundu vita, að Elliðaárnar eru á sýslumörkum og að brýrnar hljóta því að teljast til vegabóta í báðum sýslunum eftir réttu hlutfalli); en ég efast fyllilega um, að nokkur heil brú sé í reikningunum, og skal ég nú færa rök að því.
Fram á milli 1880 og 1890 voru sýsluvegirnir í Kjósarsýslu margfalt meiri en þeir eru nú. Mikið af þeim er síðan horfið inn í póstvegina. Framan af var því miklu meira lagt til veganna í Kjósarsýslu en á síðari árum, eins og gefur að skilja. Því miður hef ég ekki skýrslu, nema um tíu ár, yfir upphæðir þess fjár, sem varið hefir verið til sýsluveganna í Kjósarsýslu, en það eru þau 4 árin 1878 til 1881, öll árin meðtalin; þá voru lagðar 1200 kr. til vegabóta í Kjósarsýslu, og árin 1892 til 1897, öll árin talin, voru þá lagðar 660 kr. til vegabóta í sömu sýslu. Þessar tvær upphæðir, sem veittar hafa verið á 10 árum, eru hvergi nærri 2.000 kr. Eftir reikningi sýslunefndarmannsins hefði því á þeim 11 árum, sem vantar (hann telur sem sé 21 ár), átt að verja til Kjósarsýslu yfir 3.500 kr., en það getur með engu móti staðist. En hvað sem þessu líður, þá þarf enginn að sjá ofsjónum yfir því, að sýslunefndarmennirnir úr Kjósarsýslu dragi framvegis mjög “ríflegan hlut” úr sýsluvegasjóðnum, þar sem út lítur fyrir, að á næstu 28 árum gangi fram að helmingi alls vegabótagjaldsins í 2 hreppana í Gullbringusýslu.
Reynivöllum, 17. des. 1897.
Þorkell Bjarnason.