1898

Þjóðólfur, 3. júní 1898, 50. árg., 26. tbl., bls. 102:

Um vegabætur
Úr Hrútafirði er skrifað 14. f.m. Í fyrra sumar var gerð töluverð vegabót á Laxárdalsheiði Strandasýslumegin. Sá vegur liggur upp frá Borðeyri og í botninn á Laxárdalnum. Til þess var varið rúmum 1.900 kr., og voru þar lagðir hér um bið 680 faðmar af upphleyptum vegi, 5 ál. breiðum og sumsstaðar meira; vegurinn er ekki fullgerður, því ennþá vantar ofaníburð í nokkurn kafla af honum, og nauðsynlega þarf að bæta við hann til þess hann komi að verulegum notum. Var það óþarft að vegur þessi væri nokkursstaðar breiðari en 5 ál., og það mun vegabótastjóra hafa verið sagt að hafa hann, og í öðru lagi getur það verið álitamál, hvort vegurinn hefði ekki mátt vera minna upphlaðinn sumsstaðar, eftir því sem landslagi er háttað. Ég get þessa, ekki af því, að ég telji það galla á veginum, heldur með tilliti til þess, að þetta tvennt, að þetta tvennt hefur gert veginn dýrari en annars hefði mátt vera og vegabótina þar af leiðandi styttri. Ég ætla að taka það fram í tilefni af þessari vegabót, að það er mín skoðun að vegabótastjórar eigi að taka þátt í sjálfu verkinu með mönnum sínum, þegar þeir geta komið því við að skaðlausu vegna umsjónarinnar, en ókunnugt er mér um, að hve miklu leyti þeir eru skyldir til þess; að minnsta kosti virðist það mjög óheppilegt, að verkstjóri vinni lítið sem ekkert, þegar eins stendur á og við vegalagninguna á Laxárdalsheiði, þar sem verkamennirnir voru ekki fleiri en 8-10; það rýrir æði mikið fé það, sem gengur til sjálfrar vinnunnar, þar sem verkstjórar hafa langhæsta kaupið.
Það er annars athugavert, að svo lítur út sem með vaxandi vegabótum sé ekki nóg til af þeim mönnum, sem því eru vaxnir að sjá um umfangsmiklar vegagerðir. Það er auðvitað fyrsta skilyrðið að þessir menn viti hvar vegi á að leggja og hvernig, en það eitt er ekki nóg; hitt er ekki síður áríðandi, að þeir kunni að stjórna mönnum, og til þess þurfa þeir að vera liprir menn og reglusamir, geta látið aðra hlýða, og hafa sjálfir svo oft sem unnt er eftirlit með verkinu.
Vegabótastjórum eru fengnir í hendur peningar svo mörgum þúsundum króna skiptir, og þó þeir gefi reikninga yfir, hvernig fénu hafi verið varið, eru það engar reglulegar sannanir, því kvittanir munu sjaldnast fylgja frá verkamönnum yfir vinnulaun, né frá öðrum yfir önnur útgjöld. Ég býst við að því mun svarað, að erfitt sé að sýna með kvittunum, hvernig hverri krónu er varið, og getur það satt verið, en þá vil ég því aðeins þessum mönnum peninga í hendur, að þeir séu þekktir að dánumennsku og reglusemi.
Ég get tekið það til dæmis, að verkstjórinn á Laxárdalsheiði hefði getað reiknað sér kaup fyrir vinnuhesta sína um hvern einasta dag, sem vegabótin stóð yfir, þrátt fyrir það að hann brúkaði þá ekki nema nokkuð af tímanum, og eins hefði hann getað reiknað sjálfum sér full daglaun um þá daga, sem hann var á ferðalagi, þó næsta ólíklegt sé, að þær ferðir hafi allar verið í þarfir vegabótarinnar, en hvort sem hann hefur gert þetta skal ég ekki segja um.


Þjóðólfur, 3. júní 1898, 50. árg., 26. tbl., bls. 102:

Um vegabætur
Úr Hrútafirði er skrifað 14. f.m. Í fyrra sumar var gerð töluverð vegabót á Laxárdalsheiði Strandasýslumegin. Sá vegur liggur upp frá Borðeyri og í botninn á Laxárdalnum. Til þess var varið rúmum 1.900 kr., og voru þar lagðir hér um bið 680 faðmar af upphleyptum vegi, 5 ál. breiðum og sumsstaðar meira; vegurinn er ekki fullgerður, því ennþá vantar ofaníburð í nokkurn kafla af honum, og nauðsynlega þarf að bæta við hann til þess hann komi að verulegum notum. Var það óþarft að vegur þessi væri nokkursstaðar breiðari en 5 ál., og það mun vegabótastjóra hafa verið sagt að hafa hann, og í öðru lagi getur það verið álitamál, hvort vegurinn hefði ekki mátt vera minna upphlaðinn sumsstaðar, eftir því sem landslagi er háttað. Ég get þessa, ekki af því, að ég telji það galla á veginum, heldur með tilliti til þess, að þetta tvennt, að þetta tvennt hefur gert veginn dýrari en annars hefði mátt vera og vegabótina þar af leiðandi styttri. Ég ætla að taka það fram í tilefni af þessari vegabót, að það er mín skoðun að vegabótastjórar eigi að taka þátt í sjálfu verkinu með mönnum sínum, þegar þeir geta komið því við að skaðlausu vegna umsjónarinnar, en ókunnugt er mér um, að hve miklu leyti þeir eru skyldir til þess; að minnsta kosti virðist það mjög óheppilegt, að verkstjóri vinni lítið sem ekkert, þegar eins stendur á og við vegalagninguna á Laxárdalsheiði, þar sem verkamennirnir voru ekki fleiri en 8-10; það rýrir æði mikið fé það, sem gengur til sjálfrar vinnunnar, þar sem verkstjórar hafa langhæsta kaupið.
Það er annars athugavert, að svo lítur út sem með vaxandi vegabótum sé ekki nóg til af þeim mönnum, sem því eru vaxnir að sjá um umfangsmiklar vegagerðir. Það er auðvitað fyrsta skilyrðið að þessir menn viti hvar vegi á að leggja og hvernig, en það eitt er ekki nóg; hitt er ekki síður áríðandi, að þeir kunni að stjórna mönnum, og til þess þurfa þeir að vera liprir menn og reglusamir, geta látið aðra hlýða, og hafa sjálfir svo oft sem unnt er eftirlit með verkinu.
Vegabótastjórum eru fengnir í hendur peningar svo mörgum þúsundum króna skiptir, og þó þeir gefi reikninga yfir, hvernig fénu hafi verið varið, eru það engar reglulegar sannanir, því kvittanir munu sjaldnast fylgja frá verkamönnum yfir vinnulaun, né frá öðrum yfir önnur útgjöld. Ég býst við að því mun svarað, að erfitt sé að sýna með kvittunum, hvernig hverri krónu er varið, og getur það satt verið, en þá vil ég því aðeins þessum mönnum peninga í hendur, að þeir séu þekktir að dánumennsku og reglusemi.
Ég get tekið það til dæmis, að verkstjórinn á Laxárdalsheiði hefði getað reiknað sér kaup fyrir vinnuhesta sína um hvern einasta dag, sem vegabótin stóð yfir, þrátt fyrir það að hann brúkaði þá ekki nema nokkuð af tímanum, og eins hefði hann getað reiknað sjálfum sér full daglaun um þá daga, sem hann var á ferðalagi, þó næsta ólíklegt sé, að þær ferðir hafi allar verið í þarfir vegabótarinnar, en hvort sem hann hefur gert þetta skal ég ekki segja um.