1898

Þjóðólfur, 4. mars 1898, 50. árg., 11. tbl., bls. 42:

Innlendar fréttir
Allmargir Eyrbekkingar höfðu talsverða atvinnu við grjótdrátt til hins fyrirhugaða vegar milli Eyrarbakka og Ölvesárbrúarinnar og kom það sannarlega í góðar þarfir, því menn eiga hér ekki slíku að venjast um þennan tíma árs.
Nú er sagt, að útgerðarmaður gufubátsins “Oddur” ætli að hætta við að leigja hann Rangárvalla- og Árnessýslum til strandferða í sumar, og er það skaði mikill, ef sýslunefndirnar leggja nú árar í bát og reyna ekki að útvega annað skip, t.d. “Reykjavík”, til að taka bráðnauðsynlegustu ferðirnar, sem “Oddur” hefur haft, því yfirfljótanlega nóg verður að flytja og hafnaleysið þarf ekki svo mjög að óttast, það hefur “Oddur” svo áþreifanlega sýnt.


Þjóðólfur, 4. mars 1898, 50. árg., 11. tbl., bls. 42:

Innlendar fréttir
Allmargir Eyrbekkingar höfðu talsverða atvinnu við grjótdrátt til hins fyrirhugaða vegar milli Eyrarbakka og Ölvesárbrúarinnar og kom það sannarlega í góðar þarfir, því menn eiga hér ekki slíku að venjast um þennan tíma árs.
Nú er sagt, að útgerðarmaður gufubátsins “Oddur” ætli að hætta við að leigja hann Rangárvalla- og Árnessýslum til strandferða í sumar, og er það skaði mikill, ef sýslunefndirnar leggja nú árar í bát og reyna ekki að útvega annað skip, t.d. “Reykjavík”, til að taka bráðnauðsynlegustu ferðirnar, sem “Oddur” hefur haft, því yfirfljótanlega nóg verður að flytja og hafnaleysið þarf ekki svo mjög að óttast, það hefur “Oddur” svo áþreifanlega sýnt.